Grænt pestó

Mér finnst pestó alltaf svakalega gott. Mér finnst pestó gott með kjúkling, pasta, fisk og sérlega gott með brauði. 
Hægt að nota það með svo mörgu. Sérlega núna eftir páskana, þá þrái ég eitthvað létt og gott. Búin að borða of mikið af kjöti og þungum máltíðum. 
Hér kemur uppskrift að grænu pestó. 
85 g  Furuhnetur
1 Búnt basilíka
150 g. Parmesan ostur, rifinn
1 Hvítlauksgeirar
1 dl ólífuolía
salt og pipar ftir smekk
Setjið allt í matvinnsluvél, smakkið ykkur til og frá með salt og pipar. 
Einfaldara verður það ekki. Sérlega gott pestó sem á alltaf vel við. 

xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

Leave a Reply to gunnisolu - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *