Sumarið er tíminn @evalaufeykjaran

Litla fallega frænka mín fékk nafnið Viktoría í júlí og að sjálfsögðu fékk hún bleika köku 

Kökur og ís í afmæliveislu Ingibjargar 

Kleinuhringir með bleiku vanillukremi, namminamm!

Vinkonur að spássera með börnin í blíðunni 
Við höfum eytt mörgum dögum á Akranesi í sumar, þar líður okkur einstaklega vel. Hér erum við mæðgur í Skarfavör sem er virkilega fallegur staður. 

Langisandur upp á sitt besta.

Þetta er búið að vera át- og hlaupasumarið miklar. Fer það ekki bara vel saman? Hér erum við Svavar sveitt og sæl eftir 10 km í Adidas hlaupinu sem var mjög skemmtilegt. 
Alltaf tími fyrir einn kokteil! Þetta er sumar í glasi. 

Við Fjöruborðið er dásamlegur veitingastaður.. humarinn er superb. 
Fína fólkið mitt. 

Agla vinkona er að flytja með sitt fólk til DK í dag en hún er að fara í meistaranám. Mikið á ég eftir að sakna hennar, við kvöddum hana á Snaps um daginn. 

Það er ástæða fyrir öllu þessu áti í sumar…hmm sko ég hef verið að prófa uppskriftir fyrir nýju seríuna af Matargleði Evu sem er á dagskrá á Stöð 2 í lok ágúst. 

Svamlað með túristum í Seljavallalaug um versló. 
Instagram er án efa mitt eftirlætis app í símanum, ég tek nóg af myndum og deili þeim vilt og galið. Mér finnst sjálfri svo gaman að skoða þær aftur og aftur, minningar. 
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *