Annasöm vika, pizza Parma og Bridget Jones.

Nú er vikan á enda og tíminn flaug áfram. Það var frekar mikið að gera í vikunni og er ég ótrúlega ánægð með vikuna, margt spennandi í kortunum framundan sem ég hlakka mikið til að deila með ykkur. 
Ég vaknaði snemma í morgun og fór suður í verkefni sem tók nærri því 10 klst. Ég var orðin fremur þreytt eftir langan dag en mig langaði nú  í eitthvað gott í kvöldmatinn svo ég dreif mig út í búð og keypti mér hráefni til þess að útbúa Parma Pizzu. Þegar að ég kom heim þá fór ég beinustu leið í náttfötin, bjó mér til pizzu, hellti í eitt rauðvínsglas, kom mér vel fyrir upp í sófa og horfði á Bridget Jones í sjónvarpinu á meðan ég gæddi mér á dýrindis pizzu. Virkilega huggulegur endir á helginni. 
Ég vona að þið hafið haft það ótrúlega gott elsku vinir. Við heyrumst spræk á morgun. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *