Ég er svo sybbin stelpa að hálfa væri hellingur, en nenni samt ómögulega að fara í háttinn svona snemma. Í morgun fór ég í Fam-flugið mitt til Mílanó. Mjög skemmtilegt crew, vinnutíminn var langur og dulítið strembinn. Sérlega vegna þess að ég náði ekki nema tveggja tíma svefni. Stundum verð ég of spennt og þá get ég ekki sofnað, þá fer ég ósjálfrátt að hugsa hvað ég geti sofið lítið … og er alltaf á klukkunni. Þið kannist eflaust við þetta. 🙂 En alvaran tekur þá við á morgun! Þá verð ég ekki auka og ekki í þjálfun. Ég er spennt – ferðinni er heitið til Oslo svo það verður sérdeilis fínt.

Sumir dulítið uppstrílaðir klukkan hálf fimm í morgun

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *