Archives

Brúskettur með ricotta osti og kirsuberjatómötum

Einfaldar og fljótlegar uppskriftir eru gulls í gildi, sérstaklega yfir sumartímann en þá er svo gott að geta skellt í uppskrift sem krefst ekki mikillar fyrirhafnar. Þið vitið – afþví við erum auðvitað föst í sólbaði alla daga 😉 Ég elska brúskettur og þessi uppskrift sem ég ætla að deila með ykkur er líklega sú sem ég geri oftast og mér finnst hún aldrei klikka. Hráefnin eru ekki mörg en það þarf nefnilega alls ekki að flækja málin þegar hráefnin eru svo góð.   Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum 1 fínt snittubrauð 1 msk ólífuolía 200 g ricotta ostur 20  kirsuberjatómatar 2 msk smátt söxuð basilíka ½ hvítlauksrif 1 msk ólífuolía ¼ tsk balsamikedik sítrónubörkur salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið niður…

Heimalagað ravíoli fyllt með ricotta osti og spínati

Mér finnst mjög ólíklegt ef pastaástin mín hefur farið framhjá ykkur en sú ást stigmagnast á degi hverjum, sérstaklega eftir að ég eignaðist pastavél.. mamma mía hvað ég verð að mæla með slíku tæki í eldhúsið ef þið eruð mikið fyrir pasta og langar að prófa að búa til sjálf. Ég skil ekkert í mér að hafa ekki prófað það fyrr – það er svo lygilega einfalt að búa til pasta, ég er að segja ykkur það satt. Hér er uppskrift sem ég elska og gæti borðað í öll mál, fyllt pasta með ricotta osti og spínatfyllingu… þið verðið bara að prófa. Heimalagað ravioli með ricotta- og spínatfyllingu. Pastadeig 400 g hveiti 3 egg 4 eggjarauður 1 ½ msk ólífuolía 1 tsk salt   Aðferð:…

Sushi – Humarrúlla með chili majónesi

Guðdómlegt sushi með djúpsteiktum humar og bragðmikilli chilisósu   Hráefnin sem þið þurfið í rúlluna: Sushi hrísgrjón 600 g skelflettur humar Tempura deig Ferskur aspas, soðinn í söltu vatni í 3 mínútur agúrka, skorin í þunnar og langar sneiðar rauð paprika, skorin þunnar og langar sneiðar lárpera ferskur kóríander chili majónes pikklaður engifer wasabi mauk sojasósa Nori blöð Sushi hrísgrjón 350 g sushi hrísgrjón 7 ½ dl vatn salt hrísgrjónaedik 1 tsk sykur Aðferð Skolið hrísgrjónin mjög vel, mér finnst best að skola þau í góðu sigti. Það tekur svolitla stund eða um 5 – 7 mínútur. Leggið hrísgrjónin í bleyti í köldu vatni í um það bil tvær klukkustundir, skiptið um vatn 2 – 3 sinnum. Setjið hrísgrjónin út í kalt vatn í þykkbotna…

Tandoori kjúklingur með raita sósu og naan brauði

Tandoori kjúklingur 700-800 g kjúklingakjöt, helst læri 2 hvítlauksrif 4 cm engifer, ferskt 200 g ab mjólk 1 tsk paprika 1 tsk garam masala 1 tsk salt ½ tsk pipar 1 tsk kóríander 1 tsk túrmerik Aðferð: Rífið niður engifer og hvítlauk í skál, hellið ólífuolíunni saman við og hrærið vel. Bætið kryddunum saman við og hrærið. Því næst fer ab mjólkin eða hreint jógúrt út í og öllu blandað vel saman. Skerið rákir í kjúklingakjötið áður en þið setjið kjötið út í marineringuna. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í ísskáp í nokkrar klukkustundir, best yfir nótt. Hitið grillpönnu eða útigrillið, takið kjúklingakjötið úr marineringunni og grillið á mjög heitri pönnu eða grilli í 5-7 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er…

Sashimi salat með ponzusósu

Sashimi salat með ponzusósu   Ákaflega einföld uppskrift að sumarlegu sushi sem er tilvalið  sem forréttur eða léttur aðalréttur. Hráefni: 300 g lax, beinhreinsaður og skorinn í þunnar sneiðar 1 lárpera, vel þroskað 1 mangó, vel þroskað Blandað salat 1 dl límónusafi ¾ dl sojasósa ½ rautt chili 1 ½ msk kóríander ¼ tsk rifið engifer 1 msk vorlaukur, smátt skorinn sesamfræ, ristuð Aðferð Best er að byrja á Ponzusósunni en það er japönsk sósa sem gerð er úr sojasósu og límónusafa.  Blandið öllum hráefnum saman í matvinnsluvél eða hrærið saman í skál, þannig verður sósan örlítið grófari en báðar aðferðirnar eru jafn góðar. Geymið í kæli á meðan þið setjið laxinn á disk. Skerið laxinn, mangó og lárperu afar þunnt og raðið á stórt…

Heimalagað tagliatelle með risarækjum og pastasósu. Hinn fullkomni pastaréttur!

Heimalagað tagliatelle með risarækjum og pastasósu. Hinn fullkomni pastaréttur! Pastadeig 400 g hveiti 3 egg 4 eggjarauður 1 ½ msk ólífuolía 1 tsk salt Aðferð: Setjið hveiti á borðflöt og gerið holu í miðjuna á hveitinu, setjið egg, eggjarauður, salt og ólífuolíu í holuna og blandið öllum hráefnum saman með höndum. Hnoðið deigið vel í nokkrar mínútur og sláið deiginu upp í kúlu, setjið plastfilmu yfir kúluna og geymið deigið í kæli í 30 – 40 mínútur. Skiptið deiginu í þrjá hluta og fletjið hvern hluta út, í pastavél eða með kökukefli. Skerið pastadeigið í þunnar lengjur eða notið pastavélina til þess að móta tagliatelle. Sjóðið í vel söltu vatni í þrjár mínútur. Risarækjur í tómata-og basilíkusósu  1 msk ólífuolía 12 – 14 risarækjur 1…

Ofnbökuð ýsa í pestósósu.

Ofnbökuð ýsa í pestósósu. 700 g ýsa 350 g pestó með sólþurrkuðum tómötum 4 dl fetaostur (3-4 msk af olíunni má fylgja með) 2 dl svartar ólífur 10 kirsuberjatómatar Salt og pipar Nýrifinn parmesan, magn eftir smekk Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Skerið fiskinn í jafn stóra bita og leggið í eldfast mót, kryddið til með salti og pipar. Blandið saman í sér skál pestóinu og fetaostinum, dreifið sósunni yfir fiskinn. Skerið niður ólífur og tómata, raðið yfir pestósósuna. Rífið niður parmesan og sáldrið yfir réttinn í lokin, nóg af honum. Setjið fiskréttinn inn í ofn og bakið við 180°C í 25-30 mínútur. Berið fiskréttinn fram með fersku salati! Njótið vel! xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Kjúklingur Saltimbocca

Kjúklingur Saltimbocca Fjórar kjúklingabringur 8 hráskinkusneiðar 10 – 12 fersk salvíublöð Salt og nýmalaður pipar 1 – 2 msk. Ólífuolía Aðferð: Skerið kjúklingabringur í tvennt og kryddið með salti og pipar. Leggið eitt salvíublað ofan á kjúklingabringuna og vefjið hráskinkunni utan um hvern bita. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið bringurnar í smá stund á hvorri hlið eða þar til þær eru brúnaðar á öllum hliðum. Leggið bringurnar því næst í eldfast mót og inn í ofn við 180°C i 20 mínútur. Á meðan kjúklingurinn er í ofninum útbúið þið sósuna og kartöflumús. Kartöflumús með parmesan osti      500 g soðnar kartöflur      30 g smjör      1 dl mjólk      Salt og nýmalaður pipar      1 dl rifinn parmesan ostur…

Grænmetissúpa með stökkum tortilla vefjum

Grænmetissúpa með stökkum tortilla vefjum 1 msk olía 1 laukur 2 hvítlauskrif 1 rauð paprika ½ spergilkálshöfuð 5 – 6 gulrætur 350 g hakkaðir tómatar í krukku eða dós 1 – 2 msk. tómatpúrra 1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar) 1 tsk. Paprikukrydd ½ tsk cuminkrydd 1/2 tsk. þurrkað koríander 1 tsk karrí salt og pipar   Aðferð:   Hitið olíu í potti, skerið grænmetið mjög smátt og steikið í smá stund eða þar til grænmetið verður mjúkt. Bætið kjúklingasoði, hökkuðum tómötum og tómatpúrru saman við. Kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og leyfið súpunni að malla í lágmark 30 mínútur. Mér finnst súpan alltaf betri ef hún fær að malla svolítið lengi.   Meðlætið með súpunni…

Guðdómlegt steikar taco

Steikar taco 400 g nautasteik t.d. entrécote Ólífuolía 1 msk steinselja ¼ rautt chili Hvítlauksrif Salt og pipar Aðferð: Saxið niður steinselju, chili og hvítlauk. Blandið saman við ólífuolíu og nuddið steikinni upp úr marineringunni, kryddið einnig með salti og pipar. Hitið grillpönnu og setjið kjötið á þegar pannan er orðin mjög heit, steikið í um það bil fimm til sex mínútur á hvorri hið. Það fer auðvitað eftir þykktinni á kjötinu og smekk hvers og eins. Kjötið þarf að hvíla í lágmark sex mínútur þegar það er tilbúið. Á meðan undirbúið þið meðlætið. Þegar kjötið er búið að hvílast þá er gott að skera það í þunnar sneiðar og bera fram með tortillavefjum, hreinum fetaosti, mangó salsa og ljúffengri lárperusósu. Mangósalsa 1 mangó 10…

1 5 6 7 8 9 17