Súkkulaðisæla á sunnudegi.

Mig dreymdi súkkulaðiköku í nótt svo þegar ég vaknaði þá fór ég beinustu leið inn í eldhús og bakaði ljúffengan mömmudraum. Kakan stendur alltaf fyrir sínu og er stórgóð. Nýbökuð súkkulaðikaka og ískalt mjólkurglas á sunnudagsmorgni er draumabyrjun á deginum. 
Ég sit hér við stofuborðið, drekk kaffi og er að skipuleggja næstu daga. Lærdómur, skrif, vinna, námskeið og meira til er á dagskránni en mér líður alltaf mun betur þegar ég skrifa og skipulegg hvern einasta dag þegar mikið er að gera. Skemmtileg vika með spennandi verkefnum framundan. En nú ætla ég að fá mér aðra sneið af kökunni og byrja á einhverju af þessum lista sem ég er búin að punkta niður. Ég vona að þið eigið góðan dag framundan kæru vinir. 
xxx
Eva Laufey Kjaran.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *