Ítölsk eggjakaka með klettasalati og nýrfinum Parmesan

Ítölsk eggjakaka með klettasalati og nýrifnum Parmesan 
Bökuð á pönnu sem má fara inn í ofn, stærðin á pönnunni er 26cm
  • Olía + smá smör 
  • 1/2 blaðlaukur smátt skorinn
  • 2 meðalstórar bökunarkartöflur, smátt skornar 
  • 1 krukka grilluð paprika (smá af olíunni líka eins og 2 msk)
  • 9 Brúnegg , léttþeytt
  • 1 dós sýrður rjómi 
  • 100 g rifinn ostur
  • Handfylli rifinn Parmesan ostur
  • Salt og pipar
Aðferð: 
  1. Hitið olíu og smjör á pönnu. (Athugið að það þarf að nota pönnu sem má fara inn í ofn)
  2. Látið laukinn malla í olíunni/smjörinu í smá stund eða þar til hann verður mjúkur í gegn. Bætið þá kartöflum og steikið í 1 – 2 mínútur, því næst bætið þið grilluðu paprikunum út á pönnuna. Blandið öllu vel saman og kryddið til með salti og pipar, steikið á pönnunni í 3 – 4 mínútur. 
  3. Á meðan létt pískið þið 0 egg og kryddið til með salti og pipar.
  4. Bætið rifnum osti saman við eggin og hellið eggjablöndunni út á pönnuna. 
  5. Steikið á lágum hita í 6 – 8  mínútur. 
  6. Setjið eggjakökuna inn í ofn við 180°C í 15 – 20 mínútur eða þar til eggjakakan er stíf í gegn og gullinbrún. 
  7. Berið eggjakökuna fram með klettasalati og stráið gjarnan rifnum Parmesan osti yfir. 
Ekki missa af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld klukkan 19:50 á Stöð 2. 
Njótið vel. 
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 
Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups. 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *