Jólaklipping

Nú er ég búin að fara í jólaklippingu hjá Svavari mínum. Hann fékk að ráða og ég er ansi ánægð með hárið. Reyndar er ég nú alltaf ánægð með hárið mitt hjá honum, hann er snilli.  Ég ætla að njóta þess að vera með ofur hreint og fínt hár í dag því ég næ aldrei, þá meina ég aldrei að gera hárið mitt jafn fínt og það er eftir að maður er nýkomin úr klippingu. 
Eitt próf eftir og ég hlakka svakalega mikið til að klára þessa prófatörn.
Dagurinn í dag er tileinkaður huggulegheitum, já það má alveg eiga huggulega daga í prófatíð. Bakstur með ömmu og matur með yndislegu fólki í kvöld. Ljómandi fínt plan! 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)