FRAMKOMUNÁMSKEIÐ

Fyrsta framkomunámskeið okkar Eddu var haldið í byrjun september og gekk námskeiðið vonum framar, yfir hundrað konur mættu og við áttum frábært kvöld saman. Afhverju framkomunámskeið? Við Edda höfum báðar verið ungar að koma okkur á framfæri og finnum að konur eru ragari við að koma fram einhverra hluta vegna. Á námskeiðinu förum við yfir atriði eins og hvernig er best að undirbúa sig fyrir ræðu, hvernig er best að skrifa grein, hvernig er gott að undirbúa sig fyrir fundarstjórn, hvað þarf að hafa í huga áður en þú ferð í viðtöl, afhverju er nauðsynlegt að mynda gott tengslanet og hvað getur það gert fyrir okkur. Einnig förum við aðeins yfir konur og launaviðræður.

Okkur langar fyrst og fremst að deila okkar reynslu, fara yfir góðu sögurnar og þær slæmu (þær eru nokkrar, haha). Við erum búnar að bæta við öðru námskeiði næstkomandi fimmtudag, þann 4.október klukkan 17.00 – 19.00. Ef þið viljið skrá ykkur þá sendið þið einfaldlega nafn og kennitölu á netfangið framkomunamskeid@gmail.com.

Kannski sjáumst við á fimmtudaginn? Þú getur tekið þátt leik á Facebook síðu bloggsins og átt möguleika á því að vinna miða fyrir þig og vinkonu. Taktu endilega þátt!

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

 

 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *