Archives

Bollakökur með súkkulaðiís og piparmyntusmjökremi

Ég og amma bökuðum ljúffengar bollakökur fyrr í vikunni. Ég var búin að sjá á netinu uppskriftir af bollakökum með ís og mér fannst það virkilega spennandi, þess vegna varð ég að prufa að baka slíkar kökur. Ég valdi Gott súkkulaðiísinn í kökurnar. Hann er að mínu mati ótrúlega góður og bragðmikill, ég vildi hafa mikið súkkulaðibragð af kökunum og því hentaði ísinn vel í baksturinn.  Auðvitað áttu kökurnar að vera svolítið jólalegar svo svo ég gerði piparmyntusmjörkrem því ég tengi piparmyntu alltaf við jólin.  Kökurnar komu vel út og þau sem smökkuðu voru ánægð með þær,  þannig ég mæli með að þið prufið og ég vona að þið verðið líka ánægð. Sunnudagur til baksturs, það er sko ávísun á huggulegheit.  Súkkulaðibollakökur með súkkulaðiís Um það…

Göngutúr í kuldanum

Það er fátt betra en langur göngutúr í kuldanum þegar orkan er sérlega léleg og lestrarbugun á hæsta stigi. Eftir göngutúrinn þá fórum við á Garðakaffi hér á Skaganum og hlýjuðum okkur yfir heitu súkkulaði og fengum okkur ljúffenga eplaköku.   Nú eru örfáir dagar í próflok og örfáir dagar í að fjölskyldan mín komi heim. Ég á mjög erfitt með einbeitingu því ég er verulega spennt. Ég og litlu strákarnir mínir ætlum að baka frá okkur allt vit og dúllast fram eftir öllu. Það verður sko huggulegt.  Á morgun læt ég inn uppskrift af dásamlegum súkkulaðibollakökum með piparmyntukremi. Ég ætlaði að vera búin að setja hana inn en dagurinn hljóp frá mér.  xxx Eva Laufey Kjaran

Sheperd’s Pie

Shepherd’s Pie er einn af þekktustu réttum Breta. Ég get ekki sagt að bresk matargerð heilli mig svakalega mikið en þessi réttur hefur svo sannarlega heillað mig. Þegar að ég bjó í Bretlandi þá labbaði ég oft framhjá matsöluskála sem seldi margar gerðir af bökum. Í hádeginu þá sat ég stundum á bekk  og fylgdist með mannfjöldanum sem myndaðist fyrir framan þennan litla matsöluskála sem einungis seldi bökur í take-away. Ég pældi mjög mikið í því hvað væri svona sérstakt við þessar bökur því fyrir mér voru þær ekkert svakalega spennandi. Ég ákvað einn daginn að prufa eina böku á köldum degi, því þetta er svo sannarlega matur sem yljar manni á köldum dögum. Bakan smakkaðist dásamlega og nú nærri þremur árum síðar þá er…

Jólaklipping

Nú er ég búin að fara í jólaklippingu hjá Svavari mínum. Hann fékk að ráða og ég er ansi ánægð með hárið. Reyndar er ég nú alltaf ánægð með hárið mitt hjá honum, hann er snilli.  Ég ætla að njóta þess að vera með ofur hreint og fínt hár í dag því ég næ aldrei, þá meina ég aldrei að gera hárið mitt jafn fínt og það er eftir að maður er nýkomin úr klippingu.  Eitt próf eftir og ég hlakka svakalega mikið til að klára þessa prófatörn. Dagurinn í dag er tileinkaður huggulegheitum, já það má alveg eiga huggulega daga í prófatíð. Bakstur með ömmu og matur með yndislegu fólki í kvöld. Ljómandi fínt plan!  xxx Eva Laufey Kjaran

Yfirkokkur á Hótel Rangá deilir ljúffengum uppskriftum

Haraldur Sæmundsson yfirkokkur á Hótel Rangá var svo yndislegur að deila með mér og lesendun mínum uppskriftum af réttum  sem hann ætlar að matreiða um jólin.  Haraldur er skagamaður og meira ljúfmenni hef ég sennilega ekki kynnst. Hann er virkilega fær kokkur og matarástin er allsráðandi hjá þessum unga manni. Hann hefur síðustu þrjú árin eldað fyrir Hjálpræðisherinn í Reykjavík á aðfangadagskvöld.  Í ár ætlar hann að matreiða ljúffenga rétti fyrir fjölskyldu sina og ætlar bjóða upp á pönnusteiktan humar með hvítlauksrjómasósu og  í aðalrétt ætlar Haddi að bjóða upp á Hreindýr og gæs, borið fram með smjörsteiktu smælki, villisveppasósu og rótargrænmeti. Hann kýs að hafa réttina einfalda en matarmikla þegar hann eldar fyrir fjölskylduna. Í eftirrétt ætlar fjölskyldan að gæða sér á Toberone ís sem móðir hans…

..vika eftir

 Ég greip með mér sushibakka af Tokyo sushi í gær eftir prófið hjá mér, fór heim og kom mér vel fyrir til þess að hefja lestur fyrir næsta próf og naut þess að borða dásamlegt sushi.  Sumsé, lítið að gerast í mínu lífi annað en próflestur en eftir viku þá er ég búin og þá kemur fjölskyldan mín heim frá Noregi. Ég er eins og smábarn ég hlakka svo til. Hlakka til eiga notalegar stundir með fjölskyldunni og baka með litlu strákunum mínum. Svo er margt skemmtilegt í vændum og nóg að gerast framundan, þannig ég er ofurspennt að klára þessi próf.  Ég vona að þið hafið það gott kæru vinir xxx Eva Laufey Kjaran

Jólagjafahugmyndir – Iittala

Iittala er í sérlega miklu uppáhaldi hjá mér. Ég tók þá ákvörðun fyrir þremur árum að byrja að safna glösum frá þeim. Ég heillaðist mjög af þeirra hönnun, hún er mjög stílhrein og falleg að mínu mati. Gæðavörur á fínu verði. Ég hef fengið tvö og tvö glös í jóla-og afmælisgjafir og nú loks get ég boðið nokkrum í drykk með þessum fallegu glösum.  Þessar vörur eru svo sannarlega tilvaldar í jólapakkann og hér eru nokkrar hugmyndir.  1. Essence karafla. Verð: 8900 kr.       2. Decanter karafla, ég á þessa og er alsæl með hana. Verð: 9800 kr.  3. Essence vínglös. Verð fyrir tvö glös um 4900 kr.  4. Kivi kertastjakar, fáanlegir í mörgum litum. Kemur mjög falleg birta frá þeim verð frá 2480…

Lífið instagrammað

1. Menntamálanefnd SHÍ á fundi                                        2. Jólamandarínur komnar í skál  3. Hádegisdeit með fallegu fólki                                      4. Katla Lind að krútta yfir sig   5. Frábærir jólatónleikar með Baggalút                               6. Við vorum alsæl með tónleikana   7. Kokteilagerð fyrir áramótablað Gestgjafans. Innblástur er m.a. kokteilarnir á Galító veitingahúsi á Akranesi. xxx Eva Laufey Kjaran

Green Tea ljúflingur

 Mér finnst mjög gott að fá mér orkumikið og ljúffengt boozt, sérstaklega núna þegar mikið er að gera og prófin byrjuð.  Það tekur enga stund að búa það til og booztið er stútfullt af hollustu.  Ég mæli svo sannarlega með að þið prufið og njótið.  Green Tea boozt Green Tea & Blueberry safi, magn eftir smekk 1 banani handfylli frosið mangó, smátt skorið 1 handfylli ferskt spínat 1 msk hörfræ  rifinn engiferrót, magn eftir smekk 1 msk lime-safi Allt saman sett í blandarann í nokkrar mínútur, það er líka gott að setja skyr eða grískt jógúrt saman við. Setjið nokkra ísmola í drykkinn og þá er hann virkilega svalandi.  Þessir safar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, hollir og svakalega góðir.  Orkumikið og svalandi boozt…

Bloggið í °N Style Magazine

°N Style Magazine °N Style Magazine er glænýtt tímarit sem fjallar aðallega um tísku og hönnun á Norðurlöndunum.  Einnig er fjallað mannlíf og mat.  Virkilega smart og vandað tímarit sem lofar mjög góðu.  Ég verð nú að koma því á framfæri hvað mér finnst forsíðan einstaklega falleg, litla frænka mín hún Kristín Lív er forsíðumódel og þessi stúlka er svo ótrúlega falleg og yndisleg. Ég er montin af henni. 🙂  Bloggið mitt er blogg mánaðarins og það gleður mig óskaplega mikið. Sérstaklega skemmtilegt að fá að vera með. Ég deili með lesendum mexíkósku kjúklingasúpunni sem er í miklu eftirlæti hjá mér. Það jafnast nú ekkert á við góða og kraftmikla súpu á köldu vetrarkvöldi.  Hér getið þið skoðað tímaritið : http://issuu.com/nordicstylemag/docs/issue-1 Glæsilegt blað og ég óska…

1 33 34 35 36 37 80