Humar risotto

Risotto með ferskum aspas og stökku beikoni

  • 1 msk ólífuolía + klípa smjör
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 4 dl arborio hrísgrjón
  • 8 dl humarsoð (humarkraftur + soðið vatn)
  • 2 dl hvítvín
  • Salt og pipar
  • 60-80 g parmesan ostur
  • 2 msk smjör

Ofan á:

  • Smjörklípa
  • 12 humarhalar (ca 4 humarhalar ofan á réttinn)
  • Salt og pipar
  • Steinselja, magn eftir smekk
  • Ferskur nýrifinn parmesan

Aðferð:

  1. Hitið ólífuolíu í potti og steikið laukinn og hvítlauk í 2-3 mínútur. Bætið arborio grjónum út í og hrærið stöðugt.
  2. Hellið hvítvíninu saman við og leyfið því að sjóða niður, hellið næst humarsoðinu smám saman við og hrærið mjög vel
    á milli.
  3. Bætið parmesan ostinum og smjörinu saman við í lokin og kryddið til
    með salti og pipar.
  4. Takið humarinn úr skelinni og hreinsið vel. Þerrið mjög vel og steikið upp úr smjöri á pönnu, kryddið til með smá salti og pipar.
  5. Setjið humarinn yfir hrísgrjónin, saxið niður steinselja og rífið niður parmesan og sáldrið yfir réttinn eftir smekk.

Njótið vel!

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *