Archives

On the road

Ég er svo afskaplega ánægð með veðrið, það er svo gott að vakna og sjá að sólin skín. Það er vissulega kalt en á meðan sólin er á lofti þá skiptir það ekki máli. Að því sögðu þá virðist ég tala mikið um veðrið við ykkur, sem er pínu fyndið. Ég vona að þið hafið gaman af pælingum um veðrið.  Dagurinn í dag byrjaði á tölvupóstum og aftur tölvupóstum, er búin að drekka alltof marga kaffibolla og klukkan er bara tólf.  Ég bjó mér til svakalega góðan boozt rétt í þessu sem ég ætla að drekka á leiðinni suður, ekki meira kaffi í dag. Ég má til með að mæla með þessum booztglösum sem ég keypti í krónunni. Mér finnst þau ákaflega þægileg og fín. …

Fimm uppskriftir að ljúffengum morgunmat.

Morgunmatur skiptir gríðarlega miklu máli. Ég hef ekki mikinn tíma á morgnana en ég hef það  fyrir reglu að fá mér eitthvað, þó ekki nema einn banana eða jógúrt. Þegar  ég hef hinsvegar smá tíma þá fæ ég mér yfirleitt boozt, hafragraut eða  gott brauð/hrökkbrauð. Mig langar til þess að deila með ykkur fimm uppskriftum að ljúffengum morgunmat, uppskriftirnar eiga það sameiginlegt að vera einfaldar og fljótlegar.  Dásamlegt berjaboozt  Grænt ofurboozt með spínati og kókosmjólk Gróft hrökkbrauð Gróft brauð Hafragrautur með chiafræum Ég vona að þið njótið vel kæru vinir.  xxx Eva Laufey Kjaran

Ljúfur laugardagur

 Ég fór í mjög skemmtilega frambjóðendaferð Vöku í gær og þar var mikið fjör og skálað fram á nótt. Ég fór þess vegna alltof seint að sofa og vaknaði snemma þar sem við í menntamálanefnd SHÍ vorum að halda málþing sem gekk ótrúlega vel og ég ætla að deila með ykkur von bráðar nokkrum myndum af þinginu sem ég er svo ánægð með.   Þegar að ég kom heim áðan þá byrjaði ég á því að hita mér heitt súkkulaði, kveikti síðan á nokkrum kertum, lét Elvis minn á fóninn og er nú búin að koma mér vel fyrir upp í sófa með matreiðslublöð og tímarit. Huggulegheit á þessum bæ.  Það er kökuklúbbur á morgun. Ég ætla að baka einhverja köku og er því að fletta…

Listakynning, frambjóðendaferð, málþing og bragðgóður boozt. Gleðilega helgi!

 Gleðilegan föstudag kæru vinir. Föstudagsblómin komin á sinn stað og nú má helgin koma.   Ég var kynnir ásamt Maríu Rut á listakynningu Vöku í gær og mikið sem það var nú gaman, fullt af nýjum andlitum og fjör í mannskapnum. Nú má kosningafjörið byrja! Um helgina þá ætlar nefndin mín sumsé menntamálanefnd SHÍ að halda málþing undir yfirskriftinni  „Hvað geta nemendur gert til þess að bæta gæði náms“ Ég er sérlega spennt fyrir þinginu og hlakka mikið til að heyra í bæði nemendum og kennurum. Dagurinn í dag hefur mestmegnis farið í að undirbúa þingið, en nú er allt að smella saman og þá er ég glöð. Seinna í dag er förinni heitið á Selfoss, þar ætla ég að eyða kvöldinu með frábæru fólki í Vöku. …

Bloggið

Rigningardagur númer 100? Ég er örugglega langt frá því að vera sú eina sem þráir betra veður og hækkandi sól.  Þessi vika hefur liðið mjög hratt, ég hef meira og minna verið með nefið ofan í tölvunni að skipuleggja næstu daga og auðvitað að hugsa um bloggið. Ég hef gert nokkrar smávægilegar breytingar á blogginu sem ég vona að verði ykkur til góðs, ég hef loksins flokkað uppskriftirnar en listinn er þó ekki tæmandi því ég enn eftir að flokka nokkrar upppskriftir. Ég ákvað að birta uppskrift vikunnar og sú uppskrift kemur alltaf inn á mánudögum.  Ég vona að með þessu þá auðveldar það ykkur leiðina til þess að finna uppskriftir. Á þessu augnabliki þá sit ég inni í sólstofu að drekka kaffi og rigningin…

Uppáhalds súkkulaðibitakökurnar.

Á köldum vetrarkvöldum þá er einstaklega huggulegt að baka súkkulaðibitakökur og njóta með köldu mjólkurglasi. Súkkulaðibitakökurnar eru bæði mjög einfaldar og ljúffengar.  Ég tók saman þrjár uppskriftir sem eru í miklu eftirlæti hjá mér.   Njótið vel kæru vinir. Súkkulaðibitakökur með hvítu og dökku súkkulaði. Ég baka þessar kökur mjög oft og þær eru svakalega góðar, þær eru líka uppáhaldi hjá mömmu minni svo mér finnst gaman að baka þær fyrir hana.  OREO súkkulaðibitakökur. Þessar kökur eru dásamlegar, algjört sælgæti. Appelsínu-og súkkulaðibitakökur. Rjómaostur, appelsínur og hvítt súkkulaði. Þrenna sem getur ekki klikkað.  Mæli með að þið prufið þessar uppskriftir. xxx Eva Laufey Kjaran

Mánudagur

Vatn með ferskri myntu,engifer og agúrku er svo sannarlega hressandi. Ég er að reyna með öllum tiltækum ráðum að hressa mig við, hef nælt mér í flensu og er ekki með sjálfri mér. Aldeilis ekki ánægjulegt að hefja nýja viku með slappleika en vonandi gerir engiferið sitt gagn og ég verð orðin betri á morgun. Ég vona að ykkar vika byrji betur elsku vinir.  xxx Eva Laufey Kjaran

Vanillubollakökur með hindberjafyllingu.

Bollakökur sem koma á óvart.  Vanillubollakökur eru klassískar og eiga alltaf vel við. Það er gott að bæta hindberjafyllingu í þessar kökur og í raun má nota hvaða ber sem er, fer allt eftir smekk hvers og eins. Fyllingin kemur skemmtilega á óvart þegar fólk tekur bita af kökunum.   Vanillubollakökur u.þ.b 18 – 20 stk. 250 g sykur 135 g smjör 2 egg 250 hveiti  1 1/2 tsk vanilla extract eða vanilludropar 1 tsk. lyftiduft 3 – 4  msk mjólk Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Hrærið smjör og sykur saman í hrærivél og bætið síðan eggjum saman við, fyrst öðru og svo hinu. Blandið hveiti og lyftidufti saman í annarri skál og sigtið blönduna 3 – 5 sinnum. Bætið hveitiblöndunni saman við smjörblönduna í smáum…

Lífið á Instagram

 1. Fallegustu molar í heimi, Kristían og Daníel.           2. Afmæliskaka handa Öglu minni 3. Kjúklingafajitas                                                     4. Kósíkvöld með yndislegum vinum  5. Pönnukökubakstur á sunnudegi                      6. Döðlukaka með heitri karamellusósu   7. Ég og Vigfús elduðum handa Vökuliðum í gær og það var nú meira fjörið.  8. Í forrétt var boðið upp á G&T og snittur með spicy rækjusalsa.  9. Nautalund, fylltar bakaðar kartöflur, ferskt salat og rauðvínssveppasósa í aðalrétt.  10. Súkkulaðimús með ávaxtasalsa í eftirrétt.  Ég ætla að deila með ykkur á næstu dögum fleiri…

1 30 31 32 33 34 80