Archives

Hamborgaragleði

Það er fátt betra en matarmikill hamborgari. Hamborgarinn getur verið algjört lostæti, í mínum huga er hann ekki skyndibitafæði. Mér finnst hamborgarar geta verið holl og góð máltíð. Það er hægt að bera hamborgarann fram á marga vegu, hægt er að hafa með honum óteljandi sósur og meðlæti.  Hamborgarar úr kjúklingakjöti eða fisk eru líka dásamlega góðir. Hægt er að bera hamborgarann fram í allskyns brauðum, ég var með að þessu sinni týpískt hamborgarabrauð sem ég keypti. En það er virkilega skemmtilegt að baka sitt eigið brauð, prufa eitthvað nýtt og spennandi. Það er náttúrlega dásemdin við matargerð, maður er alltaf að prufa og læra eitthvað nýtt. Möguleikarnir eru miklir og endalaust hægt að fikra sig áfram.  Hamborgari – fyrir fjóra  400 g nautahakk 1…

Súkkulaði cupcakes með súkkulaðikremi

….. a piece of happiness  Fyrir fimm árum þá fæddist dásamlegur prins hann Kristían Mar Kjaran, systursonur minn. Hann er mikið afmælisbarn og ég hefði óskað þess að eyða með honum afmælisdeginum. Það er agalega erfitt að prinsarnir mínir búi í Noregi. Þeir eru þrír prinsar í Noregi, ólíkir og skemmtilegir bræður sem gjörsamlega bræða frænku sína. Þeir eru miklir sælkerar, sérlega Kristían.  Okkur finnst fátt skemmtilegra en að baka saman, þeir setja á sig svuntu og vilja taka þátt í bakstrinum.  Súkkulaðikökur eiga svo sannarlega við á afmælisdögum, skreyttar súkkulaðikökur í öllum regnbogans litum. Kökurnar fanga augað og eru svo sannarlega hamingjukökur.  Þessar kökur eru einfaldar og vissulega ljúffengar.  Ég fékk tólf kökur úr uppskriftinni, þetta voru frekar stórar bollakökur hjá mér í þetta sinn….

Morgunmatur í sveitinni

Ég og Haddi erum í sveitinni. Það er svo huggulegt.. dagurinn í dag byrjaði á góðum morgunverði. Mér finnst svo huggulegt á helgum að eyða miklum tíma í að útbúa eitthvað gott í morgunsárið, ég hef ekki tíma fyrir slíkt dúll á virkum dögum. Mér finnst ansi skemmtilegt að raða matnum fallega á disk, þó svo að maturinn sé bara fyrir mig sjálfa og bara ristað brauð. Það verður skemmtilegra að borða matinn ef hann er borinn fallega fram, það finnst mér.  Í morgun hef ég svo bara verið að dúlla mér að skoða uppskriftir af sænskum kanilsnúðum og amerískum kanilsnúðum, plan dagsins er að baka snúða og hafa það huggulegt hér í sveitinni. Ég vona að þið eigið ljúfan sunnudag  xxx Eva Laufey Kjaran

Spínatbaka

Quiche er komið frá Frökkum. Dásamlegar bökur fylltar með ýmsu góðgæti.  Ég fór til Frakklands í fyrrasumar og smakkaði margar útgáfur af Quiche, þeir kunna svo sannarlega að gera góðar bökur.  Mér finnst agalega gott að fá mér Quiche af og til, það getur líka verið gott að gera mikið í einu ef þið eruð í stuði og eiga í frystinum. Það er ansi gott að grípa eina og eina sneið úr frystinum þegar að maður nennir ekki alveg að elda eða þá til þess að taka með í nesti í skólann/vinnuna.  Hægt er að nota hvað sem er í þessar bökur, bara það sem er til í ísskápnum hverju sinni.  Uppskriftin sem ég deili með ykkur í dag er ansi einföld og ég vona…

Lífið Instagrammað

Átti ansi skemmtilegt kvöld á Fiskmarkaðnum í síðustu viku, maturinn er svo góður að ég kemst ekki yfir það. Ætla að fara þangað aftur sem allra fyrst. Og mæli með því að þið gerið slíkt hið sama. Virkilega virkilega gott.  1.Huggulegur byrjun á deginum. Kaffi, Vogue og matarblöð. 2. Tónleikar með Eivör, vávávívá. Sú er glæsileg og hæfileikarík. 3. Humarsalat á Galító, það er ljúffengt 4. Brunch platti á Café Paris, augnyndi og virkilega gott. evalaufeykjaran á instantgram – Ég læt inn ansi margar myndir á instagram, loksins búin að fá mér síma með almennilega myndavél.. það er bara svo gaman að taka myndir af lífinu.. sér í lagi af góðum mat.  xxx Eva Laufey Kjaran

Sunnudags huggulegheit.

Helgin er búin að vera svo ansi fín. Ég er búin að fara á tvenna tónleika, mjög ólíkir tónleikar en frábærir báðir tveir. Annars vegar með Jet Black Joe og hins vegar með Eivör. Frábært tónlistarfólk.  Svo er ég búin að eyða helginni með góðu fólki, borða góðan mat og hafa það huggulegt.  Dagurinn í dag byrjaði á pönnukökum og ávöxtum, smá sunnudagshuggulegheit. Veðrið er ansi gott og ég ætla að eyða deginum með litla frænda mínum.  Ég vona að þið eigið góðan dag  xxx Eva Laufey Kjaran

Seattle

Hæ ég heiti Eva og ég er með valkvíða. Svo finnst mér líka gott að borða, þið sjáið það mögulega á myndinni hér fyrir ofan. Svona byrjaði ég daginn minn í Seattle.  Seattle er ansi hugguleg borg. Uppáhaldið mitt í borginni er Public Market Center, þar gæti ég eytt mörgum tímum í að skoða og smakka mat.   Fyrir ári síðan þá keypti ég svo gott hvítlaukspasta svo ég varð að kaupa mér það aftur, í fyrra smakkaði ég líka hjá þeim súkkulaðipasta. Ég ákvað að kaupa mér einn pakka af súkkulaðipasta að þessu sinni, maður á að bera það fram með ís eða rjóma og ávöxtum. Ég er svolítið spennt að smakka pasta með ís, hljómar ekkert sérlega vel en það er nauðsyn að prufa….

Bláberja bollakökur

Um síðustu helgi þá fór ég ásamt ömmu minni að tína bláber. Mikið sem það var nú huggulegt að sitja úti í náttúrunni að tína blessuð berin, ég náði að fylla nokkrar dósir en ég stefni á að fara einu sinni enn, maður fær víst aldrei nóg af bláberjum.  Bláberja bollakökur eru í sérlegu uppáhaldi hjá mér og finnst mér gaman að prufa mig áfram með þessar kökur, þessi uppskrift er býsna góð að mínu mati. Það er mikið af bláberjum í henni og það þykir mér ansi gott. Mér finnst bláberja bollakökur betri með engu kremi, ég vil heldur hafa þær svolítið grófar með smá haframjölsblöndu ofan á.  Þið getið auðvitað minnkað sykurmagnið, notað spelt í staðinn fyrir hveiti og haft þær í hollari…

Bláberjaferð með ömmu

Um helgina þá fór ég aðeins upp í sumarbústað, þar í kring eru fullt af bláberjalyngum. Ég og amma fórum að tína bláber og nú á ég fullt af úrvals bláberjum. Það var ansi huggulegt að sitja og tína bláber með elsku ömmu, sem er heimins best. Við ætlum að fara eina ferð til viðbótar þar sem við erum búin að vera ansi dugleg að borða blessuð berin. Á morgun ætla ég að deila með ykkur bláberja bollakökum sem ég bakaði í dag og uppskriftin heppnaðast ansi vel.  Ég hvet ykkur til þess að skunda út í náttúruna og tína ber..  Fallega amma mín hún Kristín  xxx Eva Laufey Kjaran

Pítsa með pestó, kjúkling og grænmeti.

Ég hef nú sagt ykkur nokkrum sinnum frá því hvað pítsur eru í miklu uppáhaldi hjá mér.  Ég nota oftast bara það sem ég á í ísskápnum hverju sinni, pítsur eru góðar með öllu að mínu mati. Og þó, bróðir minn fær sér stundum pítsu með túnfisk, rækjum og maís. Þá segi ég nú stopp. En þessi pítsa sem ég gerði mér um daginn er sérlega  fersk og bragðmikil.  Ég bjó til speltbotn uppskrift finnið þið hér. Kryddaði kjúklingabringur með allskyns kryddum og lét í eldfast mót og inn í ofn í 20 – 25 mínútur.  Það er gott að byrja á kjúklingabringunum því pítsabotninn þarf helmingi styttri bökunartíma en bringurnar.  Það sem að mér finnst gott við þessa pítsu er að allt grænmetið er ferskt. Ég…

1 40 41 42 43 44 80