Hressir, bætir og kætir!

Marsmánuður , það var ekki rottumars hjá mér heldur heilsumars. Ég er semsé búin að vera í aðhaldi, ooo þetta er svo leiðinlegt orð. En allavega þetta er þolraun ein fyrir nautnasegg eins og mig, ég er samt bara að væla afþví ég hef ekki verið í neinu stórkostlegu átaki – setti mig aldeilis í nammibann á sunnudaginn. Þannig ég er á þriðja degi að væla í ykkur. En ég skal halda mér við gulrót og hrökkbrauð í staðinn fyrir bragðaref næstu vikuna allavega, það hvetur mig dulítið áfram að sleppa namminu þegar að ég þarf að vera hálf berró fyrir fram sérdeilis margt fólk í næstu viku. Vúhú. 🙂

En ég er búin að vera í semí heilsuátaki síðan í ágúst. Þá setti ég mér markmið um að komast í betra form – og hægt og rólega þá hefur það gengið ágætlega. Ég er allavega sátt og sæl í dag með eigin líkama, eitthvað sem ég er búin að vera að vesenast með alltaf. En í ágúst þá skráði ég mig í þol og þrek tíma hjá Dagrúnu, en svo ætlar hún að fara að eiga beibí þannig núna er ég í spinning, sem er líka mjög skemmtilegt. 😉

Ég var ansi oft búin að hugsa hvað það væri nú dýrt að fara í svona tíma, að ég gæti nú bara farið sjálf í ræktina eða út að hlaupa, jarí jarí jarí. En nautnaseggurinn gerði ansi lítið, tók einn og einn dag í heilsuátaki með undirskriftinni Nýtt líf! en það gekk í smá tíma, ég missti pund, svo slakknaði átakið og ég fékk þau tilbaka…

Galdurinn við það að koma sér í betra form að mínu mati er að skrá sig í einhverja tíma, þol og þrek, zúmba, spinning osfv. það er nóg um að velja! En galdurinn er þessi, maður er búin að borga fyrir tímann og maður er tilneyddur til þess að vera í eina klst að hamast. Gott er að vera með vinkonum sínum í tímum því það gerir tímana mun skemmtilegri, þá er líka svo gott að fá smá pepp ef maður er illa upplagður í gymmið..

En auðvitað er fólk misjafnt, margir hverjir búa yfir góðri sjálfstjórn, fara samviskusamlega að hreyfa sig en ég bý ekki svo vel að mér. Þannig ég þarf eiginlega að fara 2-3x sinnum í viku í tíma sem ég er búin að skrá mig í. Þá líka veit ég að ég fer pottó þessa daga að hreyfa mig og get því leyft mér að hafa það næs og huggó hina dagana. Manni líður mun betur líkamlega og andlega séð að hafa hreyfa sig.

Hver þekkir ekki viðbjóðis-tilfinninguna þegar að maður er látin spretta í lok tímans upp tröppur eða látin taka massífa dauðagöngu. Og hver þekkir ekki unaðis-tilfinninguna þegar að maður kemur út úr tímanum eða er búin í ræktinni?? Þetta er vont í smá stund svo er allt bú! Þá verður allt gott.

Svo er líka ansi gott við heilsuátak að maður fer að pæla í því hvað maður setur ofaní sig, ég hef t.d. reynt að gera ýmsa rétti hollari og fyrir vikið verða þeir mun bragðmeiri. Svo kann ég líka betur og betur að meta nammidagana… sem eru að vísu næstum því á degi hverjum, en en en svo lengi sem ég hreyfi mig, borða fjölbreytta fæðu þá leyfi ég mér nú margt gotterí. Því þá líður mér vel – og manni á að líða vel 🙂

Ég er engin heilsugúrú og veit ekkert afhverju ég ákvað að blogga um þetta en ég gerði það nú samt. 🙂

Kv. Nautnaseggur í nammibanni.

Endilega deildu með vinum :)

3 comments

  • þó svo að þú hafir nú alltaf verið drop dead þá sést það langar leiðir að þú hafir verið í sérlegu heilsuátaki, eins og segir í auglýsingunni: "Það sést hverjir drekka egils kristal" þá sést það vel á fólki hverjir eru að borða hollt og hreyfa sig, og þá er ég ekki að tala um að fólk fari að grennast heldur fær það svo hraustlegt útlit, og þú mín kæra hreinlega glóir þessa dagana! Maður fær ofbirtu í augun við það að mæta þér =)
    Þú rokkar
    kveðja Aldís

  • Jesús minn hvað ég er sammála þér með ræktina! Ég hef aldrei getað farið sjálf 3 í viku (eða 3 í mánuði hehem) eins og ekkert sé, engin slík sjálfstjórn til staðar 😉 En dugleg ertu og árangurinn eftir því :*

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *