Archives

Hið fulkomna jólafrí

Endurnærandi frí, það er svo ótrúlegt hvað birtan og hlýjan gerir mikið fyrir mann. Einnig var best að vakna í rólegheitum með Hadda og stelpunum, elska það. Það var lítið um plön, við bara leyfðum okkur að gera það sem okkur langaði til, að borða það sem okkur langaði í og svo framvegis. Fullkomið frí í okkar huga! Ég hef varla haft undan við að svara fyrirspurnum varðandi hótelið okkar, en við dvöldum á Villa Tagoro family & fun. Við vorum 27 í heildina og pöntuðum bara beint í gegnum hótelið sjálft, þetta er alls ekki auglýsing en ég hótelið fær fullt hús stiga hjá mér og okkur. Æðislegt fyrir börn og stutt í allt, frábært að fara í stutta fjallagöngu eða rölta á ströndina….

Íslenska kjötsúpan í öllu sínu veldi

Á haustdögum er fátt betra en matarmikil og góð súpa, að mínu mati er Íslenska kjötsúpan sú allra besta. Það er fátt notalegra en að útbúa gómsæta súpu og leyfa henni að malla í rólegheitum, ilmurinn sem fer um heimilið er dásamlegur. Það góða við þessa súpu er að hún er enn betri daginn eftir. Ég fæ ekki nóg af þessari súpu og það skemmir ekki fyrir að hún er bráðholl. Prófið gjarnan þessa uppskrift og ég er handviss um að þið eigið eftir að njóta vel.   Uppskriftin er úr bókinni minni Matargleði Evu. Íslenska kjötsúpan 700  – 800 g lambasúpukjöt 3 l vatn 4 grænmetisteningar 200 g gulrætur, flysjaðar og skornar í litla bita 2 meðalstórar rófur, flysjaðar og skornar í litla bita…

ÍSLENSKAR PÖNNUKÖKUR Í EFTIRRÉTT ÚR EINFALT MEÐ EVU

Íslenskar pönnukökur ca. 18 – 20 pönnukökur 3 egg 4 msk sykur 4 dl hveiti 1 tsk lyftiduft 30 g smjör, brætt 1 tsk vanilludropar 1 tsk kardimommur, malaðar 5 dl mjólk Aðferð: Þeytið sykur og egg þar til eggjablandan verður létt og ljós. Bætið þurrefnum saman við ásamt mjólk, vanillu og bræddu smjöri. Þeytið áfram í smá stund eða þar til deigið er orðið silkimjúkt. Pönnukökudeigið á að vera fremur þunnt. Hitið smjörklípu á pönnukökupönnu, hellið deigi út á pönnuna og steikið á hvorri hlið í um það bil 30 sekúndur. Berið strax fram með bræddu suðusúkkulaði, vanilluís og ferskum berjum. Njótið vel. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

FRAMKOMUNÁMSKEIÐ

Fyrsta framkomunámskeið okkar Eddu var haldið í byrjun september og gekk námskeiðið vonum framar, yfir hundrað konur mættu og við áttum frábært kvöld saman. Afhverju framkomunámskeið? Við Edda höfum báðar verið ungar að koma okkur á framfæri og finnum að konur eru ragari við að koma fram einhverra hluta vegna. Á námskeiðinu förum við yfir atriði eins og hvernig er best að undirbúa sig fyrir ræðu, hvernig er best að skrifa grein, hvernig er gott að undirbúa sig fyrir fundarstjórn, hvað þarf að hafa í huga áður en þú ferð í viðtöl, afhverju er nauðsynlegt að mynda gott tengslanet og hvað getur það gert fyrir okkur. Einnig förum við aðeins yfir konur og launaviðræður. Okkur langar fyrst og fremst að deila okkar reynslu, fara yfir…

ÍTÖLSK EGGJAKAKA BÖKUÐ Í OFNI

Ítölsk eggjakaka bökuð í ofni Bökuð á pönnu sem má fara inn í ofn, stærðin á pönnunni er 26cm Hráefni: 1 msk ólífuolía 5 sneiðar pancetta eða beikon 1 dl blaðlaukur 2 hvítlauksrif 2 meðalstórar bökunarkartöflur, smátt skornar 1 dl sólþurrkaðir tómatar 8 egg 200 ml sýrður rjómi Salt og pipar 150 g klettasalat 10 – 12 kirsuberjatómatar Nýrifinn parmesanostur, magn eftir smekk Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Hitið olíu á pönnu, skerið blaðlauk og hvítlauk smátt og steikið. Skerið pancettu í litla bita og bætið út á pönnuna þar til hún er orðin stökk, því næst fara smátt saxaðar sólþurrkaðir tómatar og smátt skornar kartöflur. Steikið þar til kartöflurnar eru orðnar gullinbrúnar. Pískið egg og sýrðan rjóma saman, kryddið með salti og pipar. Hellið…

FRENCH TOAST

French Toast 4 stórar brauðsneiðar 4 egg 2 dl rjómi 2 msk. appelsínusafi Rifinn appelsínubörkur, um það bil matskeið ½ tsk kanill 1 tsk. Vanilludropar Fersk jarðarber Aðferð: Skerið brauðið niður í þykkar sneiðar. Pískið egg og rjóma léttilega saman. Bætið appelsínusafa, kanil, vanillu og og hrærið vel. Hellið blöndunni yfir brauðsneiðarnar og snúið þeim einu sinni við. Leyfið brauðinu að liggja í eggjablöndunni í 2 – 3 mínútur. Hitið smjör á pönnu og steikið á hvorri hlið í nokkrar mínútur eða þar til eggin eru elduð. Gætið þess að hafa ekki of háan hita á pönnunni. Berið brauðið fram með ferskum jarðarberjum og hlynsírópi. Njótið vel! Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Ítalskar kjötbollur fylltar með mozzarella!

Ítalskar kjötbollur með mozzarella fyllingu í æðislegri tómat – og basilíkusósu Uppskrift: • 500 g nautahakk • 1 stórt egg • 3 hvítlauksgeirar, saxaðir • ½ laukur • 1 msk smátt söxuð basilíka • 1 msk smátt söxuð steinselja • 2 msk hveiti • 14 -16 litlar mozzarella kúlur • 2 msk. ólífuolía • 400 g spaghetti • Nýrifinn parmesan, magn eftir smekk • Tómat- og basilíkusósa, uppskrift hér að neðan Aðferð: 1. Blandið nautahakki, eggi, smátt söxuðum lauk, nýrifnum hvítlauksgeirum, smátt saxaðri steinselju, basilíku og hveiti saman í skál. Kryddið til með salti og pipar. Notið hendurnar til þess að þjappa deiginu vel saman. 2. Mótið litlar kúlur, fletjið þær örlítið út og setjið litla mozzarellakúlu fyrir miðju og þjappið deiginu utan um ostinn….

Lax í rjómasósu með döðlum og sólþurrkuðum tómötum

Lax í rjómasósu með döðlum og sólþurrkuðum tómötum 500 – 600 g lax, beinhreinsaður Ólífuolía til steikingar + smá smjörklípa 1 1/2 dl smátt skorinn blaðlaukur 10 döðlur, mjúkar og smátt skornar 10 sólþurrkaðir tómatar, smátt skornir 1 tsk ferskt timían Salt og nýmalaður pipar, magn eftir smekk 2 – 3 dl rjómi. Aðferð: Hitið olíu á pönnu, skerið laxinn í jafn stóra bita og steikið á hvorri hlið í 2 – 3 mínútur. (Byrjið á því að steikja laxinn á roðhliðinni) Kryddið laxinn með timían, salti og pipar. Bætið vænni smjörklípu út á pönnuna rétt í lokin. Setjið laxinn á disk, leggið til hliðar og útbúið sósuna. Skerið blaðlauk, döðlur og sólþurrkaða tómata afar smátt og steikið upp úr olíu í smá stund, hellið…

Nauta Carpaccio með piparrótarsósu

Nauta carpaccio með piparrótarsósu Fyrir 4 400 g nautalund 1 msk góð ólífuolía Salt og pipar 150 g klettasalat 1 sítróna Parmesan ostur, magn eftir smekk Aðferð: Hreinsið nautalundina mjög vel og skerið í eins þunnar sneiðar og þið getið. (það er gott ráð að setja lundina í frysti í 30 – 40 mínútur áður, en með því er enn betra að skera kjötið þunnt niður). Stráið salti og pipar yfir kjötið, dreipið góðri ólífuolíu yfir og kreistið smá sítrónusafa yfir kjötið í lokin. Ristið furuhnetur á pönnu. Skolið og þerrið klettasalat, leggið salatið yfir kjötið. Rífið niður parmesan osti og nóg af honum. Í lokin sprautið þið piparrótarsósunni á diskana eða mótið fallegar kúlur með teskeiðum. Berið strax fram og njótið! Piparrótarsósa 3 dl…

1 2 3 4 5 6 80