Sumir dagar eru ansi þéttir og mikið sem þarf að gera, en það þýðir þó ekki að sleppa við að hafa eitthvað gott í kvöldmatinn. Það er alltaf hægt að finna smá tíma fyrir matargerð. Að búa til einfalt og matarmikið salat tekur ekki lengri tíma en 20 mínútur. Þetta salat geri ansi oft, geri það nú sjaldan eins en mér finnst þessi útgáfa eiginlega sú besta. Kjúklingasalat Fyrir u.þ.b. 3 – 4 manns 2 kjúklingabringur 1 poki af blönduðu salati, pokinn var 200 g 100 g Tagliatelle 1/2 agúrka 1 græn paprika 1 rauð paprika 1/2 rauðlaukur 10 kirsuberjatómatar 1/2 krukka fetaostur, gott að setja smá af olíuna líka rifinn parmesan ostur, magn eftir smekk 1 askja jarðaber mulið nachos með saltbragði, magn eftir smekk 1…