Archives

Matargleði Evu. Bakvið tjöldin :)

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur og takk fyrir það gamla. Tíminn hefur svo sannarlega flogið áfram á nýju ári og ég ætlaði auðvitað að vera löngu búin að stinga nefinu hingað inn. Bæði skólinn og vinnan komin á gott skrið eftir dásamlegt jólafrí.   Í dag byrjaði ég á nýrri þáttaröð en þann 21.janúar fer þriðja þáttaröðin af Matargleði Evu í loftið. Ég vona að þið eigið eftir að njóta vel. Þetta verður eins og í fyrri þáttaröðum blanda af hollum, rjómalöguðum, fljótlegum, einföldum og svo aðeins flóknari uppskriftum. Eitthvað fyrir alla. Ég kem til með að deila myndum með ykkur og þið getið auðvitað fylgst með stöðunni á Snapchat en þið finnið mig undir evalaufeykjaran. Nú er klukkan hins vegar að ganga tíu og konur sem vakna…

Hugmyndir að eftirréttum

Marengsterta með daimkremi og ferskum hindberjum Ísterta með After Eight súkkulaði og ferskum berjum  Ris a la Mande með kirsuberjasósu  Ítalskur súkkulaðibúðingur með heitri berjasósu  Toblerone terta með silkimjúku rjómakremi og jarðarberjum  Sölt karamellusósa sem allir elska  Piparkökuísinn með karamellusósu Súkkulaðimús með dökku súkkulaði  Tiramísú  Njótið vel kæru lesendur.  xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Allt hráefni sem notað er í þessar uppskriftir fæst í verslunum Hagkaups. 

Matargleði á prenti

Matargleði er fylgirit Fréttablaðsins í dag. Ég fékk þá hugmynd fyrir nokkrum vikum að setja uppskriftir saman í fallegt blað ásamt viðtölum við sannkallaða sælkera og nú er hugmyndin orðin að veruleika. Ég er ekkert smá ánægð með blaðið og enn glaðari að tilheyra þessum flotta hópi á forsíðunni. Hér getið þið skoðað blaðið á netinu.  xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Fimm myndir

Í síðustu viku fór ég á konfektnámskeið hjá Nóa Síríus. Axel Þorsteinsson yfirkonditor á Apótek Resturant sýndi okkur hvernig búa má til ekta konfekt á einfaldan hátt. Þetta var brjálæðislega skemmtilegt og áhugavert, ég hlakka til að útbúa ljúffenga konfektmola fyrir jólin og ég mæli með þessu námskeiði. Frekari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.  Ég kaupi mér alltaf blóm einu sinni í viku, heimilið verður fallegra með fínum blómum.  Ég byrjaði daginn á kaffibolla með æsku idolinu mínu honum Sigga Hall í vikunni. Ég ólst upp við að horfa á Sigga í sjónvarpinu eins og margir aðrir. Þessi stórkostlegi maður verður í viðtali í Matarvísi fylgiriti Fréttablaðsins sem kemur út í næstu viku.  Ég bakaði þessa bleiku köku handa vinkonu minni sem fékk nafnið…

Mæli með…. Public House

Ég elska að fara út að borða og njóta í góðra vina hópi. Úrvalið af góðum veitingastöðum er gott og það er svo gaman að fara út að borða, allir staðir troðfullir af fólki og miðbærinn iðar af mannlífi. Ég og vinkona mín hún Dísa fórum út að borða á Public House og mamma mía hvað við fengum góðan mat. Bragðlaukarnir dönsuðu hreinlega… já við erum ekkert að skafa af því. Við fórum í óvissuferð og fengum að smakka það besta af matseðlinum, mitt uppáhald var Faux pizza sem er Japönsk gyoza pizza með geitaosti. Algjört lostæti!  Við sátum í nokkrar klukkustundir, borðuðum, drukkum hvítvín og spjölluðum. Ég mæli með að þið farið á Public House, maturinn og þjónustan til fyrirmyndar og verðlagið gott fyrir budduna….

Ítölsk eggjakaka með klettasalati og nýrfinum Parmesan

Ítölsk eggjakaka með klettasalati og nýrifnum Parmesan  Bökuð á pönnu sem má fara inn í ofn, stærðin á pönnunni er 26cm Olía + smá smör  1/2 blaðlaukur smátt skorinn 2 meðalstórar bökunarkartöflur, smátt skornar  1 krukka grilluð paprika (smá af olíunni líka eins og 2 msk) 9 Brúnegg , léttþeytt 1 dós sýrður rjómi  100 g rifinn ostur Handfylli rifinn Parmesan ostur Salt og pipar Aðferð:  Hitið olíu og smjör á pönnu. (Athugið að það þarf að nota pönnu sem má fara inn í ofn) Látið laukinn malla í olíunni/smjörinu í smá stund eða þar til hann verður mjúkur í gegn. Bætið þá kartöflum og steikið í 1 – 2 mínútur, því næst bætið þið grilluðu paprikunum út á pönnuna. Blandið öllu vel saman og…

Himnesk Nutella ostakaka.

Í síðasta þætti mínum einbeitti ég mér að einföldum og fljótlegum réttum. Ég útbjó meðal annars þessa ómótstæðilegu ostakaka sem ég hvet alla til þess að prófa. Nutella ostakaka með heslihnetubotni   Botn: 250 g Digestive kexkökur 150 g smjör, við stofuhita 100 g heslihnetur 2 msk Nutella   Aðferð: Maukið kexkökurnar í matvinnsluvél. Bætið smjörinu, heslihnetum og nutella saman við og maukið. Skiptið kexblöndunni niður í nokkrar skálar eða í eitt stórt form. Setjið inn í kæli á meðan fyllingin er útbúin. Fylling: 500 g rjómaostur, við stofuhita 2 msk flórsykur 1 krukka Nutella 1 tsk vanilludropar 3 dl þeyttur rjómi   Aðferð: Þeytið saman rjómaost, flórsykur, Nutella og vanilludropa. Þegar blandan er tilbúin bætið þið þeyttum rjóma saman við með sleif. Hellið ostablöndunni…

Spaghetti Bolognese – einfalt og gott!

Spaghettí Bolognese er einn þekktasti pastaréttur í heimi, einfaldur og bragðgóður. Að mínu mati er hann fullkominn haustréttur, þegar ég hef góðan tíma þá finnst mér ótrúlega huggulegt að dunda mér að útbúa þennan rétt. Leyfa honum að malla í rólegheitum og fylla heimilið af ilm sem fær öll hjörtu til að slá hraðar. Hér kemur uppskriftin sem ég eldaði um daginn og er alveg ljómandi góð, já alveg ljómandi. Spaghetti Bolognese Ólífuolía Smjör 2 stilkar sellerí 3 gulrætur 600 g nautahakk salt og nýmalaður pipar 1 nautakjötsteningur + 1 dl soðið vatn 1 krukka pastasósa frá Ítalíu Handfylli fersk steinselja 3 msk sýrður rjómi t.d. 18% frá MS Aðferð: Hitið olíu og smjör á pönnu. Steikið sellerí, gulrætur og hvítlauk í smá stund eða…

Sumarið er tíminn @evalaufeykjaran

Litla fallega frænka mín fékk nafnið Viktoría í júlí og að sjálfsögðu fékk hún bleika köku  Kökur og ís í afmæliveislu Ingibjargar  Kleinuhringir með bleiku vanillukremi, namminamm! Vinkonur að spássera með börnin í blíðunni  Við höfum eytt mörgum dögum á Akranesi í sumar, þar líður okkur einstaklega vel. Hér erum við mæðgur í Skarfavör sem er virkilega fallegur staður.  Langisandur upp á sitt besta. Þetta er búið að vera át- og hlaupasumarið miklar. Fer það ekki bara vel saman? Hér erum við Svavar sveitt og sæl eftir 10 km í Adidas hlaupinu sem var mjög skemmtilegt.  Alltaf tími fyrir einn kokteil! Þetta er sumar í glasi.  Við Fjöruborðið er dásamlegur veitingastaður.. humarinn er superb.  Fína fólkið mitt.  Agla vinkona er að flytja með sitt fólk…

1 7 8 9 10 11 80