Hádegisverður, tvö brakandi fersk hrökkbrauð. Neðst, kotasæla og svo ein skeið af mildri salsasósu. Svo sker ég það grænmeti sem ég á hverju sinni í litla bita, (núna notaði ég túmat, gúrku, paprikku og rauðlauk) blanda því saman í skál saman við smá ólífu olíu og dass af salt og pipar. Og voila, bragðlaukarnir fá sérdeilis að njóta sín.

….. Alltaf gott kaffi eftir lövlí mat. Og afþví að það er að koma helgi þá á maður svo sannarlega eina litla köku skilið með kaffinu.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *