Archives

Kjúklingasalat

Sumir dagar eru ansi þéttir og mikið sem þarf að gera, en það þýðir þó ekki að sleppa við að hafa eitthvað gott í kvöldmatinn. Það er alltaf hægt að finna smá tíma fyrir matargerð. Að búa til einfalt og matarmikið salat tekur ekki lengri tíma en  20 mínútur.  Þetta salat geri ansi oft, geri það nú sjaldan eins en mér finnst þessi útgáfa eiginlega sú besta.   Kjúklingasalat Fyrir u.þ.b. 3 – 4 manns 2  kjúklingabringur 1 poki af blönduðu salati, pokinn var 200 g  100 g Tagliatelle 1/2 agúrka  1 græn paprika 1 rauð paprika 1/2 rauðlaukur  10 kirsuberjatómatar 1/2 krukka fetaostur, gott að setja smá af olíuna líka rifinn parmesan ostur, magn eftir smekk 1 askja jarðaber mulið nachos með saltbragði, magn eftir smekk 1…

Kjúklingur í pestósósu með Tagliatelle

Þessi vika leið nú ansi hratt enda var svolítið mikið að gera, þegar að ég kom heim úr skólanum þá langaði mig flesta daga í eitthvað ofureinfalt og fljótlegt. Þessi kjúklingaréttur er að mínu mati alltaf góður. Pasta, kjúklingur, fetaostur og kirsuberjatómatar saman í eitt. Útkoman verður dásamleg, veisla fyrir bragðlaukana ef svo má að orði komast. Kjúklingur í pestósósu með Tagliatelle  Uppskriftina af kjúkling í pestó finnið þið hér það eina sem ég breytti var að nota grænt pestó í stað þess að nota rautt pestó.  Sjóðið tagliatelle samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.  Þegar kjúklingurinn er tilbúinn skerið hann í litla bita (ef þið viljið) blandið pestósósunni sem er í fatinu við Tagliatelle. Leggið Tagliatelle á disk, leggið kjúklinginn ofan á, skerið nokkra kirsuberjatómata og setjið saman…

Mexíkósk kjúklingasúpa með philadelphia sweetchili rjómaosti

Ég gæti borðað súpur í öll mál, mér finnst fátt betra en góð og matarmikil súpa á köldu haustkvöldi. Súpur sem eru með allskyns góðgæti í  eru í sérlegu uppáhaldi. Mexíkósk kjúklingasúpa er í sérflokki, hún er svo góð að mínu mati. Ég hef nú bloggað um hana áður en það eru sem betur fer ekki takmörk fyrir því að tala um sömu súpuna. Að þessu sinni þá prufaði ég rjómaost sem kemur fljótt í matvöruverslanir, dásamlegur philadelphia rjómaostur með sweetchili. (Það er auðvitað hægt að nota hreinan rjómaost líka og bæta þá t.d. chili tómatsósunni frá Heinz með í súpuna) Osturinn gefur súpunni auka kraft og súpan verður mun betri fyrir vikið.  Það er mín skoðun að súpan er alltaf betri ef hún fær að…

Föstudagspizza með kjúkling

Í dag er föstudagur og því tilvalið að gera vel við sig og baka gómsæta pizzu í kvöld.  Ég prófaði mig áfram með kjúkling, BBQ sósu og rauðlauk í þetta sinn. Ég smakkaði svipaða pizzu hjá vinkonu minni fyrir nokkrum árum og hef eiginlega ekki hætt að hugsa um hana síðan, svo ég ákvað að prófa. Pizzan kom bara vel út og smakkaðist ansi vel.  Pizza með BBQ kjúkling  Speltbotn 250 g grófmalað spelt 1 tsk lyftiduft 1 tsk sjávarsalt 2 tsk kryddblanda (oreganó, basilika ofl.) 1 msk ólífuolía 200 g volgt vatn Blandið saman spelti, lyftidufti, kryddblöndunni og saltinu. Bætið síðan volgu vatni og ólífuolíunni saman við og hnoðið. Stráið smá hveiti á borðið og fletjið deigið þunnt út. Það er líka gott að…

Pestókjúklingur

Pestókjúklingur Ég er einstaklega hrifin af þessum rétt, mjög einfaldur og fljótlegur. Kjúklingurinn verður svo safaríkur og góður í pestósósunni.  Gott er að bera kjúklinginn fram með fersku salati, hrísgrjónum og hvítlauksbrauði. Fyrir 4 – 5 manns.(Eins og þið sjáið á myndum hér fyrir neðan þá tvöfaldaði ég uppskriftina) 5 kjúklingabringur 1 stór krukka af rauðu pestó 1 krukka fetaostur Salt og nýmalaður pipar Hitið ofninn í 180°C. Skolið kjúklingabringurnar og leggið þær  í eldfast mót.  Kryddið bringurnar með salti og nýmöluðum pipar. Blandið pestóinu og fetaostinum saman í skál, notið gaffall til þess að stappa fetaostinum vel saman við pestóið.  Dreifið blöndunni yfir kjúklinginn og inn í ofn við 180°C í 35 – 40 mínútur.  Fetaostinum bætt við pestóið, notið gafall til þess að…

Mangókarrý Kjúklingasamloka

Í gær var ég með heilan kjúkling í matinn og átti afgang af honum í dag. Mér finnst fátt leiðinlegra en að henda mat, þannig ég er að venja mig á það að nýta afgangana betur.  Þannig ég ákvað að búa til eitthvað gott og fljótlegt. Mangókarrý kjúklingasamloka Ég skar endana af fjórum brauðsneiðum, nuddaði dálítið af ólífuólíu á brauðið og lét smá salt og pipar á það. Hitaði smá olíu á pönnu við vægan hita og steikti brauðið þar til það var orðið fremur stökkt. Tók það af pönnunni og lét til hliðar. Skar niður kjúkling, kjötið sem ég skar niður samsvaraði 1 kjúklingabringu myndi ég halda . Ég notaði sömu pönnu og ég steikti brauðið á, bætti smá olíu á pönnuna og steikti…

Sesar salat

 Sesar salat er í miklu uppáhaldi hjá mér. Frumútgáfan af  Sesar salati er romaine salat eða iceberg, ristaðir brauðmolar, rifinn ferskur parmesan ostur og sesar salat sósa. Það er ósköp gott að bæta við  kjúkling, beikoni og öðru grænmeti.   Uppskriftin hér fyrir neðan er fyrir þrjá – fjóra. Sesar salat 1 Iceberg höfuð (eða romaine salathöfuð). 1 Pakki kjúklingbringur. 5 Brauðsneiðar, heilhveiti. 3 Tómatar. 1 Agúrka. ½ Rauðlaukur. Rifinn parmesan ostur. Hellmann‘s Sesar sósa. Aðferð. Grænmetið skolað og skorið niður. Kjúklingurinn er skorinn í sneiðar og steiktur á pönnu, kryddaður með salti, pipar og smá kjúklingakryddi.  Á meðan að kjúklingurinn er að steikjast þá náum við okkur í aðra pönnu og byrjum á því að laga brauðteningana. (Það er líka hægt að gera þá…

Kjúklingur í hvítvínschili sósu.

Kjúklingur í hvítvínschilisósu.  Þessi réttur er sérlega góður og ótrúlega auðveldur. Uppskrift frá mömmu minni, hún er náttúrlega snillingur í eldhúsinu.  Uppskrift (Fyrir tvo ) 1 x Lítill laukur  2 x Tómatar 1 – 2 Hvítlauksgeirar 1 x Rautt chili (Ég tók steinana í burtu þar sem ég vildi ekki hafa þetta of sterkt) Kjúklingur (4 bitar )  2 – 3 msk. Chilitómatsósa 1/2 Kjúklingateningur 300 ml. Vatn  150 ml. Hvítvín 350 g. spagettí  Byrjum á því að skera laukinn, tómatana og chiliið.  Ég átti ekki hvítlauk en ég átti þessa guðdómlegu olíu með hvítlauksbragði.   Steikjum laukana og tómatana upp úr olíunni, pössum okkur á því að þetta verði ekki brúnt.   Bætum chili-tómatsósunni saman við og blöndum þessu vel saman.  Setjum svo kjúklingabitana saman við,…

Kjúklingur í pestósósu

Kjúklingur í flýti er afskaplega þægilegur réttur og ótrúlega bragðmikill, ég geri þennan rétt mjög oft og er alltaf jafn hrifin af honum. Mér finnst best að bera hann fram með fersku salati og kartöflum, venjulegum og sætum. Njótið vel kæru vinir.  Kjúklingur í pestósósu  fyrir fjóra til fimm  1 pk. kjúklingabringur (4 bringur)  1 krukka rautt eða grænt pestó  1 krukka fetaostur  salt og pipar  Aðferð: Blandið fetaostinum(og olían fer líka)  saman við pestóið. Skolið bringurnar og leggið þær í eldfast mót, gott er að skera bringurnar í tvennt. Kryddið til með salti og pipar. Hellið pestó-og fetablöndunni yfir kjúklingabringurnar. Setjið réttinn inn í ofn í 30 – 35 mínútur við 180°C.  Ég var með einfalt meðlæti með réttinum í þetta sinn, skar niður…

Spínatspergilskáls kjúklingur

Nú er sá tími sem að margir eru í prófum þ.á.m. ég sjálf og þá er agalega mikilvægt að huga að því hvað maður lætur ofan í sig. Ótrúlega auðvelt að detta í þann gír að borða lítið yfir daginn og enda á einhverjum skyndibitastað af því stressið verður svo mikið að það virðist ekki vera tími fyrir almennilega máltíð. En ég held að það sé nauðsynlegt fyrir hvern og einn að gefa sér tíma í hádegis-og kvöldmat. Sérstaklega í prófum, þurfum að hugsa extra vel um okkur á meðan á þeim stendur svo við séum nógu orkumikil fyrir lesturinn. Það tekur ekki einfaldlega ekki langa stund að útbúa góða máltíð. Í kvöld þá lagaði ég mér kjúklingabringu í spínatspergilkálsmauki.  Ég byrjaði á því að…

1 14 15 16 17