Archives

Besta skúffukakan.

Í dag á hann Haddi minn afmæli, tuttuguogfjögurra ára í dag. Það er samt svo svo lygilega stutt síðan að við vorum átján ára.  Ég fór snemma á fætur og bakaði þessa skúffuköku sem er í miklu uppáhaldi hjá honum. Við erum sammála um að þessi kaka sé með þeim betri, hún er svo mjúk og dásamleg. Það var virkilega huggulegt að fá sér kökusneið með morgunkaffinu, það má nú aldeilis á tyllidögum.   Næst þegar súkkulaðilöngunin kemur yfir ykkur þá mæli ég svo sannarlega með að þið prufið þessa köku, þið verðið ekki svikin. Hún er einföld, fljótleg og virkilega ljúffeng.  Besta skúffukakan. 5 egg  3 dl sykur 5 dl hveiti 1 1/2 dl vatn3 msk kakó 2 msk sterkt kaffi, uppáhellt 300 g smjör…

Árshátíð

Aldrei, í sögu minni þá hef ég verið tilbúin svona snemma fyrir árshátíð. Vanalega þá er ég með varalit út á kinn og alltof sein… það var auðvitað lítið annað í stöðunni að skella hönd á mjöðm og smæla. Greyið heimilisfólkið sem þarf að standa í því að taka myndir.  Ég er ferlega spennt að hitta sumarvinnufélagana, það er alltaf svo gaman að hitta þau.  Ég vona að þið eigið gott kvöld framundan.  xxx Eva Laufey Kjaran

Útihlaup, grænn boozt og hlauparáð fyrir byrjendur.

Mér finnst ferlega gaman að hlaupa, að vísu finnst mér ekkert sérlega gaman að koma mér í form. Þá er allt svo erfitt og ótrúlega erfitt að koma sér af stað, en um leið og maður hefur komist yfir ákveðið þrep, þegar maður finnur að maður hefur betra úthald og líkaminn styrkist þá líður manni vel. Það er svo ótrúlegt hvað hreyfing hefur áhrif á andlegu hliðina. Ég tók þá ákvörðun skömmu eftir áramót að koma mér í ágætt hlaupaform. Mig langar mjög mikið að hlaupa hálft maraþon í sumar, nú hef ég verið að hlaupa að einhverju viti í rúman mánuð og finn strax mun á mér.  Þetta kemur allt smám saman, góðir hlutir gerast hægt. Ég er ekki að hlaupa til þess að…

Pítsakvöld

 Við höfum reynt að hafa alltaf pítsu á föstudögum (ég er að reyna að skrifa pítsu frekar en pizzu, mér finnst það fallegra). Það er svo fljótlegt og skemmtilegt að baka pítsur. Í kvöld vorum við með grænmetis- og hráskinkupítsu. Við vorum þrjú með tvær  pítsur og borðuðum nánast allt upp til agna, ég tek það fúslega á mig að hafa borðað mest enda ligg ég núna eins og skata upp í sófa. Ég er að bíða eftir því að smá rúm gefist fyrir súkkulaðið mitt sem ég keypti mér fyrir helgina, nóa kropp er auðvitað það besta sem ég veit um og ég ætla að læðast í það og fá mér einn kaffibolla seinna í kvöld.  Rólegt og huggulegt föstudagskvöld í vændum hjá mér, svona…

Halló helgi!

Föstudagur genginn í garð, það er alltaf föstudagur! Sama klisjan, vá hvað tíminn líður hratt. Föstudagar eru alltaf svolítið skemmtilegir, allir virðast vera í betra skapi og hlakka til að hafa það gott um helgina. Það skemmdi ekki fyrir að vakna á undan vekjaraklukkunni í morgun vegna þess að það var svo bjart úti. Þá rauk ég fram og bjó mér til boozt, skálaði auðvitað við þá sem vildu skála á heimilinu. (það vildi samt enginn skála, skil ekkert í þessu).  Ég vildi bara kasta á ykkur kveðju og vona að þið séuð að eiga ljúfan föstudag. Seinna í dag ætla ég að setja inn uppskrift að ljúffengu fajitas. Svo fylgist þið endilega með ef þið hafið áhuga.  xxx Eva Laufey Kjaran

11.03.13

Þá er mánudagurinn genginn í garð og mánudags boostið á sínum stað. Helgin var ferlega hugguleg og það væri alveg ágætt ef helgin myndi ekki líða svona skelfilega hratt. En þessi vika lítur vel út og margt spennandi að gerast.  Ég vona að þið eigið góða viku kæru vinir.  xxx Eva Laufey Kjaran

Halló helgi!

Gleðilega helgi kæru vinir. Helgin mín byrjaði fyrir klukkustund síðan, byrjaði á því að fá mér ljúffengan safa. Er hálf orkulaus eftir frekar kalda og gráa viku en þessi  safi ætlar að kýla orkuna í gang. Ég ætla að læra, borða góðan mat, hitta góða vini, fara að hlaupa, baka köku og almennt hafa það svolítið huggulegt um helgina. Ég vona að þið gerið eitthvað skemmtilegt, annað væri auðvitað algjör vitleysa.  xxx Eva Laufey Kjaran

Lífið Instagrammað.

1. Þegar mamma var á landinu þá fórum við nokkrar í ljúfan lunch á Jómfrúnni og fengum okkur smurbrauð og hvítvín.  2.Ég og amma mín nutum þess í botn. 3.  Ég og vinkona mín hún Guðrún Selma fórum í smakk á Lemon og vorum mjög ánægðar með staðinn sem opnar einmitt á morgun.  4. Haddi var svo elskulegur að gefa mér falleg blóm og köku ársins á konudaginn.   5. Ég var mjög sátt með makkarónu námskeiðið hjá Salt eldhúsi.  6. Makkarónur eru algjört augnayndi.  7. Fajitas. Uppskriftin kemur inn á bloggið á morgun.  8. Systur á vorfagnaði Nýs Lífs. Edda systir prýðir forsíðu blaðsins og er sérstaklega glæsileg!   9. Vinkonufjör á laugardaginn. Blönduðum nokkra ljúfa kokteila.  10. Ljúffengt sushi frá Tokyo sushi.  Ég læt nánast daglega…

Fjórar súpur sem bæta og kæta á köldum vetrardegi.

Á svona vetrardögum er ekkert betra en að ylja sér að innan með góðri og kraftmikilli súpu. Hér eru fjórar uppskriftir að súpum sem eru einstaklega bragðmiklar og góðar að mínu mati.  Ég mæli með góðri súpu og nýbökuðu brauði í kvöld kæru vinir.   Mexíkósk kjúklingasúpa. Þessi súpa er án efa í eftirlæti hjá mér, ég gæti borðað þessa súpu á  hverjum degi án þess að fá nóg. Þessi súpa verður í kvöldmatinn hjá mér í kvöld.  Brokkolísúpa með osti. Bragðmikil og ljúffeng súpa. Osturinn setur punktinn yfir i-ið.  Bragðmikil kjúklingasúpa með eplum og karrí. Bragðlaukarnir fá svo sannarlega að njóta sín þegar þessi súpa á í hlut, ótrúlega góð súpa sem rífur svolítið í.   Tómatsúpa með basilíku. Einföld, bragðmikil og ljúffeng súpa.  Kveikið á nokkrum kertum, leyfið…

Franskar makkarónur.

 Í bakhúsi á Laugaveginum leynist gullmoli sem engin áhugamannekja um matargerð ætti að láta fram hjá sér fara. Þar hefur Auður Ögn Árnadóttir innréttað kennslueldhúsið Salt eldhús. Kennslueldhús sem bíður upp á ótrúlega fjölbreytt úrval matreiðslunámskeiða , þar sem þátttakendur elda sjálfir allan mat frá grunni án þess að stuðst sé við fyrirlestrarformið.  Fyrir viku síðan fór ég ásamt vinkonu minni á námskeið hjá Salt eldhús. Þar lærðum við að baka dásamlegar Franskar makkarónur frá grunni. Húsnæðið hjá Salt eldhús er gullfallegt og umhverfið mjög notalegt. Um leið og ég kom inn í þetta fallega eldhús þá vissi ég að kvöldið yrði gott, stemnningin í eldhúsinu er ferlega góð og hugguleg.  Við bökuðum nokkrar tegundir af frönskum makkarónum og lærðum ýmis góð ráð. Ég smakkaði…

1 26 27 28 29 30 80