Archives

Lífið Instagrammað

1. Vökuliðar í VR auglýsingu.                             2. Rauðvín og pizza með hráskinku á sunnudagskvöldi.   3. Ljúffengur súkkulaðiþáttur fyrir Gestgjafann, mæli með næsta tölublaði kæru vinir.  4. Styrktar-og kökuveisla Vöku.  4. Súkkulaðibitakökur í myndatöku, uppskrifin að þeim kemur fljótlega hingað inn.  4. Croque Madame á sunnudegi. Ljúffengt!    5. Fiskréttir og gott salat í kvöldmatinn eitt kvöldið í vikunni.  6. Vökuliðar ánægðir á ótrúlega flottu kvöldi.  7. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta fékk 21 mann kjörinn af 27 stúdentaráðsfulltrúum í kosningunum sem fram fóru í gær. Stærsti sigur í 78 ára sögu Vöku og mikil ósköp sem við vorum ánægð með sigurinn.  8. Í maí fer ég ásamt bestu vinum mínum á tónleika með…

Ofnbökuð ýsa í kókossósu.

Dagarnir eru virkilega fljótir að líða og það er mikið að gera, ég hef ekki náð að sinna blogginu nægilega vel þessa vikuna en ég vona að þið fyrirgefið mér það. Það hefur ekki gefist mikill tíma til þess að dúllast í eldhúsinu en mikið sem ég er heppin að hafa mömmuna mína á landinu. Það eru sko algjör forréttindi að koma heim eftir langan dag í mömmumat. Það gerist aldeilis ekki betra. Í vikunni náði ég þó að elda ljúffengan fiskrétt handa okkur, amma og afi komu líka í mat og við vorum öll sammála um að þetta væri virkilega góður réttur. Við sátum lengi við matarborðið, borðuðum á okkur gat og spjölluðum um allt sem hægt var að spjalla um. Að mínu mati…

Ljúfur laugardagur

 Mamma mín kom heim frá Noregi á föstudaginn og það var yndislegt. Við eyddum gærdeginum í Reykjavík. Fengum okkur dásamlegan hádegismat á Jómfrúnni og kíktum í nokkrar búðir. Virkilega notalegt að eyða deginum með mömmu og ömmu minni.   Jómfrúin er í miklu eftirlæti hjá okkur og maturinn þar er alltaf jafn góður. Ég og mamma fengum okkur smurbrauð, ég fæ mér alltaf sama brauðið. Hálft með lambasteik og hálft beikonsmurbrauð með camenbert. Lostæti!   Amma fékk sér ljúffenga purusteik.  Kaffisopi og súkkulaðibiti er nauðsyn eftir góða máltíð.  Virkilega huggulegur dagur með yndislegustu konum sem ég þekki.  Sumir laugardagar eru einfaldlega betri en aðrir.  xxx Eva Laufey Kjaran

Hamingjusamur bloggari!

Þúsund þakkir fyrir heimsóknir á bloggið í janúar kæru vinir. Heimsóknir fyrir janúarmánuð voru yfir 155.000 og mikil ósköp sem ég er þakklát fyrir svona góða lesendur. Fyrir ári síðan voru heimsóknir í janúar 40.000 svo það er reglulega gaman að fylgjast með litla blogginu mínu vaxa.  Ef ekki væri fyrir svona frábæra lesendur þá væri ég örugglega löngu hætt að blogga. Það er svo skrítið hvað bloggið hefur haft mikil áhrif á mitt líf. Tækifæri og ákvarðanir sem ég hef tekið út frá blogginu, tækifæri sem ég hefði líklega aldrei fengið. Ég er allt annarri braut en ég var búin að „ákveða“ fyrir nokkrum árum, sem er mjög skemmtilegt.  Ég vil þakka ykkur öllum, mér finnst eins og ég sé búin að eignast marga vini…

Twix bomba.

Ég hef alltaf verið afskaplega hrifin af kökum og það er fátt sem gleður mig meira en fallegar og góðar kökur. Kökuást mín byrjaði mjög snemma og eina minningin sem ég á af ættarmóti sem var haldið fyrir mörgum árum eru kökurnar, ég setti mér það markmið að smakka hverja einustu köku sem var á borðinu. Fyrirkomulagið var þannig að hver fjölskylda kom með eina köku og það fannst mér reglulega spennandi. Þetta var mjög fjölmennt ættarmót en ég naut þess að smakka allar kökurnar, á meðan hin börnin léku sér þá var ég að vinna í því að ná settu markmiði. Síðasta kakan sem kom á borðið var kívíkaka í einskonar hlaupi, ég man það sérstaklega vegna þess að ég hef varla borðað kíví…

Að baka…

Gærdagurinn byrjaði á því að fínpússa verkefnið mitt sem ég flutti í skólanum í gær og eftir tímann þá brunaði ég aftur heim og byrjaði á því að skipuleggja bakstursdaginn mikla.  Ég er bæði að vinna í dag og tek þátt í því að skipuleggja kökuveislu Vöku sem er í kvöld svo það komst lítið annað að en baksturinn í gær.  Sem er aldeilis fínt og þið fáið auðvitað að sjá afraksturinn þegar þar að kemur.  Annars langaði mig nú bara til þess að bjóða áhugasömum á kökuveislu Vöku í kvöld. Úrval af kökum og bollakökukeppni milli nemenda. Herlegheitin hefjast kl. 20.00 í kosningamiðstöð Vöku, Vesturgötu 10a. Það væri mjög skemmtilegt að sjá sem flesta og það er öllum velkomið að mæta. Þetta er skemmtilegasta fjáröflun…

Ofnbökuð ýsa í mangókarrísósu.

Þegar ég var yngri þá var alltaf fiskur í matinn heima hjá mér á mánudögum og ég reyni að halda í þá hefð hér heima hjá mér.  Það má með sanni segja að ég sé að taka upp þær venjur sem mamma var með heima hjá okkur, ég man nú samt eftir því að ég var ekkert agalega ánægð með mánudagsfiskinn þegar  ég var yngri. Þá hét ég því auðvitað að þegar ég yrði stór þá skyldi nú vera pítsupartí á hverju kvöldi og hananú! En allt kom fyrir ekki og nú finnst mér mánudagar ómögulegir ef ég fæ ekki fisk í kvöldmatinn.   Að mínu mati er soðin ýsa stöppuð saman við kartöflur og smjör alltaf dásamlega gott en það er líka mjög gaman að…

Fimm myndir

Ég er nú örugglega ekki sú eina sem þrái sólina og sumarið. Í janúar þá er mjög freistandi að skoða utanlandsferðir og láta sig dreyma um huggulegheit. Ég tók saman nokkrar myndir frá því í fyrrasumar sem var ó svo dásamlegt! Um 40°C stiga hiti í New York. Ég var búin að ráfa svolítið lengi um borgina þegar að ég loksins fann Magnolia bakaríið. Þar féll ég í kökuhimnaríki. Ég keypti mér kökur, kökubók og límonaði. Rölti yfir í Central Park, sat í garðinum í langa stund. Borðaði köku í dásamlegum garði og naut þess að vera til.  Uppi á þaki á hótelinu í Boston í ansi miklum huggulegheitum.  Í fyrsta sinn í Kanada og túristinn dreif sig auðvitað upp í CN turninn. Magnað útsýni…

Annasöm vika, pizza Parma og Bridget Jones.

Nú er vikan á enda og tíminn flaug áfram. Það var frekar mikið að gera í vikunni og er ég ótrúlega ánægð með vikuna, margt spennandi í kortunum framundan sem ég hlakka mikið til að deila með ykkur.  Ég vaknaði snemma í morgun og fór suður í verkefni sem tók nærri því 10 klst. Ég var orðin fremur þreytt eftir langan dag en mig langaði nú  í eitthvað gott í kvöldmatinn svo ég dreif mig út í búð og keypti mér hráefni til þess að útbúa Parma Pizzu. Þegar að ég kom heim þá fór ég beinustu leið í náttfötin, bjó mér til pizzu, hellti í eitt rauðvínsglas, kom mér vel fyrir upp í sófa og horfði á Bridget Jones í sjónvarpinu á meðan ég…

Rjómalöguð tómatsúpa.

 Þessi vika hefur verið sérdeilis viðburðarrík og mikið að gera svo ég hef ekki haft mikinn tíma fyrir matargerð en mig langar þó alltaf í eitthvað gott að borða og þá er ekkert betra og fljótlegra en súpa. Súpur eru í sérstöku eftirlæti hjá mér og ég gæti borðað þær í öll mál. Ég bjó til tómatsúpu eitt kvöldið í vikunni, súpan heppnaðist vel að mínu mati og mig langar því til þess að deila uppskriftinni með ykkur.   Rjómalöguð Tómatsúpa 1 msk ólífuolía  1/2 meðalstór laukur, smátt saxaður 2 – 3 hvítlauksrif, pressuð 2 dósir niðursoðnir saxaðir tómatar.  handfylli af basilíku, smátt söxuð  800 ml vatn  1 kjúklinga – eða grænmetisteningur 3 dl rjómi salt og pipar eftir smekk Aðferð: Hitið olíu við vægan hita,…

1 29 30 31 32 33 80