Við Haddi erum fyrir austan í sælunni og erum búin að eiga ansi ljúfan laugardag. Veðrið er voðlega fínt, það er auðvitað svolítið kalt en nauðsynlegt að fara aðeins út og hressa upp á sig.
|
Nauðsynlegt að príla svolítið og auðvitað þumalinn upp fyrir því. |
|
Nú er ég gengin 21 viku með litlu dömuna okkar og ég nota hvaða tækifæri sem er og held utan um stækkandi maga sem ég er svo ánægð með og pósa fyrir myndavélina 😉 |
|
Haddi minn sætur og fínn við Seljalandsfoss. |
|
Já, það var svolítið kalt en fallegt var það. |
|
Kaffitími hjá ömmu hans Hadda, pönnukökur með rjóma og sultu. Það allra besta. Ég held svei mér þá að það sé fátt sem slær þessm pönnukökum við.
Njótið helgarinnar – það er eina vitið.
xxx
Eva Laufey K. Hermannsdóttir |
Endilega deildu með vinum :)