Archives

Ég vildi að…

Ég nenni alveg bolludegi, en ég nenni ekki þessu veðri. Mig langar að eignast þennan dásamlega kjól, og mig langar að það sé gott veður og mig langar í nokkra góða kokteila með yndislega vinahópnum. Ég hlakka semsé ansi mikið til þess að það komi sumar. Er hann ekki dásemd? ALICE + OLIVIA kjóll.

Sunnudagur til sælu.

Ég elska á helgum að dúllerast í morgunsárið og borða eitthvað gott. Þá þarf maður ekki að vera að drífa sig eins og á virkum dögum. (ok, kannski þyrfti ég ekki alltaf að drífa mig svona mikið á virkum dögum ef ég myndi ekki snúsa) Ég er mjög hrifin af eggjahrærum. Ég á eina uppáhalds sem ég lagaði mér í morgun… Ok. Ég viðurkenni það að þetta lítur ekkert stórkostlega út, en þetta smakkast guðdómlega. Smá olía á pönnu Steiki síðan 3x sveppi, 6x kirsjuberjatómata 1/2 sellerí stilk, svolítið vel af spínati, svo bæti ég við 2x eggjahvítum. 🙂 Svo pínu salat undir, eggjahræran yfir og pínu fetaost 🙂 Helgarmorgunmatur er ansi ljúfur á þessu heimili.

Morgunmatur.

Ég hef alla tíð verið ansi löt við það að borða morgunmat. Ég er bara aldrei svöng þegar að ég vakna – gríp kannski drykkjarjógúrt eða banana og borða í fyrstu pásunni í skólanum. En þetta er árið sem ég ætla að alltaf að borða morgunmat. Og árið hefur byrjað vel. Enda líka bara mánuður búinn, en það er annað mál. Mér finnst best að fá mér hafragraut á virkum dögum og ristað brauð um helgar. (ekki spurja mig afhverju að ég hef komið upp því systemi.) Svo gerir það manni bara gott að fá sér morgunmat – maður vaknar almennilega og ég finn allavegana á mér að ég verð mun orkumeiri. Uppáhalds hafragrauturinn um þessar mundir er með bláberjum og 1/2 tsk af kanil….

Að slá um sig…

.. Lúxusvarningur. Ég reyni að vera sparsöm, eða þið vitið. Ég kaupi mér ekki allt sem að mig langar í – en vitaskuld leyfi ég mér stundum pínu lúxus.. Það sem ég kalla lúxus er það sem ég kaupi mjög sjaldan og held mest upp á. Góð sjampó, baðsölt, fínar handsápur, góð krem, skrúbb osfv. Lúxus: Fara í heitt bubblubað með söltum og olíum. (Auðvitað með andlitsmaska) og sherríglas. (djók) Hljómar bara vel. Eftir bað: Trilljón krem, góð lykt af hári og silkimjúkt eftir lúxusshampóin. Rúsínan í pylsuendanum – fara í bestu náttfötin sín og upp í rúm, (í nýjum rúmfötum, sem hafa fengið að hanga úti og eru með svona góða hreina lykt) Svo skemmir það ekki að hafa verið búin að kveikja upp…

Heimilispælingar.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Ég finn það á mér að þetta verði bloggárið mikla… Ég var á ansi miklu búðarrápi yfir hátíðarnar eins og flest ykkar býst ég við, á þessum tíma eru allir svo ligeglad og nenna með manni í búðir alla daga. Mikið gaman , mikið stuð. En í miðju búðarrápinu þegar að ég átti að vera að klára síðustu pakkana – þá fór ég í ímyndunarleik við sjálfan mig. „Þegar að ég verðstór þá ætla ég að safna þessu stelli.. og á mínu heimili ætla ég að hafa svona borð og stóla“. Svo var það í einni búð að mamma var að sýna mér hennar stell, vegna þess að mínu mati er það fallegasta stellið af þeim öllum….

1 76 77 78 79 80