Archives

Ostafylltar tartalettur.

Síðasti skóladagurinn í dag fyrir próf. Önnin á enda, mikil ósköp sem  tíminn ætlar að fljúga áfram. Ég sé 16. des í hyllingum, mikið verður gott og gaman að komast í jólafrí. Kakó og kökur í hvert mál, huggulegheit með fjölskyldu og vinum. En þangað til verður lesið og kannski borðað nokkra kökubita með lestrinum.. Hvur veit.  Í gær kom vinahópurinn til mín í kökuklúbb, ég bauð m.a. upp á ostafylltar tartalettur.  Mmm, ég er tartalettu fíkill og með allskyns ostum eru þær dásemd. Einfalt og sérlega fljótlegt 🙂  1x Hvítlauksostur 1xPiparostur 1xCamenbert 1/2 Líter Matreiðslurjómi Osturinn er skorinn smátt, settur í pott saman með rjómanum. Látið malla við vægan hita í nokkrar mínútur, þar til osturinn er alveg bráðnaður. Gott að hræra rólega í…

Það kom umfjöllun um bloggið í Nýju lífi sem kom út í dag. Sérlega gaman að fá svona fína umfjöllun og þúsund þakkir enn og aftur kæru lesendur fyrir að nenna að koma hingað inn á síðuna. Mikið sem það gleður mig!  Í kvöld ætla ég að eyða kvöldinu með Kökuklúbbnum, það verður ansi yndislegt. xxx

Mánudagsmorgun

Það er dimmt úti, rigning og mikill vindur. Hér sit ég við skrifborðið í náttklæðunum ennþá, með gott kaffi og kertaljós. Á svona augnablikum verður maður aðeins að staldra við, hversu kósí. Ég er endurnærð eftir sérlega góða helgi og nú hefst lærdómur fyrir prófin. Vonandi eigið þið góðan dag kæru lesendur. xxx

Rjómalagaður laugardagur.

Í gær var svo sannarlega rjómalagaður laugardagur. Ég fór í jólabrunch með vinkonum mínum á Nítjándu, þar borðaði ég yfir mig af ljúffengum kræsingum og hafði það notalegt í góðum félagsskap. Seinna um daginn fórum við Haddi út að borða með vinafólki okkar og svo að sjá uppistand með þeim Pétri Jóhanni og Þorsteini Guðmunds. Algjör snilld sú sýning. Svo lá leiðin upp á Skaga í pæjupartí og á ball með Páli Óskari. Jeremías hvað þetta var skemmtilegur dagur. Eins og ég sagði hér áður, rjómalagaður. xxx

Ritzkex hjúpaður Camenbert

Ég elska camenbert, ég elska ritxkex og ég elska góða sultu. Hví ekki að blanda þessu öllu saman í ljúffengan smárétt? Þessi réttur er að mínu mati gudómlega góður.  Ritzkex hjúpaður Camenbert 1/2 Pakki Ritzkex 2. Egg Ca. 100 gr. Hveiti 1. Camenbert ostur  1. Setjið kexkökrunar í blandarann í smá stund.       2. Svona eiga kökurnar að líta út  Þá byrjar föndrið.   Camenbert osturinn skorinn í litla bita  1. Ofan í eggjaskálina                                 2. Ofan í hveitiskálina  3. Síðast en ekki síst, ofan í Ritzkex skálina.   Þá er þetta tilbúið til þess að fara í ofninn. Inn í ofn við 180°C í 6 – 8   mínútur. (Misjafnt…

Grænmetissúpa á góðu föstudagskvöldi

Helgi enn á ný. Þessi helgi leggst svo yndislega vel í mig… að því leytinu til að ég eyði henni með góðu fólki og ljúffengum mat. Ójá, ég segi það satt. JólaBrunch í turninum á morgun með fögrum píum. Seinna um daginn fer ég  út að borða og í  leikhús með fallega manninum mínum og vinafólki okkar. Þetta gæti nú ekki verið betra.. Ég hugsa ekki um neitt annað en jólapurusteik, þess vegna verð ég að hlaupa einn extra sprett í kvöld ef ég á njóta mín til fulls á morgun. Í kvöld gerði ég vel við mig með góðri grænmetissúpu, ég er mikil súpukerling og  að mínu mati er töframáttur í súpunni. Góð í maga og næringarrík! Ég tók það grænmeti sem ég átti…

Amma Stína

Gullfallega amma mín á afmæli í dag. Í því tilefni þá fórum við Maren með bakkelsi til hennar í hádeginu og áttum notalega stund saman.  Amma Stína er sú kona sem ég lít mest upp til, það er ekki til betri manneskja í þessum heimi en hún.  Hún er alltaf til staðar og hún hvetur mann til dáða í einu og öllu. Ég er heppin að eiga hana og afa.  Fallegar rósir á fallegum degi. Maren skellti í eina gómsæta  Verið að spegúlera í uppskriftum Amma hellir upp á besta kaffið.  Fallegi bollinn „minn“. Ó svo falleg. Amma Stína og amma Gugga. Yndislegar systur 🙂

Njóttu dagsins í dag, hann kemur aldrei aftur.

Ójá, verkefnavinna loksins á enda. Nú get ég einbeitt mér að próflestri enda er hættulega stutt í blessuð prófin. Ég finn fyrir því á hverjum degi hvað ég gerði sjálfri mér það gott með því að breyta um nám, er að finna mig mjög vel í náminu og hef virkilega gaman af því sem ég er að læra. Eins erfitt og það var að sættast á það við sjálfan mig að breyta einhverju sem ég var búin að ákveða þá var það vonandi mín besta ákvörðun til þessa. Álit og skoðanir annarra skipta manni oft of miklu máli. Ég fékk t.d. það svar um daginn þegar að ég var að segja hvað ég væri ánægð í náminu og fegin að hafa skipt að hitt námið…

Mér var boðið að vera með í kökublaði Gestgjafans sem kom út í síðustu viku.  Draumur í dós fyrir kökukerlingu að fá að vera memm, þetta blað er svo gómsætt að ég gæti borðað það. Allar þessar fínu kökur saman komnar! Ég segi það og skrifa, dásemd. 

Sunnudagur til sælu.

Sunnudagar eru notalegir.. þessi helgi er líka búin að vera ansi hugguleg.  Í gærkvöldi var Take Away og vidjó. Í morgun vaknaði ég seint, rölti út í bakarí í þessu yndislega veðri og keypti smá gotterí með morgunkaffinu.  Ég held að ég sé ekki búin að gera mikið annað þessa helgi en að borða. Planið fyrir daginn í dag er að skjótast í höfuðborgina og klára hópaverkefni, síðan langar mig virkilega til þess að fara að hlaupa í þessu fína veðri.  Ég vona að þið njótið dagsins því það ætla ég svo sannarlega að gera.  xxx

1 57 58 59 60 61 80