Í dag á hann Haddi minn afmæli, tuttuguogfjögurra ára í dag. Það er samt svo svo lygilega stutt síðan að við vorum átján ára. Ég fór snemma á fætur og bakaði þessa skúffuköku sem er í miklu uppáhaldi hjá honum. Við erum sammála um að þessi kaka sé með þeim betri, hún er svo mjúk og dásamleg. Það var virkilega huggulegt að fá sér kökusneið með morgunkaffinu, það má nú aldeilis á tyllidögum. Næst þegar súkkulaðilöngunin kemur yfir ykkur þá mæli ég svo sannarlega með að þið prufið þessa köku, þið verðið ekki svikin. Hún er einföld, fljótleg og virkilega ljúffeng. Besta skúffukakan. 5 egg 3 dl sykur 5 dl hveiti 1 1/2 dl vatn3 msk kakó 2 msk sterkt kaffi, uppáhellt 300 g smjör…