Archives

Ég er svo sybbin stelpa að hálfa væri hellingur, en nenni samt ómögulega að fara í háttinn svona snemma. Í morgun fór ég í Fam-flugið mitt til Mílanó. Mjög skemmtilegt crew, vinnutíminn var langur og dulítið strembinn. Sérlega vegna þess að ég náði ekki nema tveggja tíma svefni. Stundum verð ég of spennt og þá get ég ekki sofnað, þá fer ég ósjálfrátt að hugsa hvað ég geti sofið lítið … og er alltaf á klukkunni. Þið kannist eflaust við þetta. 🙂 En alvaran tekur þá við á morgun! Þá verð ég ekki auka og ekki í þjálfun. Ég er spennt – ferðinni er heitið til Oslo svo það verður sérdeilis fínt. Sumir dulítið uppstrílaðir klukkan hálf fimm í morgun

Morgunstund gefur gull í mund Það skiptir ótrúlega miklu máli hvernig við förum af stað á morgnana, það segir nánast alveg til um dagsformið hjá okkur. Ég elska morgna þegar að ég þarf ekki að borða,klæða, sjæna mig í hvelli. Þá verð ég hrikalega stressuð og tek stressið með mér út í daginn. Að vakna of seint.. er það leiðinlegasta sem kemur fyrir mig. Dagurinn verður öfugsnúinn, sérlega ef maður sefur yfir sig í vinnu, tíma osfv. Hræðilega pirrandi. Ég ELSKA dúllu morgna, þegar að ég get borðað hafragrautinn minn í ró og næði, lesið blöðin, drukkið góðan safa og gott kaffi og dúllerast fram eftir öllu. Ég fékk fyrstu flugskrána í gær fyrir júnímánuð. Fer m.a. til New York og Seattle. Gisti þar og…

A lövlí day

Ég fór með Öglu Sigríði yndislegu vinkonu minni á Súfistan í gær, fengum okkur gott að borða, drukkum gott kaffi, skoðuðum slúðurblöð og áttum ansi ljúfa stund saman. Capp! Beautiful Beygla, hummus, salat og huggulegheit. Vandræðileg stúlka Enn vandræðalegri stúlka Statement dagsins Þegar að ég kom heim beið mín þessi fallegi maður, ég er svo heppin að eiga hann.  

Breytt hugarfar er það sem dugir.

Ég er í hlaup-átaki.  Mig langar agalega til þess að hlaupa mér til skemmtunar, jafnvel ef vel gengur að taka þátt í maraþoni einn góðan veðurdag. Þannig ég er að safna kílómetrum á hverjum degi, þegar að ég segi hverjum degi þá meina ég á hverjum degi frá því á mánudaginn. Þannig ég er nýbyrjuð í þessu átaki. Það er svo gott að hlaupa – með góða músík er allt hægt. Að vísu kann ég betur að meta hlaupin þegar að þau eru búin, ekki aaalveg á meðan á þeim stendur. Stundum er ég löt – stundum ekki. En allt er gott eftir á :o) Ég var að grúska í gömlum myndum og fann þá mynd af mér síðan 2009. Ég er kjáni og bar…

Heimalagaður andlitsmaski sem kostar eina tölu. Ég prufaði þessa uppskrift og mér finnst maskinn virka vel á mína húð, ég á líka voða fínan andlitsmaska sem kostaði grilljón og hann er alls ekkert betri. Þannig maður getur verið voða fínn með því sem maður á í ísskápnum. :o) Ég þarf meiri raka í mína húð og því fann ég uppskrift sem að passar fyrir það. Semsé.. – 1/2 Avókadó – 2 Matskeiðar af hunangi – Haframjöl, ég setti ca. eina lúku Þessu blandað vel saman. Voila! Þetta er snilld, því þetta tekur í burtu dauðar húðfrumur og gefur húðinni aukin raka. Áður en að maskinn er settur á þá er gott að skola andlitið í volgu vatni og svo er maskinn látinn standa á í…

1 70 71 72 73 74 80