Það er fátt betra en matarmikill hamborgari. Hamborgarinn getur verið algjört lostæti, í mínum huga er hann ekki skyndibitafæði. Mér finnst hamborgarar geta verið holl og góð máltíð. Það er hægt að bera hamborgarann fram á marga vegu, hægt er að hafa með honum óteljandi sósur og meðlæti. Hamborgarar úr kjúklingakjöti eða fisk eru líka dásamlega góðir. Hægt er að bera hamborgarann fram í allskyns brauðum, ég var með að þessu sinni týpískt hamborgarabrauð sem ég keypti. En það er virkilega skemmtilegt að baka sitt eigið brauð, prufa eitthvað nýtt og spennandi. Það er náttúrlega dásemdin við matargerð, maður er alltaf að prufa og læra eitthvað nýtt. Möguleikarnir eru miklir og endalaust hægt að fikra sig áfram. Hamborgari – fyrir fjóra 400 g nautahakk 1…