Ég og amma bökuðum ljúffengar bollakökur fyrr í vikunni. Ég var búin að sjá á netinu uppskriftir af bollakökum með ís og mér fannst það virkilega spennandi, þess vegna varð ég að prufa að baka slíkar kökur. Ég valdi Gott súkkulaðiísinn í kökurnar. Hann er að mínu mati ótrúlega góður og bragðmikill, ég vildi hafa mikið súkkulaðibragð af kökunum og því hentaði ísinn vel í baksturinn. Auðvitað áttu kökurnar að vera svolítið jólalegar svo svo ég gerði piparmyntusmjörkrem því ég tengi piparmyntu alltaf við jólin. Kökurnar komu vel út og þau sem smökkuðu voru ánægð með þær, þannig ég mæli með að þið prufið og ég vona að þið verðið líka ánægð. Sunnudagur til baksturs, það er sko ávísun á huggulegheit. Súkkulaðibollakökur með súkkulaðiís Um það…