Ítalskar kjötbollur fylltar með mozzarella!

Ítalskar kjötbollur með mozzarella fyllingu í æðislegri tómat – og basilíkusósu

Uppskrift:
• 500 g nautahakk
• 1 stórt egg
• 3 hvítlauksgeirar, saxaðir
• ½ laukur
• 1 msk smátt söxuð basilíka
• 1 msk smátt söxuð steinselja
• 2 msk hveiti
• 14 -16 litlar mozzarella kúlur
• 2 msk. ólífuolía
• 400 g spaghetti
• Nýrifinn parmesan, magn eftir smekk
• Tómat- og basilíkusósa, uppskrift hér að neðan

Aðferð:
1. Blandið nautahakki, eggi, smátt söxuðum lauk, nýrifnum hvítlauksgeirum, smátt saxaðri steinselju, basilíku og hveiti saman í skál. Kryddið til með salti og pipar. Notið hendurnar til þess að þjappa deiginu vel saman.
2. Mótið litlar kúlur, fletjið þær örlítið út og setjið litla mozzarellakúlu fyrir miðju og þjappið deiginu utan um ostinn.
3. Steikið kjötbollurnar upp úr olíu þar til þær eru stökkar á öllum hliðum.
4. Útbúið sósuna og sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
5. Berið bollurnar fram með æðislegri tómat- og basilíkusósu, spaghettí og nýrifnum parmesan.

Tómat- og basilsósa

• 1 laukur, smátt skorinn
• 2 hvítlauksrif, marin
• 500 ml hakkaðir tómatar
• 1/2 kjúklingateningur
• 1 msk.fersk steinselja, smátt söxuð
• 1 msk. fersk basilíka, smátt söxuð
• Salt og pipar, magn eftir smekk

Aðferð:
1. Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk og
hvítlauk í olíunni í 1 – 2 mínútur eða þar til laukarnir eru mjúkir í gegn.
2. Bætið öllu hinu í pottinn og leyfið sósunni að malla í örfáar mínútur.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups. 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *