Archives

Páskakökur

Súkkulaðikaka með ljúffengu frosting kremi og súkkulaðieggjum.  Fyrsta páskakakan mín og páskaboðið á myndunum hér að neðan, árið 2012 bauð ég fjölskyldunni minni í páskakaffi og það hef ég gert öll ár síðan.  Páskabröns með fjölskyldu og vinum er frábær hugmynd að góðum degi.  Súkkulaðibollakökur með hvítsúkkulaðikremi  Mömmudraumur með silkimjúku súkkulaðikremi  Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdótir Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Piparkökubollakökur með ómótstæðilegu karamellukremi

Það styttist í jólin og  eflaust margir í miklu bakstursstuði þessa dagana, þetta er nefnilega tíminn til að njóta. Ég elska að koma heim eftir vinnu, kveikja á kertum og baka eitthvað gott með Ingibjörgu Rósu minni. Við bökuðum þessar ljúffengu piparkökubollakökur um daginn og þær voru virkilega góðar og skemmtileg tilbreyting frá klassísku piparkökunum. Einföld, fljótleg og góð uppskrift sem ég mæli með að þið prófið fyrir jólin. Endilega fáið börnin ykkar til þess að taka þátt í bakstrinum, þau eru nefnilega svo miklir snillingar og hafa gaman af þessu. Piparkökubollakökur með karamellukremi ca. 18 – 20 bollakökur 250g sykur 140g smjör, við stofuhita 3egg við stofuhita 250 g hveiti 1 tsk lyftiduft 2 dl rjómi 2 tsk vanilla extract eða vanillusykur (það er…

Ris a la Mande

Ris a la Mande er einn af mínum eftirlætis eftirréttum og nauðsynlegt að bera hann fram um jólin. Það kannast nú sennilega flestir við þennan eftirrétt og er hann mjög vinsæll á mörgum heimilum, enda er það enginn furða – hann er einstaklega góður. Rjómakenndur grautur með berjasósu og stökkum möndlubitum, þarf ég nokkuð að segja meira? Ég vona að þið njótið vel.   Ris a la Mande Grauturinn: 2 1/4 dl grautargrjón 1 L nýmjólk 1 -2 vanillustangir smá salt 50 g hvítt súkkulaði Aðferð: Penslið pott með smá smjöri en það kemur í veg fyrir að grjónin og mjólkin brenni við. Hellið mjólkinni í pottinn og leyfið suðunni að koma upp, bætið þá grjónunum út í pottinn og hrærið vel í. Kljúfið vanillustöngina…

Fallegir og ljúffengir bitar í veisluna

  Í sumar útskrifaðist Haddi frá Háskólanum í Reykjavík og héldum við smá boð hér heima. Ég ákvað að vera með smárétti, ég bauð meðal annars upp á snittur og litlar kökur. Marengskökur og súkkulaðikökur eru yfirleitt vinsælastar á veisluborðinu og þess vegna ákvað ég að bjóða upp á litlar Pavlovur og franska súkkulaðiköku með ljúffengu kremi. Ég var mjög ánægð með útkomuna og skreytti kökurnar með ferskum berjum og blómum, það kom ákaflega vel út og var mikið fyrir augað. Þegar ég held boð eða á von á mörgum í mat þá finnst mér best að velja rétti sem ég get undirbúið með smá fyrirvara, ég gat bakað frönsku súkkulaðikökuna fyrr í vikunni og setti hana inn í frysti. Bakaði marengsinn kvöldinu áður og…

Brúðkaupsterta

Anna Margrét vinkona mín giftist unnusta sínum honum Einari um síðustu helgi og fékk ég þann heiður að baka brúðkaupstertuna. Þetta er í annað sinn sem ég baka brúðkaupstertu en ég hef áður bakað fyrir systur mína. Mikil ósköp finnst mér þetta skemmtilegt og auðvitað pínu stressandi á sama tíma þ.e.a.s. vegna þess að ég vill auðvitað senda frá mér eins góða köku og möguleiki er á. Ég ákvað að baka góða súkkulaðiköku og skreyta hana með hvítu súkkulaðikremi, það er ávísun á glaða gesti. Undanfarið hef ég verið með æði fyrir blómaskreytingum og marengsskrauti, og útkoman var eins og þið sjáið á myndinni fyrir ofan. Falleg blóm setja ótrúlega fallegan svip á kökuna. Súkkulaðibotnar Ég geri þessa súkkulaðibotna mjög oft og ég er alltaf…

Snittubrauð og útskriftin hans Hadda

Á laugardaginn útskrifaðist Haddi minn sem viðskiptafræðingur frá HR. Að sjálfsögðu vorum við með boð fyrir fjölskyldu og vini hér heima fyrir og fögnuðum þessum áfanga. Ég ákvað að bjóða upp á smárétti en það er einstaklega þægilegt og það er hægt að vinna sér inn tíma og undirbúa réttina svolítið áður. Ég var búin að baka allar kökur fyrr í vikunni og setti í frysti, tók þær svo út með smá fyrirvara og þá átti ég bara efir að skreyta þær. Snitturnar tóku sennilega lengsta tímann en það er ákaflega gaman að skreyta snittur og það er endalaust hægt að leika sér með hráefni. Dagurinn var alveg frábær, veðrið var gott og fólkið okkar svo skemmtilegt. Þetta gat ekki klikkað. Ég tók að sjálfsögðu…