Ég elska fisk og gæti borðað hann hvern einasta dag, hann er ekki bara ljúffengur heldur er hann einnig mjög hollur. Í kvöld langaði mig í eitthvað létt og gott og þá var laxasalat fyrir valinu. Það er tilvalið að nota fiskmeti í salöt og þetta salat á eftir að koma ykkur á óvart. Einfalt, fljótlegt og afar gott bæði fyrir líkama og sál. Laxasalat með jógúrtdressingu fyrir þrjá til fjóra ólífuolía smjör 1 stór sæt kartafla eða tvær meðalstórar 500 g lax, beinhreinsaður salt og nýmalaður pipar tímían 1 poki gott salat t.d. spínat eins og ég notaði í kvöld ferskt dill sítróna ristaðar pekanhnetur fetaostur Aðferð: Afhýðið kartöfluna og skerið í litla bita, kryddið til með salti og pipar og leggið…