Archives

Uppáhalds

Laugardagsmorgnar eru uppáhalds. Eftir ræktina í morgun þá brunaði ég beint í bakaríið og keypti dásamleg rúnstykki og meðlæti. Fór heim og bjó til safa, hellti upp á og bjó til lítinn bröns fyrir okkur þrjú hér heima. Mig, Hadda og Allan litla bró. Ég vona að ykkar laugardagur hafi farið vel af stað. Eigið góða helgi!  xxx Eva Laufey Kjaran

Takkógratín, dásamlegt gvakkamóle og ferskt salsa. Mexíkóskt fjör.

 Það einfalda er stundum það besta. Uppskriftirnar sem ég ætla að deila með ykkur í dag eiga það sameiginlegt að vera einfaldar, fljótlegar og ótrúlega góðar. Ég bauð fjölskyldu minni upp á þessa rétti í vikunni og þau voru voða ánægð með matinn. Ég ætlaði að vera búin að setja inn þessa uppskrift fyrir helgi en náði því miður ekki. Í dag er laugardagur og þá er svo sannarlega tilefni til þess að gera vel við sig og sína, takkóveisla með góðu meðlæti og góður félagsskapur er uppskrift að góðu kvöldi.  Takkógratín  fyrir þrjá til fjóra  1 msk. ólífuolía1 rauðlaukur, smátt skorinn1/2 rautt chili, smátt skorið3 hvítlauksrif, pressuð 2 – 3 meðalstórar gulrætur, smátt skornar 600 g nautahakk 1 rauð paprika, smátt skorinn 1 græn…

Vinir í New York

Ég og Agla vorum í New York um daginn og hittum Stebba okkar sem var að flytja til borgarinnar. Þrátt fyrir stutt stopp náðum við þó að afreka ansi margt, best af öllu var þó að hittast, knúsast og hlæja. Planið er að fara í aðra heimsókn til hans í vor og vera þá örlítið lengur. Ég verð alltaf meira og meira skotin í borginni, mér fannst hún svolítið mikil fyrst, en ég kann alltaf betur og betur við mig þar.  Ég hlakka til að fara í vor með bestu vinum mínum og njóta borgarinnar í nokkra daga, það er svo margt í boði í New York. Eitthvað fyrir alla. Hér kemur smá myndaflóð, ég elska þessar myndir. Þessi dagur var frábær, veðrið dásamlegt og…

Skemmtilegir tímar

Þess vika hefur verið ansi viðburðarrík. Ég skilaði af mér myndum fyrir bókina, svo nú er lítið eftir og það styttist óðum í að bókin komi út. Mikið hlakka ég til að sýna ykkur hana loksins. Svo tók ég upp matarinnslag fyrir Síðdegisútvarpið, ég hef verið á mánudögum undanfarnar vikur með eina uppskrift sem ég deili með hlustendum. Þið getið hlustað á upptökurnar hér. Í gær var mjög skemmtilegur dagur, ég stökk á fætur klukkan sex með fiðring í maganum. Við tókum upp fyrsta þáttinn „Í eldhúsinu hennar Evu“. Ég var svolítið stressuð fyrst um sinn eins og gengur og gerist þegar maður prófar eitthvað nýtt og er óvanur, en stressið var fljótt að hverfa þegar ég fór að dúllast í matnum og vonandi kemur þetta…

Rauðrófusafi sem bætir og kætir

 Vertu velkomin mánudagur… vikan lítur vel út og margt skemmtilegt framundan. Mér finnst mánudagar svo fínir, í morgun er  ég búin að skipuleggja vikuna og búa mér til dásamlegan safa.  Í vikunni skila ég af mér öllum myndum fyrir bókina og fyrsti þátturinn „Í eldhúsinu hennar Evu“ verður tekinn upp. Ég er með mörg fiðrildi í maganum, þetta verður skemmtileg vika með fjölbreyttum verkefnum.  Ég átti nú svolítið erfitt með að vakna í morgun, svona eins og gengur og gerist á mánudögum eftir helgina. Ég byrjaði daginn á því að búa mér til safa, sem er svo góður og hressandi. Ég á ekki safapressu og nota bara blandarann minn, það virkar vel. Hér kemur uppskriftin, ég mæli svo sannarlega með að þið prófið.  Rauðrófusafi  600…

Súkkulaðidraumur

Á sunnudögum finnst mér svo notalegt að baka köku og dúllast hér heima við. Í dag er þannig dagur, reyndar ætla ég að baka nokkrar kökur þar sem ég er að klára að taka myndir fyrir kökukaflann í bókinni minni. Það verður kökufjör á þessu heimili í dag og mér leiðist það nú ekki.  Mig langar að deila með ykkur uppskrift að súkkulaðiköku sem ég geri voðalega oft, hún er ótrúlega einföld og góð. Ég mæli með að þið prófið hana í dag kæru vinir.  Súkkulaðidraumur 140 g smjör, mjúkt 100 g flórsykur  3 egg  170 g súkkulaði, brætt 2 msk. hveiti  1 tsk. vanillusykur 2 msk. kakó flórsykur fersk ber  Aðferð: Hitið ofninn í 180°C.  Hrærið saman smjör og flórsykur þar til blandan verður…

Lífið Instagramað

Já, það er sko komið haust og kuldinn svo sannarlega farinn að segja til sín. Ég er kuldaskræfa og kann lítið að meta kulda, þó það sé vissulega kósí að vera inni á kvöldin með kveikt á kertaljósum þá er minna kósí að hlaupa út í bíl á morgnana. Ó jæja, ég ætla nú ekki að röfla um veðrið við ykkur. Dagurinn í dag hefur verið frekar skemmtilegur, fór á þrjá fundi sem voru allir voðalega góðir. Bókin farin að taka á sig skemmtilega mynd, mikið hlakka ég til að þess að sýna ykkur bókina loksins!. Tökur hefjast fljótlega á þáttunum og snillingurinn hún Andrea sem er að  hanna nýtt útlit fyrir bloggið er komin á gott skrið. Ég endaði daginn í Reykjavík á því…

Lífið

Lífið getur verið svo skemmtilegt og tækfærin mörg ef maður bara kýlir á þau.  Afsakið bloggleysið kæru vinir, mér finnst það agalega leiðinlegt að hafa ekki tíma til þess að sinna blogginu nógu vel þessa dagana en fljótlega verða breytingar á því. Ég hlakka til að deila með ykkur uppskriftum í haust/vetur. Fljótlega verður breyting á blogginu, kærkomin breyting. Þá verður auðveldara fyrir ykkur að nálgast uppskriftir og bloggið verður þægilegra að mörgu leyti og svo ætla ég að bæta við skemmtilegum nýjungum sem þið verðið vonandi ánægð með.   Nú fer að líða að því að matreiðslubók mín komi út, ég full tilhlökkunar og í leiðinni smá stressuð í leiðinni. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt verkefni og það verður gaman að sjá…

Halló mánudagur!

Gleðilegan mánudag kæru vinir. Ný vika, ný tækifæri og margt skemmtilegt framundan þessa vikuna. Ég byrjaði þennan mánudag á hressandi morgundrykk sem ég mæli með að þið prófið. Bætir og kætir.  Hressandi mánudagsdrykkur Handfylli spínat 3 dl frosið mangó í bitum 1 banani  1/2 límóna, safinn 1 msk chia fræ (gott að leggja þau í bleyti í 10 mín)  3 cm rifinn engiferrót 1 lítil vanillu skyrdós smá skvetta agavesíróp eða lífrænt hunang cayenne pipar (mjög sterkt, svo farið varlega! magn eftir smekk)  appelsínusafi með aldinkjöti, magnið fer eftir smekk.  Blandið öllu saman í blandara í 3 – 4 mínútur. Þessi skammtur dugir mér í tvö til þrjú glös yfir daginn. Mæli svo sannarlega með að þið prófið þennan drykk því hann er svakalega góður…

Ljúffeng bananakaka með pekanhnetum

Ef ég er í fríi á laugardögum þá þykir mér svo gaman að baka eitthvað gott, bakstursilmurinn gerir líka heimilið enn notalegra. Ég átti banana sem voru á síðasta snúning og ætlaði að búa til bananabrauð, en svo datt mér í hug að prófa að búa til bananaköku fyrst mig langaði í almennilega köku með kremi. Ég er yfir mig hrifin af pekan hnetum og þær gegna lykil hlutverki í kökunni að mínu mati, auðvitað getið þið sleppt hnetunum ef þið eruð ekki hrifin af þeim. Ég mæli alla vega með að þið prófið.  Bananakaka með pekanhnetum  Fyrir fjóra til sex Uppskrift 2 egg 3 dl sykur 2 þroskaðir bananar 60 g smjör 3 1/5 dl hveiti  1 tsk vanillu extract (eða vanillusykur) 1/2 dl…

1 18 19 20 21 22 80