Bloggið

Rigningardagur númer 100? Ég er örugglega langt frá því að vera sú eina sem þráir betra veður og hækkandi sól.

 Þessi vika hefur liðið mjög hratt, ég hef meira og minna verið með nefið ofan í tölvunni að skipuleggja næstu daga og auðvitað að hugsa um bloggið. Ég hef gert nokkrar smávægilegar breytingar á blogginu sem ég vona að verði ykkur til góðs, ég hef loksins flokkað uppskriftirnar en listinn er þó ekki tæmandi því ég enn eftir að flokka nokkrar upppskriftir. Ég ákvað að birta uppskrift vikunnar og sú uppskrift kemur alltaf inn á mánudögum.  Ég vona að með þessu þá auðveldar það ykkur leiðina til þess að finna uppskriftir.

Á þessu augnabliki þá sit ég inni í sólstofu að drekka kaffi og rigningin dynur á gluggana, það er eitthvað dásamlega kósí við það. Það féll niður tími hjá mér í morgun svo ég naut þess að vera hér heima í rólegheitum að vinna í tölvunni. Nú verð ég hins vegar að koma mér suður, skólinn og listakynning VÖKU bíða mín. Spennandi dagur framundan. Ég vona að þið eigið ljúfan dag kæru vinir.

xxx

Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *