Archives

Ég vil sólskin!

….Ég er ekki að meta þetta veður. Snjór, snjór, snjór. Nú er að koma apríl og ég vil sjá vorið koma í mitt fang. Nenni ekki dúnúlpu, köldum táslum og köldum nebba lengur. Og hálku! Onii. En, maður reynir nú að gera gott úr þessu veðri. Semsé, að gera gott úr veðrinu þá meina ég að ég kveiki á kertum eins og alltaf þegar að ég er að læra.. og hlusta svo á vindinn kvína fyrir utan. Þá hugsa ég hvað ég hef það nú gott að vera inni. Væri nú ekki verra ef ég ætti í heitt kakó – en ég nenni ómögulega út í búð þannig, ég verð að eiga það inni. Lærdómsferskleikinn að fara með mig… ég get ekki hætt að smæla…

Hressir, bætir og kætir!

Marsmánuður , það var ekki rottumars hjá mér heldur heilsumars. Ég er semsé búin að vera í aðhaldi, ooo þetta er svo leiðinlegt orð. En allavega þetta er þolraun ein fyrir nautnasegg eins og mig, ég er samt bara að væla afþví ég hef ekki verið í neinu stórkostlegu átaki – setti mig aldeilis í nammibann á sunnudaginn. Þannig ég er á þriðja degi að væla í ykkur. En ég skal halda mér við gulrót og hrökkbrauð í staðinn fyrir bragðaref næstu vikuna allavega, það hvetur mig dulítið áfram að sleppa namminu þegar að ég þarf að vera hálf berró fyrir fram sérdeilis margt fólk í næstu viku. Vúhú. 🙂 En ég er búin að vera í semí heilsuátaki síðan í ágúst. Þá setti ég…

Andlitsmaskar

  Ég fann skemmtilega síðu með ýmsum uppskriftum fyrir húðina. hér koma nokkrar sem ég ætla að prufa. Náttúrlega snilld að bjóða vinkonum heim til sín og dúllerast í þessu, jafnvel svo gott að maður láti Elvis á fóninn á meðan. 🙂 Ódýrar lausnir og góðar lausnir.  Hér kemur uppskrift af einum maska fyrir feita húð: – 1x eggjahvíta – pískra þar til hún verður stíf – 5-10 dropar af ferskri sítrónu Blanda þessu vel saman – koma sér vel fyrir og smyrja vel á andlitið og láta liggja í korter. Til þess að sjá góðan árangur er gott að brúka maskann 2-3 í viku. Maski fyrir húð með mikið af bólum: – Eitt egg – Tvær matskeiðar af hreinu jógúrti – Smá mjólk Þessu…

Helgin

Mánudagur til mæðu – hvað er það við mánudaga sem að gera þá svolítið leiðinlega??. En ný vika – nóg að gera. Prófin að hefjast í næsta mánuði – þannig nú er það lestur, lestur, lestur. Er búin að fá mér indælis kaffi og kveikja á nokkrum vanillu kertum. Þannig ég er meira en tilbúin fyrir lestrarplan dagsins. 🙂 Helgin var ansi ljúf. Á föstudaginn þá fór ég með mínum manni á árshátíð HR. Við gistum á Grand Hótel og var það ósköp fínt. Stöðin til að spasla upp á sig. Haddi er með þrjá hluti – en ég trilljón. Það væri nú ekki amarlegt að henda sér í jakkafötin og jella á sér hárið og skunda síðan út 🙂 Nei okay, það væri leiðinlegt….

Fish – Tacos

Fish – Tacos. Ég er náttúrlega facebook – stalker og sá um daginn að frænka mín var að elda sér fiski-takkó. Ég var nú ansi forvitin hvernig það smakkaðist – því ég hef bara heyrt um svoleiðis takkó í amerískum kvikmyndum 🙂 En ég hermdi.. og útkoman var dásamleg. Ótrúlega ferskt og gott. Ég marineraði ýsuflak í olive olíu, lime, hvítlauk og ýmsum kryddum m.a. fersk basilika og fersk steinselja. Lét þetta marinerast í rúma klukkustund. Á meðan gerði ég dressinguna – Dass af létt AB – mjólk, safi úr 1/2 lime, fersk steinselja, hvítlaukur og svartur pipar. Mjög létt og holl dressing – þannig maður þarf ekkert að spara hana, en maður angar af hvítlauk. Svo skar ég niður allt það grænmeti sem ég…

1 75 76 77 78 79 80