Einföld og góð sjávarréttasúpa með tælensku yfirbragði er frábær mánudagsmatur. Á morgun, þriðjudag ætla ég loksins að elda Mac’n Cheese í rjóma-beikonsósu. Já þetta er pasta og beikonvika, það hlýtur nú að mega? Á miðvikudaginn ætla ég að gera einfalt og gott Sesar salat sem inniheldur kjúkling, beikon, stökka brauðteninga og ljúffenga salatsósu. Á fimmtudaginn ætla ég að hafa þessar gómsætu sænsku kjötbollur sem slá alltaf í gegn og allir á heimilinu borða vel af. Ingibjörg Rósa mín elskar þessar með nóg af sósu. Á föstudaginn ætla ég að hafa einn af mínum eftirlætis réttum, spaghetti Bolognese. Ljómandi góður réttur með góðu rauðvínsglasi. Um helgina er tilvalið að skella í þessa æðislegu mexíkósku pizzu. Tryllingslega gott karamellupæ er á bakstursplaninu mínu um helgina, ef…