Einfaldar og fljótlegar uppskriftir eru gulls í gildi, sérstaklega yfir sumartímann en þá er svo gott að geta skellt í uppskrift sem krefst ekki mikillar fyrirhafnar. Þið vitið – afþví við erum auðvitað föst í sólbaði alla daga 😉 Ég elska brúskettur og þessi uppskrift sem ég ætla að deila með ykkur er líklega sú sem ég geri oftast og mér finnst hún aldrei klikka. Hráefnin eru ekki mörg en það þarf nefnilega alls ekki að flækja málin þegar hráefnin eru svo góð. Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum 1 fínt snittubrauð 1 msk ólífuolía 200 g ricotta ostur 20 kirsuberjatómatar 2 msk smátt söxuð basilíka ½ hvítlauksrif 1 msk ólífuolía ¼ tsk balsamikedik sítrónubörkur salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið niður…