Útgáfusamningur!

Þessi dagur er aðeins betri en aðrir dagar. Í morgun kvittaði ég undir útgáfusamning að matreiðslubók Evu. Mjög skemmtileg tilfinning og spennandi tímar framundan. Ég er svo óskaplega þakklát að hafa fengið þetta tækfæri, ég þakka nú góðum lesendum fyrir að hafa fylgt mér og án ykkar hefði ég ekki verið að skrifa undir útgáfusamning í dag. 
Ég átti svolítið erfitt með að einbeita mér að próflestri í dag, fiðrildin eru svo mörg í maganum á mér. Það verður gott og gaman að klára prófin svo ég geti einbeitt mér að bókarskrifum. Þið fáið auðvitað að fylgjast grannt með þessu ferli, þetta verður spennandi. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)