Súkkulaðidraumur

Á sunnudögum finnst mér svo notalegt að baka köku og dúllast hér heima við. Í dag er þannig dagur, reyndar ætla ég að baka nokkrar kökur þar sem ég er að klára að taka myndir fyrir kökukaflann í bókinni minni. Það verður kökufjör á þessu heimili í dag og mér leiðist það nú ekki.  Mig langar að deila með ykkur uppskrift að súkkulaðiköku sem ég geri voðalega oft, hún er ótrúlega einföld og góð. Ég mæli með að þið prófið hana í dag kæru vinir. 

Súkkulaðidraumur

140 g smjör, mjúkt

100 g flórsykur 
3 egg 
170 g súkkulaði, brætt
2 msk. hveiti 
1 tsk. vanillusykur
2 msk. kakó

flórsykur
fersk ber 
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C.  Hrærið saman smjör og flórsykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjum út í, einu í einu. Hellið brædd súkkulaðinu saman við og hrærið vel í. Í lokin fer hveitið, vanillusykur og kakóið saman við. Hellið blöndunni í smjörpappírsklætt smelluform(24cm) og bakið í 25 – 30 mínútur.  

Sáldrið smávegis af flórsykri yfir kökuna áður en þið berið hana fram. 
Kakan er dásamleg með ferskum berjum og rjóma. 

Njótið vel. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *