Archives

Páskamaturinn

Hægeldaður lambahryggur eins og tengdó gerir með æðislegri rjómasósu sem allir elska. Klassísk sem slær alltaf í gegn! Fylltur lambahryggur með sólkysstum tómötum, döðlum, fetaosti og furuhnetum borinn fram með smjörsteiktum kartöflum, ferskum aspas og æðislegu spergilkálssalati. Þetta salat! Mamma mía hvað það er gott og þið þurfið helst að prófa það, ekki seinna en núna strax. Lambakórónur með æðislegri kartöflumús og rauðvínssósu. Einfaldur og æðislegur réttur. Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín, borið fram með perlukúskús. Fylltur lambahryggur með tómat-og furuhnetupestói. Kjötið er borið fram með kartöflum steiktum upp úr andafitu og æðislegri soðsósu. Hægeldað lambalæri með rótargrænmeti og piparostasósu (uppáhalds uppskriftin mín). Lambarifjur í trufflumarineringu og nautalundir. Fullkomið á grillið. Sous Vide nautalund með piparostasósu og hvítlaukshumar sem bráðnar í munni. Entrecóte…

LAMBAKÓRÓNUR ÚR EINFALT MEÐ EVU

Lambakórónur með parmesan kartöflumús, rótargrænmeti og bestu rauðvínssósu í heimi Lambakórónur 1,5 kg lambakórónur Salt og pipar   Ólía Smjör Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Hitið olíu á pönnu, kryddið kjötið með salti og pipar.  Brúnið kjötið á öllum hliðum, setjið smjör út á pönnuna og hellið duglega af smjöri yfir  kjötið. Setjið kjötið í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 15 – 20 mínútur. Parmesan kartöflumús 800 g bökunarkartöflur 100 g sellerírót 1 dl rjómi 60 g smjör 50 g rifinn parmesan ostur Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: Afhýðið kartöflur og sellerírót, sjóðið í vel söltu vatni þar til hvort tveggja er orðið mjúkt. Hellið vatninu af og bætið rjómanum, smjörinu, nýrifnum parmesan ostinum saman við og stappið með…

Páskalambið, fylltur hryggur með ofnbökuðum kartöflum og soðsósu

  Fylltur lambahryggur með sólkysstum tómötum, furuhnetum, ólífumauki, steinselju og sítrónuberki er afar ljúffeng steik sem passar einstaklega vel á veisluborðið um páskana. Með hryggnum er gott að hafa ofnbakaðar kartöflur í andafitu og auðvitað góða soðsósu, fullkomið fyrir þá sem vilja nostra aðeins við matargerðina og njóta í botn. Í þætti kvöldsins sýndi ég áhorfendum þessa einföldu og bragðmiklu uppskrift sem ég hvet ykkur til að prófa um páskana.   Fylltur lambahryggur með tómat-og furuhnetupestói Fyrir 4-6   1 lambahryggur ca. 2,5 kg, úrbeinaður Fylling: 1 krukka sólkysstir tómatar 3 msk ólífutapende 70 g ristaðar furuhnetur ½ laukur 2 hvítlauksrif 1 msk fersk steinselja Salt og nýmalaður pipar 1 msk jómfrúarolía Börkur af hálfri sítrónu 2 tsk smátt saxað rósmarín ½ L vatn  …

Hægeldað lambalæri með ljúffengu kartöflugratíni og piparostasósu.

Að elda mat í ofni er einföld matargerð, það er algjör óþarfi að standa yfir henni þó svo að hún taki stundum langan tíma. Það er ósköp notalegt að hafa lamb inn í ofni yfir daginn, ilmurinn um heimilið verður svo góður. Hægeldað lambalæri  1 lambalæri, rúmlega 3 kg Salt og nýmalaður pipar Lambakjötskrydd 1 msk t.d. Bezt á Lambið Ólífuolía 3 stórir laukar, grófsaxaðir 1 heill hvítlaukur, skorinn í tvennt, þversum 2 fenníkur (fennel), skornar í fernt 3 sellerístilkar, grófsneiddir 5 gulrætur 1 rauð paprika 700 ml grænmetissoð 3 greinar tímían 2 greinar rósmarín Handfylli fersk steinselja Aðferð. 1.     Hitið ofninn í 120°C. 2.     Finnið til stóran steikarpott eða stórt eldfast mót. 3.     Leggið lærið í steikingarpottinn eða mótið, veltið upp úr ólífuolíu og kyddið með salti,…