Archives

Kaffikerling

Ég er mikil kaffikerling og finnst fátt um betra en að drekka gott kaffi, sérlega í morgunsárið og í góðum félagsskap. Það gildir það sama um kaffið og matinn – sameiningartákn. Að mínu mati, að hitta góða vini yfir kaffibolla er yndislegt. Ég fékk svo frábæra sendingu frá mömmu í gær, rauða kaffivél. Kaffivél sem ég get dúllast í, ég drekk bara kaffi hér á heimilinu og því er leiðinlegt að hella upp á heila könnu bara fyrir mig. En núna get ég dúllað mér með einn og einn bolla, ég og nýja vinkonan mín erum að vinna í því að laga hágæða cappucino bolla.. erum nálægt því. Ó svo mikill rómans hér á Vesturgötunni í morgunsárið. Ég og kaffið, ég og kaffið. Njótið dagsins…

24.10.11

Mánudagur enn á ný. Fallegt veður og góð vika að hefjast, mamman mín kemur heim í vikunni og það verður ó svo gott að komast í mömmuknús. Það jafnast ekkert á við það.  Ég útbjó í gær mér til gamans like- síðu á facebook fyrir bloggið. Gaman að sjá hverjir fylgjast með blogginu og takk innilega fyrir að nenna að koma hingað og lesa. https://www.facebook.com/pages/evalaufeykjarancom/290343130980942 hér er slóðin ef þið viljið smella einu like eða svo. 🙂   Ég fæ oft svo mörg falleg skilaboð og það er gaman að það séu einhverjir sem hafa gaman af þessu. Allavega finnst mér þetta ótrúlega skemmtilegt.  Á mánudögum þá þráir líkaminn eitthvað ferskt og gott eftir helgarsukkerí. Mér finnst mjög gott að fá mér hrökkbrauð í hádeginu og eiginlega bara…

Ég elska kökur og ég elska að baka þær. Þetta er gott ástarsamband.  Laugardagsnammið, frönsk súkkulaðikaka. Uppskrift er að finna hér til hliðar í „bakstursást“.  Fæ yndislegar vinkonur í mat, vinkonur sem ég hitti alltof sjaldan og því hlakka ég ansi mikið til.  xxx

Helgin er gengin í garð. Mér finnst alltaf vera föstudagur – vísbending um að tíminn sé ansi fljótur að líða. Tók smá kvíðkast í dag, ekkert agalega mikið eftir af skólanum og það styttist óðum í blessuð prófin.  Ég er komin í náttfötin mín, reyndar er ég löngu komin í þau.. hér var pöntuð pítsa og haft það kósí fyrir framan sjónvarpið. Huggulegur föstudagur.  Bakstur, lærdómur, dúlluheit með litlu strákunum mínum, göngutúrar, kaffiboð og matarboð með góðum vinkonum. Svona lítur dagskrá helgarinnar út, lövlí. Ég hef gert það að vana mínum undanfarið að kaupa rósir á föstudögum, fallegt að eiga fín blóm um helgar. Gefa heimilinu fallegan lit.. Njótið helgarinnar elskur xxx

Fiskrétturinn hennar mömmu

Þennan bragðmikla, litríka og ljúffenga fiskrétt gerði mamma mjög oft þegar ég var yngri. Við systkinin nutum þess virkilega að borða hann og það var hart barist um síðasta bitann. Þetta var vinsæll réttur sem allir kunna að meta.  Fiskrétturinn hennar mömmu  1 msk ólífuolía  800 g fiskur t.d. ýsa eða þorskur 1 grænt epli 1 rauðlaukur 1 rauð paprika 1 græn paprika  4 gulrætur 1/2 spergilskálshöfuð 150 g rjómaostur 1 – 2 msk karríduft 100 g rifinn ostur  salt og nýmalaður pipa, magn eftir smekk  Aðferð: Hitið olíu á pönnu við vægan hita, skerið grænmetið smátt og steikið í 2 – 3 mínútur. Bætið rjómaostinum við og kryddið með karrí, salti og pipar. Blandið öllu vel saman og leyfið þessu að malla við vægan…

Að hlakka til

Í hverri viku þá reyni ég að skipuleggja eitt kvöld með manni mínum til þess að gera eitthvað skemmtilegt. Brjóta aðeins upp hversdagsleikann.. Ég er þannig að ég verð að hlakka til einhvers, annars verð ég ómöguleg.  Að setja upp á sig spari andlitið og gleyma lærdómnum í bili… Í gær fórum við Haddi ásamt vinafólki okkar út að borða og á tónleika. Yndislegir  styrktar-og minningartónleika sem við fórum á. Hver tónlistarsnillingurinn á fætur öðrum. Algjörlega frábært.  xxx Spasslið..   Uppáhaldið mitt þessa dagana. Mythic olía, hentar ótrúlega vel handa þeim sem eru með þurrt hár. Lyktar líka vel sem er plús! Gefur hárinu gott líf… Nauðsyn. Að smella sér í betri skóna,. xxx

Að gera vel við sig á þriðjudagskvöldi

 Ég veit fátt betra en nýbakaðar smákökur og ískalda mjólk, gerir líka lesturinn á kvöldin þeim mun skemmtilegri.  Hnetusmjör  + möndlur + súkkulaðibitakökur. Ég á eftir  að finna gott orð yfir þessa dásemd, þessar kökur voru ljúffengar og mæli ég hiklaust með því að þið prufið.. En hér kemur uppskriftin..  165 gr. Hveiti 1/2 tsk. Matarsódi 1/2 tsk. Salt  175 gr. Smjör við stofuhita  115 gr. Sykur 115 gr. Púðursykur 4 msk. Hnetusmjör (ég notaði gróft frá Sollu)  1. Egg  1. Tsk. Vanilludropar eða vanillusykur 150 gr. Súkkulaðidropar 50 gr. Hakkaðar möndlur Byrjuð á því að stilla ofninn á 190°   Næsta skref er að blanda saman smjörinu, sykrinum og hnetusmjörinu í um það bil fjórar mín. Eftir fjórar mín bætum við einu eggi saman við og…

Huggulegheit í bústað

Helgin var draumur í dós. Fór í bústað ásamt vinum mínum og við höfðum það virkilega huggulegt.   Ég er heppin að eiga svona yndislega vini 🙂    Spenntir vinir fyrir bröns.   Hreinn unaður þessi bröns.   Rúntur í sveitinni endaði í myndatökum. Fyrsta kríli bíóklúbbsins 20 vikna. Við erum mjög spennt.   Lærdómur  Kaffitími fyrir skólabörnin  Mmm eplakaka.   Sesar salat. 

B-in þrjú og Eva

Matarboð með góðum vinum er eitt af því yndislegasta sem ég veit um.  Í gærkvöldi bauð ég bestu vinum mínum í mat. Við hittumst sjaldan öll saman og þegar að það gerist þá er ansi gaman hjá okkur. Við höfum verið góðir vinir frá því að við vorum lítil, og þó höfum líka verið óvinir í gamla daga og það sanna dagbækur Dísu. En þó svo að við hittumst sjaldan þá erum við alltaf jafn góðir vinir, þannig er besti vinskapurinn. Mér þykir svakalega vænt um þau. Búið að dekka borðið og fínar rósir fá að njóta sín Eyjan komin í betri skó, gestirnir alveg að fara að koma. Hvítlauksbrauðin að búa sig undir ferð í ofninn.. Maturinn kominn úr ofninum, lasagne. Frönsk súkkulaðikaka í…

Kósíheit á miðvikudegi

Hundleiðinlegt veður úti, kalt, rigning og rok. Frá því að ég vaknaði þá hefur mig langað að skríða upp í sófa og það var það nákvæmlega sem ég gerði eftir að ég kom heim úr skólanum. Inn í sólstofu, að dúlla mér við að lesa matreiðslublöð við kertaljós. Ooog með gott kaffi auðvitað! Fæ til mín góða gesti í mat annað kvöld og er því að vinna í því að ákveða hvað ég ætla að gefa þeim að borða. Huggulegheit svona áður en lærdómurinn hefst þetta kvöldið. Mæli með því að þið hoppið aðeins upp í sófa, kveikið á kerti og lesið bók/blöð eða bara eitthvað sem ykkur langar og hlustið á veðrið.. ég er að segja ykkur að það er fátt jafn kósí. Ég ætla…

1 60 61 62 63 64 80