Fyrir einu ári…

Það er margt gott við að eiga þetta blogg mitt, og eitt af því er að fletta í gegnum gamlar færslur. Skoða gamlar myndir og rifja upp skemmtilegar stundir. Bloggið mitt byrjaði einmitt bara sem dagbók í raun veru fyrir sjálfa mig, ég mæli með því að skrifa niður skemmtilegar stundir og taka nógu mikið af myndum af því sem að ykkur þykir skemmtilegt. 
Þessar myndir hér að ofan deildi ég með ykkur fyrir nákvæmlega einu ári síðan, mér datt í hug áðan að kanna hvað ég hefði verið að gera fyrir ári. Þá er svo auðvelt að fletta á blogginu og færslan sem ég skrifaði fyrir ári var um Toronto. Ég var þá nýkomin heim eftir að hafa verið í Toronto og mamma mía hvað þessar myndir fengu mig til þess að vilja fara aftur. Stórkostleg borg, góður matur og gott veður. Þetta var ákaflega ljúft. Hér getið þið lesið færsluna.  
Ég er loksin orðin hress eftir að hafa fengið frekar slæma veirusýkingu í síðustu viku, lá í rúminu í heila viku og það var aldeilis ekki ánægjulegt – að vera lasin er aldrei ánægjulegt. Í gær var ég orðin frekar hress og lagði lokahönd á rúmlega 90 uppskriftir fyrir matreiðslubók mína sem kemur út fyrir jólin, ég er búin að gefa bókinni nafn og nafnið verður , Matargleði Evu’
Það er nóg að gera um þessar mundir og margt skemmtilegt framundan í sambandi við bloggið, þið fáið auðvitað að vita meira þegar nær dregur. Ég var svo heppin að fá það tækifæri að vera í Síðdegisútvarpinu á mánudögum núna í haust, þar getið þið hlustað á spjall um mat og ég deili með ykkur nokkrum uppskriftum sem verða í bókinni. Hér getið þið hlustað á þær upptökur.

Annars langaði mér bara að stinga inn nefinu og segja hæ við ykkur, langt síðan að ég hef skrifað færslu án þess að láta uppskrift fylgja með.

Ég vona að þið hafið það rosa gott kæru vinir. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

Leave a Reply to Andrea Lind - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *