Archives

Indversk veisla

Tikka masala kjúklingur Fyrir 3-4 3 hvítlauksrif 1 msk rifið ferskt engifer 3 msk sítrónusafi 1 dl hrein jógúrt 1 tsk salti ½ rautt chilialdin 1 tsk kóríanderfræ Handfyllisaxað kóríander 3 tsk garam masala 700 g kjúklingakjöt, skorið í litla bita Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman og skerið kjúklingakjötið í litla bita Setjið allt í plastpoka og inn í kæli í 2 – 3 klukkstundir, best yfir nótt. Eftir þann tíma er kjúklingurinn steiktur á pönnu í 2 – 3 mínútur og síðan fært yfir í pottinn með sósunni og látið malla í 15 – 20 mínútur. Sósan: 2 – 3 msk ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 msk rifið engifer ½ rautt chilialdin 1 tsk túrmerik 1 tsk cumin 1 tsk múskat 2 msk tómatpúrra 200…

Blómkáls tacos

Blómkáls tacos Fyrir 2-3 1 stórt blómkál 2 msk olía 1 ½  tsk salt 1 ½  tsk pipar 1 ½  tsk paprika 1 ½  cumin krydd 1 ½  kóríander, malaður Aðferð: Skerið blómkálið í litla bita og setjið í skál ásamt þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og olíu, blandið vel saman (best að nota hendurnar í verkið). Þið getið annaðhvort ofnbakað blómkálið eða djúpsteikt. Ef þið ætlið að ofnbaka þá stillið þið ofninn á 220°C, leggið blómkálið í eldfast mót og bakið í 15 mínútur. Snúið blómkálinu einu sinni við og bakið áfram í 15 mínútur. Þá er það tilbúið! Ef þið viljið djúpsteikja, þá veltið þið blómkálsbitunum upp úr hveiti og síðan upp úr  orly deigi. Steikið í olíu sem…

Ofnbakaður þorskur með pekanhnetukrönsi

Uppskrift fyrir fjóra 800 g þorskur, roðlaus og beinhreinsaður Salt og pipar 4 msk sýrður rjómi 150 g pekanhnetur 2 msk steinselja 1 tsk sítrónubörkur Safi úr hálfri sítrónu 30 g parmesan ostur Salt og pipar 2 tsk tímían 2 hvítlauksrif Ólífuolía, magn eftir smekk (krönsið á að vera þykkt) Parmesan Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Leggið fiskinn í eldfast mót, kryddið með salti og pipar. Smyrjið fiskinn með sýrða rjómanum. Setjið pekanhnetur, steinselju, sítrónubörk, sítrónusafa, parmesan, salt, pipar, tímían, hvítlauk og ólífuolíu eftir smekk í matvinnsluvél og maukið þar til krönsið verður að fínu mauki. Smyrjið maukinu yfir fiskinn ásamt því að rífa niður parmesan sem þið sáldrið yfir fiskinn í lokin. Inn í ofn við 25 mínútur við 180°C. Berið fram með ofnbökuðum…

SÚPERSKÁL MEÐ ÞORSKI

Mexíkósk súperskál Fyrir 2 Hráefni: 600 g þorskur, roð-og beinlaus 1 msk paprikukrydd salt og pipar 1 msk ólífuolía 2 tsk smjör 1 msk sweet chili sósa 200 g hýðishrísgrjón, soðin samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum Aðferð: Skerið fiskinn í jafn stóra bita, kryddið með paprikukryddi, salti og pipar. Hitið ólífuolíu á pönnu þar til hún er orðin mjög heit, steikið fiskinn í 2 – 3 mínútur á hvorri hlið. Penslið fiskinn með smávegis af sweet chili sósu í lokin og bætið einnig smá smjöri út á pönnuna. Berið fiskinn fram með hýðishrísgrjónum, fersku salati, lárperu og bragðmikilli sósu. Grænmeti:  4 regnbogagulrætur 1 límóna 2 tómatar 1/2 rauðlaukur 1 stilkur vorlaukur 1 lárpera salt Aðferð: Rífið gulrætur niður með rifjárni, kryddið með salti og kreistið smávegis…

LAMBAKÓRÓNUR ÚR EINFALT MEÐ EVU

Lambakórónur með parmesan kartöflumús, rótargrænmeti og bestu rauðvínssósu í heimi Lambakórónur 1,5 kg lambakórónur Salt og pipar   Ólía Smjör Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Hitið olíu á pönnu, kryddið kjötið með salti og pipar.  Brúnið kjötið á öllum hliðum, setjið smjör út á pönnuna og hellið duglega af smjöri yfir  kjötið. Setjið kjötið í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 15 – 20 mínútur. Parmesan kartöflumús 800 g bökunarkartöflur 100 g sellerírót 1 dl rjómi 60 g smjör 50 g rifinn parmesan ostur Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: Afhýðið kartöflur og sellerírót, sjóðið í vel söltu vatni þar til hvort tveggja er orðið mjúkt. Hellið vatninu af og bætið rjómanum, smjörinu, nýrifnum parmesan ostinum saman við og stappið með…

KRÆKLINGUR Í HVÍTVÍNSSÓSU ÚR EINFALT MEÐ EVU

KRÆKLINGUR Í HVÍTVÍNSRJÓMASÓSU Hráefni: • 800 g kræklingur • 1 laukur • 3 hvítlauksrif • ½ rautt chili • 3 msk smjör • 2 dl hvítvín • 2 dl rjómi • 2 msk smátt söxuð steinselja • 2 msk smátt saxaður kóríander • Safi úr einni sítrónu Aðferð: 1. Skolið kræklinginn afar vel, hendið opinni eða skemmdri skel. Þið getið athugað hvort skelin sé lifandi með því að banka aðeins í hana ef hún er smávegis opin, ef hún lokar sér er hún lifandi og þá má borða hana. 2. Hitið smjör á pönnu, skerið niður lauk, hvítlauk og chili mjög smátt og steikið upp úr smjörinu þar til laukarnir eru mjúkir í gegn. 3. Hellið kræklingum út á pönnuna og steikið í smá stund,…

OFNBÖKUÐ BLEIKJA Í TERYAKI SÓSU – EINFALT MEÐ EVU

  Ofnbökuð bleikja í Teryaki sósu með æðislegu hrásalati Matur í einum grænum – enn eitt dæmið um hvað er hægt að útbúa stórgóða máltíð á örfáum mínútum sem allir í fjölskyldunni elska. • 4 bleikjuflök • 1 msk ólífuolía + 1 tsk smjör • Salt og pipar • 6-8 msk Teriyaki sósa • 1 hvítlauksrif • 2 stilkar vorlaukur • 6 msk hreinn fetaostur • Ristuð sesamfræ Hrásalat • ½ höfuð Hvítkál • ½ höfuð Rauðkál • 4 gulrætur • 4 radísur • Handfylli kóríander • Safi úr hálfri appelsínu Aðferð: 1. Hitið ofninn í 180°C. 2. Leggið fiskinn á pappírsklædda ofnplötu. 3. Saxið hvítlauk og vorlauk mjög smátt og blandið saman við teryaki sósuna. Penslið fiskinn með sósunni og það má fara vel…

GRILLAÐUR MAÍS – BESTA MEÐLÆTIÐ FYRR OG SÍÐAR.

Það stytti upp í korter í vikunni og þá var tilefni til þess að grilla, mig langar að skrifa langloku um veðrið og röfla en ég er að reyna að halda röflinu í lágmarki. Ég er samt orðin svo súr á þessu, en jæja.. ég ætla að tala um góðan mat sem gleður! Ég grillaði maís í fyrsta sinn og ég skil raunverulega ekkert í sjálfri mér að hafa ekki prófað það fyrr, þetta var guðdómlega gott. Stökkur maís í hvítlaukssmjöri með fetaosti, radísum, ferskum kryddjurtum og límónusafa… namm!! Þið verðið hreinlega að prófa, ég lofa að þið eigið eftir að gera þetta aftur og aftur. Grillaður maís í hvítlaukssmjöri 2 ferskir maísstönglar í hýðinu Salt og pipar Chipotle parmesan krydd 50 g smjör 1…

GEGGJAÐ RÆKJUTACOS MEÐ FERSKU SALSA

Mánudagsfiskurinn í þessari viku var risarækjutacos með bræddum osti, stökkum tortilla vefjum og fersku salsa. Ég ætlaði reyndar bara að kaupa fisk til þess að steikja en brjálæðislega girnilegar tortilla vefjur fönguðu hug minn en þær voru ólíkar þeim sem ég kaupi venjulega og ég gat ekki annað en gripið þær með mér heim. Þetta kallaði einfaldlega á gott tacos kvöld! Tortilla vefjurnar  gegna lykilhlutverki í þessum rétti, ég segi ykkur það satt. Bragðið af þeim gerir matinn svo spennandi og hann verður líkari ekta mexíkóskum mat fyrir vikið, ég verð eiginlega að mæla með að þið kaupið þessar tortilla vefjur og þá vitið þið hvað ég er að tala um. Bragðmikið rækjutacos með fersku salsa Fyrir fjóra 2 pakkar risa- eða tígrisrækja (um það…

Pönnusteikt langa með blómkálsmauki, ferskum aspas og lauksmjöri.

Pönnusteiktur fiskur er alltaf brjálæðislega góður og ég elska glænýjan fisk í smjörsósu, það er einfaldlega best. Það tekur enga stund að útbúa þessa máltíð og það má eiginlega flokka þennan rétt sem skyndibita, þar sem vinnuframlagið er lítið sem ekki neitt en útkoman stórkostleg! Ég eldaði þennan fisk fyrir viku og get ekki beðið eftir kvöldmatnum í kvöld en það er einmitt fiskur á boðstólnum. Stórgóð byrjun á vikunni og við þurfum stórgóða byrjun til þess að þola þessa rigningu.   Pönnusteikt langa með blómkálsmauki, ferskum aspas og lauksmjöri. Fyrir 3-4 800 g langa, roð- og beinlaus Olía Smjör Salt og pipar 4 dl Mjólk 4 dl Hveiti Aðferð: Skerið lönguna í jafn stóra bita, setjið hvern bita ofan í mjólkina og því næst…

1 2 3