Fallegur laugardagur, stækkandi magi og pönnukökuveisla.

Við Haddi erum fyrir austan í sælunni og erum búin að eiga ansi ljúfan laugardag. Veðrið er voðlega fínt, það er auðvitað svolítið kalt en nauðsynlegt að fara aðeins út og hressa upp á sig.
Nauðsynlegt að príla svolítið og auðvitað þumalinn upp fyrir því. 
Nú er ég gengin 21 viku með litlu dömuna okkar og ég nota hvaða tækifæri sem er og held utan um stækkandi maga sem ég er svo ánægð með og pósa fyrir myndavélina 😉 

Haddi minn sætur og fínn við Seljalandsfoss. 
Já, það var svolítið kalt en fallegt var það. 
Kaffitími hjá ömmu hans Hadda, pönnukökur með rjóma og sultu. Það allra besta. Ég held svei mér þá að það sé fátt sem slær þessm pönnukökum við.

Njótið helgarinnar – það er eina vitið.

xxx

Eva Laufey K. Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *