Archives

Hressandi sumarsafi með avókadó.

Ég er alltaf að prófa mig áfram í safagerð og mér finnst það frekar skemmtilegt, ég er svo ánægð þegar þeir heppnast vel. Ég orðin verulega háð avókadó, borða það helst á hverjum degi. Það er bæði svakalega hollt og einstaklega gott, því ákvað ég að búa til safa með avókadó sem heppnaðist svakalega vel.   Græni súpersafinn.  500 ml ískalt vatn safi úr 1/2 sítrónu 2 sellerí stilkar, skornir í bita 1/2 agúrka, skorinn í bita handfylli spínat 1 dl ferskt eða frosið mangó í bitum 1 avókadó   1. Byrjið á því að skera hráefnið.  2. Setjið vatn í blandarann, 500 ml ískalt vatn.  3. Bætið hráefninu saman við vatnið í pörtum, ég læt fyrst agúrkuna og sellerí, leyfi því að hakkast algjörlega áður en…

Útgáfusamningur!

Þessi dagur er aðeins betri en aðrir dagar. Í morgun kvittaði ég undir útgáfusamning að matreiðslubók Evu. Mjög skemmtileg tilfinning og spennandi tímar framundan. Ég er svo óskaplega þakklát að hafa fengið þetta tækfæri, ég þakka nú góðum lesendum fyrir að hafa fylgt mér og án ykkar hefði ég ekki verið að skrifa undir útgáfusamning í dag.  Ég átti svolítið erfitt með að einbeita mér að próflestri í dag, fiðrildin eru svo mörg í maganum á mér. Það verður gott og gaman að klára prófin svo ég geti einbeitt mér að bókarskrifum. Þið fáið auðvitað að fylgjast grannt með þessu ferli, þetta verður spennandi.  xxx Eva Laufey Kjaran

Sveitasæla og bananabrauð.

Vikan flaug áfram og var yfir full af verkefnum sem er gott og blessað, en engu að síður þá hafði ég ekki mikinn tíma til þess að stíga fæti inn í eldhús og því hef ég verið ódugleg að setja uppskriftir hingað inn í vikunni. Að vísu gerði ég mjög fínan spaghettí rétt sem ég ætla að deila með ykkur seinna í dag. Nú er ég komin upp í sumarbústað og ætla að vera hér yfir helgina. Helgin er tileinkuð skrifum og lærdómi. Það góða við að vera upp í bústað er að nettenging er af skornum skammti og ég fæ ekki þá löngun að skrúbba allt og bóna. Í próflestri þá heillar ekkert meira en að byrja að þrífa fyrir sumarið, ég ræð ekki…

Brauðbakstur í Salt eldhúsi.

 Í bakhúsi á Laugaveginum leynist gullmoli sem engin áhugamannekja um matargerð ætti að láta fram hjá sér fara. Þar hefur Auður Ögn Árnadóttir innréttað kennslueldhúsið Salt eldhús. Kennslueldhús sem bíður upp á ótrúlega fjölbreytt úrval matreiðslunámskeiða, þar sem þátttakendur elda sjálfir allan mat frá grunni án þess að stuðst sé við fyrirlestrarformið.  Á þriðjudaginn þá fór á ég námskeið hjá Salt eldhúsi. Þar lærði ég að baka dásamleg brauð frá grunni. Ég hef oft bakað brauð með ágætum árangri en mig hefur lengi langað að læra það almennilega.  Brauðbaksturinn hjá mér hefur verið svona happa og glappa, stundum eru brauðin voða fín en aðra daga ekki svo fín.   Á námskeiðinu  lærðum við að baka frönsk og ítölsk brauð úr þremur tegundum af deigi og…

Mánudagur.

Svona leit morgunverðurinn minn út, mjög góð byrjun á vikunni sem verður heldur annasöm.  Ég er spennt fyrir verkefnum vikunnar og hlakka til að deila þeim með ykkur. Nú ætla ég hins vegar að fá mér kaffibolla númer þrjú, já það sagði enginn að það væri auðvelt að vakna snemma á mánudögum. Vonandi eigið þið góðan dag.  xxx Eva Laufey Kjaran.

Súkkulaðisæla á sunnudegi.

Mig dreymdi súkkulaðiköku í nótt svo þegar ég vaknaði þá fór ég beinustu leið inn í eldhús og bakaði ljúffengan mömmudraum. Kakan stendur alltaf fyrir sínu og er stórgóð. Nýbökuð súkkulaðikaka og ískalt mjólkurglas á sunnudagsmorgni er draumabyrjun á deginum.  Ég sit hér við stofuborðið, drekk kaffi og er að skipuleggja næstu daga. Lærdómur, skrif, vinna, námskeið og meira til er á dagskránni en mér líður alltaf mun betur þegar ég skrifa og skipulegg hvern einasta dag þegar mikið er að gera. Skemmtileg vika með spennandi verkefnum framundan. En nú ætla ég að fá mér aðra sneið af kökunni og byrja á einhverju af þessum lista sem ég er búin að punkta niður. Ég vona að þið eigið góðan dag framundan kæru vinir.  xxx Eva Laufey…

Lífið Instagrammað.

 1. Kristían Mar Kjaran og Eva Laufey Kjaran.  2. Ég og Maren systir mín að njóta þess að drekka rósavín í blíðunni í Noregi.   3. Fatafjör í Kolaportinu. Söludömur og uppboðsstjóri.. djók.  4. Menntamálanefndin mín að funda á mánudegi, líf og fjör.  5. Stórgott hádegisdeit með yndislegu Ebbu Guðný.  6. Sumarið er næstum því komið, því er nauðsyn að setja upp gleraugun.  7. Föstudagsblómin fínu.  8. Hamborgari og með því á Hamborgarabúllu Tómasar. Skál í bernaise! Þið getið auðvitað fylgst með mér á Instagram, finnið mig undir evalaufeykjaran. xxx Eva Laufey Kjaran.

Ítalskar kjötbollur frá grunni og ljúffeng súkkulaðimús.

 Þessi vika hefur gjörsamlega flogið áfram og verið mjög viðburðarík. Ég hlakka til að deila með ykkur þeim verkefnum sem eru framundan hjá mér. Það er svo ótrúlega gaman að stíga út fyrir þægindaramman og  grípa tækifærin þegar þau gefast.  Það er kærkomið að komast í smá helgarfrí, fríið fer þó meira og minna í lærdóm en það er helgarfrí fyrir því. Ég ætla að elda eitthvað gott og njóta þess að vera með fólkinu mínu. Helgarmaturinn er alltaf eilítið betri. Ég ætla að deila með ykkur tveimur uppskriftum sem eiga það sameiginlegt að vera einfaldar, fljótlegar og sérlega gómsætar. Tilvalið að bjóða fjölskyldu og vinum upp á þessa rétti.  Ítalskar kjötbollur með pastasósu.  Þessi uppskrift er í miklu eftirlæti hjá mér. Ég sé Ítalska…

Ó, borg mín borg.

Ég hef sagt ykkur það áður hvað ég elska að eiga gæðastundir í hádeginu með fjölskyldunni minni og vinum. Hádegisverður og góður félagsskapur, dagurinn verður bara svo miiiklu betri. Í dag fór ég ásamt vinkonu minni henni Guðrúnu Sóley á Borg Restaurant.  Borg Restaurant er staðsettur í hjarta borgarinnar. Ég heillaðist upp úr skónum um leið og ég kom þangað inn, innréttingin á staðnum er algjört augnayndi og þjónustan ótrúlega góð. Hlýlegur og elegant veitingastaður.   Matseðillinn er mjög spennandi og mig langaði einna helst að prufa allt saman á einu bretti. Ég og Guðrún ákváðum að fá okkur fjarka dagsins, það er ótrúlega sniðugt ef maður vill smakka nokkra rétti. Framsetningin á réttunum er líka mjög skemmtileg og það kunnum við Guðrún svo sannarlega að meta….

Kaupmannahöfn.

Í maí þá ætla ég að fara með fjórum af mínum bestu vinum til Kaupmannahafnar. Tilhlökkunin er vægast sagt mikil og ég get ekki beðið eftir því að eyða með þeim nokkrum dögum í danaveldi. Við höfðum talað svo lengi um að fara til útlanda saman en höfðum aldrei gert  neitt meira í því en að tala um það, en þegar við sáum að vinkona okkar hún Beyonce væri með tónleika í Kaupmannahöfn í maí þá vorum við ekki lengi að panta miða út. Þetta verður stórkostlegt, ég finn það á mér.  Ég er búin að vera að skoða veitingahús á netinu og skoða hvað við getum gert í Kaupmannahöfn, ég hef ekki farið þangað síðan í útskriftarferð í 10.bekk. Mig langaði svo að athuga…

1 24 25 26 27 28 80