Andlitsmaskar

  Ég fann skemmtilega síðu með ýmsum uppskriftum fyrir húðina. hér koma nokkrar sem ég ætla að prufa. Náttúrlega snilld að bjóða vinkonum heim til sín og dúllerast í þessu, jafnvel svo gott að maður láti Elvis á fóninn á meðan. 🙂

Ódýrar lausnir og góðar lausnir. 

Hér kemur uppskrift af einum maska fyrir feita húð:
– 1x eggjahvíta – pískra þar til hún verður stíf
– 5-10 dropar af ferskri sítrónu

Blanda þessu vel saman – koma sér vel fyrir og smyrja vel á andlitið og láta liggja í korter. Til þess að sjá góðan árangur er gott að brúka maskann 2-3 í viku.

Maski fyrir húð með mikið af bólum:

– Eitt egg
– Tvær matskeiðar af hreinu jógúrti
– Smá mjólk

Þessu eru blandað saman þar til þetta verður orðið að sæmilegu gúmmilaði. Smyrjuð maskanum vel á andlit og hálsinn og látið liggja á í 20 mín, skolað vel af.

Maski til þess að fá mjúka húð:

– Eitt þroskað avokado
– Ein matskeið af hunangi
– Ef þú vilt hafa þetta enn betra þá er gott að setja eins og tvær matskeiðar af hreinu jógúrti.

Hafðu þetta á í korter og skolaðu síðan af.

Skrúbb fyrir líkamann:

Eitt glas af sjávarsalti
– Dass af Olive Olíu
– Dass af t.d. lavender olíueða jasmín – til þess að fá góða lykt. Má sleppa.

Notið skrúbbin í sturtunni og skolið vel af 🙂

Súkkulaðimaskinn:

– Þrjár matskeiðar af kakó-dufti
– Tvær matskeiðar af hreinu jógúrti
– Tvær matskeiðar af hunangi
– Ein matskeið af höfrum

Allt þetta er blandað saman þar til þetta verður að þykkum maska. Látið þetta á bæði andlit og háls og látið standa í 20 mín, þvoið síðan vel af með heitu vatni.

Eitt í lokin fyrir hárið:

– Látið Olive olíu í þurrt hárið t.d. áður en þið ætlið í sturtu. Smyrjið vel af olíunni í hárið, hárið á alveg að vera semí blautt. Látið standa í allavegana klukkutíma, farið svo í sturtuna og þvoið af með ykkar sjampói:)

Ódýrar og einfaldar lausnir…. sakar ekki að prufa 🙂

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *