Ég er alltaf að prófa mig áfram í safagerð og mér finnst það frekar skemmtilegt, ég er svo ánægð þegar þeir heppnast vel. Ég orðin verulega háð avókadó, borða það helst á hverjum degi. Það er bæði svakalega hollt og einstaklega gott, því ákvað ég að búa til safa með avókadó sem heppnaðist svakalega vel. Græni súpersafinn. 500 ml ískalt vatn safi úr 1/2 sítrónu 2 sellerí stilkar, skornir í bita 1/2 agúrka, skorinn í bita handfylli spínat 1 dl ferskt eða frosið mangó í bitum 1 avókadó 1. Byrjið á því að skera hráefnið. 2. Setjið vatn í blandarann, 500 ml ískalt vatn. 3. Bætið hráefninu saman við vatnið í pörtum, ég læt fyrst agúrkuna og sellerí, leyfi því að hakkast algjörlega áður en…