Hamingjusamur bloggari!

Þúsund þakkir fyrir heimsóknir á bloggið í janúar kæru vinir. Heimsóknir fyrir janúarmánuð voru yfir 155.000 og mikil ósköp sem ég er þakklát fyrir svona góða lesendur. Fyrir ári síðan voru heimsóknir í janúar 40.000 svo það er reglulega gaman að fylgjast með litla blogginu mínu vaxa. 

Ef ekki væri fyrir svona frábæra lesendur þá væri ég örugglega löngu hætt að blogga. Það er svo skrítið hvað bloggið hefur haft mikil áhrif á mitt líf. Tækifæri og ákvarðanir sem ég hef tekið út frá blogginu, tækifæri sem ég hefði líklega aldrei fengið. Ég er allt annarri braut en ég var búin að „ákveða“ fyrir nokkrum árum, sem er mjög skemmtilegt. 

Ég vil þakka ykkur öllum, mér finnst eins og ég sé búin að eignast marga vini sem mér þykir svo vænt um. Ég vona að þið eigið ljúfan dag og gerið eitthvað ánægjulegt í tilefni föstudags. Það er föstudagur og það er kominn febrúar, því ber að fagna. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *