Göngutúr í kuldanum

Það er fátt betra en langur göngutúr í kuldanum þegar orkan er sérlega léleg og lestrarbugun á hæsta stigi. Eftir göngutúrinn þá fórum við á Garðakaffi hér á Skaganum og hlýjuðum okkur yfir heitu súkkulaði og fengum okkur ljúffenga eplaköku. 
 Nú eru örfáir dagar í próflok og örfáir dagar í að fjölskyldan mín komi heim. Ég á mjög erfitt með einbeitingu því ég er verulega spennt. Ég og litlu strákarnir mínir ætlum að baka frá okkur allt vit og dúllast fram eftir öllu. Það verður sko huggulegt. 
Á morgun læt ég inn uppskrift af dásamlegum súkkulaðibollakökum með piparmyntukremi. Ég ætlaði að vera búin að setja hana inn en dagurinn hljóp frá mér. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *