Archives

Fiskibollur og AB mjólk

Fiskibollur. Mér finnst þær ansi góðar, að vísu gerir enginn betri bollur en amma Stína .Mmm, þær eru dásamlegar.  Í kvöld var fiskibollukvöld. Haddinn minn borðar þær og það gleður mig mjög svo mikið þegar að hann borðar matinn minn. Pínu matvandur greyið. Erfitt fyrir sælkerann að skilja fólk sem er matvont, en en það gleður mig þegar að hann borðar það sem ég býð upp á. :o) En ég hafði nóg af fersku grænmeti með til þess að fá smá orku í líkamann, finn á mér eins og undarleg pest sé að læðast að mér og þá er ekkert annað í stöðunni en að byrgja sig upp af grænmeti og vítamínum. Ég prufaði smá twist í kvöld.  Skar niður  brokkólí, agúrku og epli. Blandaði því…

Rjómaostasúkkulaðibitaoreo smákökur

Á laugardögum þá elska ég að dúlla mér aðeins í eldhúsinu. Í raun elska ég að dúlla mér í eldhúsinu alla daga , en sérlega á laugardögum. Þá hef ég meiri tíma og þá baka ég oftast eitthvað sem ég er búin að þrá alla vikuna að smakka.. Ég elska Oreo kex, ég elska smákökur og ég elska að hafa rjómaost í smákökur svo ég bakaði rjómaostasúkkulaðioreo smákökur.  Uppskrift: 110 g smjör, við stofuhita  100 g rjómaostur (Philadelphia)  225 g sykur 180 g hveiti 100 g súkkulaðidropar 1 tsk. vanilla extract eða vanillusykur 1 pakki Oreo kex Smjör og rjómaostur blandað saman þar til að það er orðið vel fluffy, tekur um 8 mín. Sykrinum er síðan blandað saman við í 3 mín og því…

Haustið er svo sannarlega komið og kuldinn fylgir líka með. Haustið ber með sér mikla fegurð, litirnir í kringum okkur eru stórkostlegir. Ég ætla að taka myndir um helgina af fallega Skaganum í haustlitum..  Mikið um lærdóm. Próf á mánudaginn og hnúturinn í maganum vex, en en en. Ég skil meira í dag heldur en í gær svo vonandi kemur þetta hægt og bítandi. Dagarnir eru langir og mikill lærdómur. En tíminn er fljótur að líða og áður en ég veit af verð ég komin í jólakjólinn. En þegar að dagarnir eru langir og strangir þá er nauðsyn að brjóta þá svolítið upp, í gærkvöldi fór ég með yndislegri vinkonu á sushitrain og áttum við góða stund saman. Gott spjall og gott sushi, ég segi…

Súkkulaðiappelsínuostasmákökur með hvítu súkkulaði

 Ég trúi ekki á „one moment one the lips forever on your hips„.  Því maður getur vel tekið sér göngutúr eftir góðar kökur og maður man alltaf eftir góða bragðinu ef vel tekst. Því er nauðsyn fyrir allar sálir að sykra sig upp af og til.  Í kvöld ákvað ég að prufa smákökur sem ég hef verið að hugsa um frá því að ég sá uppskrift af þeim, þær lukkuðust býsna vel og mæli ég hiklaust með því að þið spreytið ykkur.  Ég elska að mynda matinn minn, ferlið frá smjörbitanum yfir í fallegar kökur er svo fallegt. Uppskrift: 110 gr. Smjör (mjúkt) 100 gr. Rjómaostur (ég notaði philadelphia) 225 gr. Sykur 1tsk. Vanilludropar eða sykur.  180 gr. Hveiti 100 gr. Súkkulaðibitar 100 gr. Haframjöl…

Grænmetis Quiche

 Ég er ansi mikið fyrir Quiche. Grunndeig fyrir Quiche. 150 g Kalt smjör 250 g Hveiti 1/2 tsk Salt 1 stk Eggjarauða  4 msk Vatn Skerið kalt smjörið niður í litla bita og hnoðið það saman við hveitið. Saltið síðan og vinnið deigið vel saman, bætið eggjarauðu og vatni saman við og gætið þess að vinna deigið ekki of mikið. Látið bökunardeig standa í kæli í minnsta kosti 30 mín áður en það er flatt út. Fletjið deigið þunnt út og setjið í form, gatið hér og þar með gaffli. Setjið smjörpappír yfir deigið  í forminu og fyllið upp með hrísgrjónum eða baunum til að botninn formist vel. Bakið botninn við 220°C eða þangað til hann hefur fengið smá lit. Innihald. (Nú er hægt að…

 Sunnudagur til sælu í orðsins fyllstu. Dagurinn átti að fara í lærdóm og bara lærdóm, en svo tók sunnudagsdúllerí yfir. Kláraði þó lærdóms skammt helgarinnar þannig samviskan er í góðu.  Helgin er ansi fljót að líða og á morgun hefst ný vika með nýjum verkefnum. Október gengin í garð og því styttist í próf og verkefnaskil, þessi mánuður verður strembin. Styttist líka í jólin sem er yndislegt.  Ég elska blóm, mér þykir svo vænt um það þegar að ég fæ blóm. Litlir hlutir skipta miklu máli.. Nú ætla ég að rölta yfir til ömmu í kvöldkaffi.. það jafnast ekkert á við gott kaffi og ömmuspjall. Vonandi áttuð þig ljúfa helgi.  xxx  

Stefán Jóhann Sigurðsson afmælisdrengur

Yndislegi vinur minn hann Stefán Jóhann. Hann er ljúfmenni og frábær söngvari.  Nú sit ég hér í leti lífsins, ennþá í náttfötum með kaffibolla og skólabækurnar fyrir framan mig og hlusta á lögin hans Stefáns á Youtube.  Stefán hressir , kætir og bætir. Gott að eiga góðan vin Enn og aftur, til hamingju með daginn þinn Stefán!  xxx

Morgunmúffur

 Morgunmúffur. Hafið þið ekki lent í því að koma heim úr skóla eða vinnu og það er bara ekki neitt til í ísskápnum og þið eruð mjög svöng? Nennið alls ekki aftur út til þess að fara í búðina. Ég lenti í því í gær, svanga stóra barnið kom  heim úr skólanum og ekkert til. Þannig ég ákvað að setja í múffu-bollur. Átti lítil til í bollurnar en ég átti þó eitthvað. 125 g. Grófmalað spelt 1 x Þroskaður banani 1 x Bolli speltmúslí með þurrkuðum ávöxtum 1/2 Bolli fimmkorna blanda 1 msk.Hunang 1/4 tsk. matarsódi 1/4 tsk. Salt 1/4 tsk.Lyftiduft Byrjaði á því að stappa banana vel, bætti síðan speltmjölinu og blandaði þessu vel saman. Bætti alltaf smá vatni saman við, alls ekki mikið…

Vinkonur og súkkulaðihjúpaðir ávextir.

 Endurnærð. Það er fátt skemmtilegra en að hitta vinkonur á góðu kvöldi eða á góðum degi. Dagurinn byrjaði fremur illa, svaf yfir mig og tuðaði út í eitt. En en , borðaði síðan lunch með góðri vinkonu og átti yndislega stund með annarri vinkonu minni í dag.Ooog svo í kvöld hittist kökuklúbburinn, vinkonuhópurinn er semsé orðinn að kökuklúbbi. Hittumst reglulega og borðum saman kökur, spjöllum, hlæjum og höfum gaman. Nauðsyn fyrir sálina, skemmir svo aldeilis ekki fyrir þegar að vinkonur mínar eru búnar að eignast lítil kríli. Lítið kríli á öxl, kaka á disknum og vinkonur að hlæja. Ímyndið ykkur dásemdina! Nú ætla ég að lesa smá og fara síðan í háttinn – ljúfur dagur að baki.   Ég útbjó þetta fyrir kökuklúbbinn, ætluðum að hafa…

1 61 62 63 64 65 80