Helgin er að skella á og þá er svo sannarlega tilvalið að gera vel við sig og sína. Ég hef lítið náð að blogga í vikunni því nú verr og miður en ég vona að þessi uppskrift bæti upp fyrir bloggleysið. Ég er sérlega hrifin af kjúkling og elda hann mjög oft eins og þið hafið örugglega tekið eftir. Fylltar kjúklingabringur eru í eftirlæti, þessi uppskrift sem ég deili með ykkur í dag er afar einföld og þægileg. Fullkomin föstudagsuppskrift ef svo má að orði komast. Ég smakkaði svo gott og ferskt pestó um daginn að ég ákvað að nota það í þennan rétt. Ég er mjög hrifin af pestó og þá sérstaklega ef það er mjög ferskt. Fylltar kjúklingabringur með dásamlegu pestó Uppskriftin er…