Morgunmatur.

Ég hef alla tíð verið ansi löt við það að borða morgunmat. Ég er bara aldrei svöng þegar að ég vakna – gríp kannski drykkjarjógúrt eða banana og borða í fyrstu pásunni í skólanum.
En þetta er árið sem ég ætla að alltaf að borða morgunmat. Og árið hefur byrjað vel. Enda líka bara mánuður búinn, en það er annað mál.
Mér finnst best að fá mér hafragraut á virkum dögum og ristað brauð um helgar. (ekki spurja mig afhverju að ég hef komið upp því systemi.)
Svo gerir það manni bara gott að fá sér morgunmat – maður vaknar almennilega og ég finn allavegana á mér að ég verð mun orkumeiri.
Uppáhalds hafragrauturinn um þessar mundir er með bláberjum og 1/2 tsk af kanil. Mmm.. og svo pínku mjólk. Hver er ykkar uppáhalds? Endilega lumið að mér góðum hugmyndum. 🙂
Morgunrútínan: Hafragrautur, trópítríó og svart kaffi. Mmmm. Á meðan vafra ég yfir heimasíðurnar sem ég skoða daglega.

oooog líka http://www.gossip.is/ 🙂 það má!

Hafragrautur með bláberjum og kanil. Þetta lostæti fékk ég mér í morgun við fyrsta hanagal.

Endilega deildu með vinum :)

3 comments

 • Hafragrautur með kanilsykri og eplum er yndislegt!
  Og svo er alltaf gott að setja jarðaber líka út á 🙂

 • 1 dl haframjöl
  1 dl kalt vatn
  hálf flaska af froosh með jarðarberja og banana
  það er mitt uppáhald núna =)
  Svo finnst mér líka rosa gott hafri með rúsinum 🙂

  Kveðja
  íbbi stuð

 • hafragrautur er að verða einn af mínum uppáhaldsmorgunmatur! En eins og við erum skyldar, þá finnst mér hafragrautur með engu ekki vera nóg. En eins og sagt er: Morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins! 😉

  Þar sem Japan virðist ekki vera komin á það stig að borða hafragraut á morgnana, þá fæ ég bara mjööööög lítinn skammt af því (er VIIIIIRKILEGA farin að sakna Havregryn 🙁 ). Þannig að það sem ég geri að er dömpa alveg FULLT af ávöxtum og hnetum í skálina ásamt hafragrautnum!

  eins og t.d:

  1/3 dl haframjöl (jább, þetta er ÞAÐ LÍTIÐ af hafragraut í einum pakka og ég vil ekki vera OF gráðug og setja tvo í skál! XD )
  1/2 dl heitt vatn
  5-10x jarðarber
  1x banani
  1x kiwi
  lúka af frosnum bláberjum (af því að fersk bláber eru FOKKING DÝR hérna í Japan)
  skvetta af hunangi (af því að það er ekki til agave sýróp eða Stevia hérna :'( )
  og MASSAMIKIÐ AF KANIL!

  Best í heimi! 😀

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *