Archives

Fylltar kjúklingbringur með dásamlegu pestó

Helgin er að skella á og þá er svo sannarlega tilvalið að gera vel við sig og sína. Ég hef lítið náð að blogga í vikunni því nú verr og miður en ég vona að þessi uppskrift bæti upp fyrir bloggleysið. Ég er sérlega hrifin af kjúkling og elda hann mjög oft eins og þið hafið örugglega tekið eftir. Fylltar kjúklingabringur eru í eftirlæti, þessi uppskrift sem ég deili með ykkur í dag er afar einföld og þægileg. Fullkomin föstudagsuppskrift ef svo má að orði komast. Ég smakkaði svo gott og ferskt pestó um daginn að ég ákvað að nota það í þennan rétt. Ég er mjög hrifin af pestó og þá sérstaklega ef það er mjög ferskt.  Fylltar kjúklingabringur með dásamlegu pestó  Uppskriftin er…

Hægeldað lambalæri með piparostasósu

Hægeldað lambalæri 1 lambalæri ca. 3 kg ólífuolía 1 – 2 msk. Lamb Islandia salt og pipar (magn eftir smekk) 10 – 12 kartöflur 1 – 2 sætar kartöflur 6 – 8 gulrætur 1 rauð paprika 1 græn paprika 1 kúrbítur 1 laukur 700 ml vatn Bakarofn hitaður í 110°C undir-og yfirhita. Skolið lambalærið og þerrið. Skerið grænmetið í heldur smáa bita og setjið í ofnpott, veltið upp úr smá ólífuolíu og saltið og piprið. Hellið vatninu yfir grænmetið. Nuddið lærinu upp úr ólífuolíu og síðan með lambakjötskryddinu og salti og pipar. Leggið lærið yfir grænmetið. Bakið lærið í sjö klukkustundir í ofnpotti. Það er ágætt að stinga hitamæli í lærið. Þegar það hefur náð 60-65 gráðu kjarnhita þá er lærið tilbúið. Það er gott…

Út að hlaupa

 Íslenska hlaupabókin ‘Út að hlaupa’ kom út á dögunum. Höfundar bókarinnar eru þær Elísabet Margeirsdóttir og Karen Kjartansdóttir. Ég er stórhrifin af bókinni. Einstaklega fróðleg bók fyrir þá sem hafa áhuga á hlaupum.  Í bókinni er fjallað um æfingaáætlanir, hlaupabúnað, styrktaræfingar, mataræði og meira til. Mér finnst mjög gaman að hlaupa, en ég er ein af þeim sem dett úr hlaupagírnum af og til. Það er kannski vegna þess að stundum byrjar maður of hratt og springur of fljótt. Það eru mörg góð ráð í bókinni og ég er nú þegar búin að tileinka mér nokkur ráð sem hafa virkað vel fyrir mig. Með því að fylgja þessum ráðum þá vona ég auðvitað að hlaupagleðin haldi sér jafnt og þétt yfir árið.  Bókin er tilvalin…

Helgin mín í myndum

Helgin var sérstaklega fljót að líða að þessu sinni, ég og amma komum hingað til Noregs á föstudaginn og förum heim í dag. Þetta hefur verið dásamlegt frí með fjölskyldunni og mikið sem ég hlakka til að fá þau öll heim um jólin, það styttist nú í það.  Svona frí eru alltaf svo fljót að líða og ég væri nú alveg til í að vera nokkra daga til viðbótar, en en.  Ég tók mikið af myndum eins og ég geri nú alltaf, ég ætla að deila nokkrum með ykkur… eða já nokkrum. Hér kemur myndaflóð.  Steindór Mar elsti prinsinn minn fór með mér í göngutúr í fallega haustveðrinu Kristían Mar Kjaran sælkeri var ánægður með kaffihúsaferð Kristían, amma Rósa og Daníel Mar í stuði Eva…

Tedrykkja

Ég er mikil kaffimanneskja og veit fátt betra en að fá mér góðan kaffibolla, mér finnst ég drekka of mikið af kaffi suma daga og hef verið að prófa mig áfram í tedrykkju. Ég hef ekki verið mikið fyrir te, en undanfarna daga þá hef ég verið að prófa tvær tegundir af te-um sem mér líkar svakalega vel við. Celestial te. Mér finnst gott að fá mér bolla af grænu te í morgunsárið og svo bláberjate á kvöldin.  Bláberjate, þetta er ótrúlega gott te. Lyktin er líka alveg dásamleg.  Grænt te, mér finnst orðið voða fínt að fá mér einn bolla af grænu tei í morgunsárið.  Ég vona að þið eigið góðan dag kæru vinir.  xxx Eva Laufey Kjaran

Dásamlegt helgarfrí

 Gleðilega helgi kæru lesendur. Vikan leið svo fljótt, ég hef ekki haft tíma til þess að líta inn á bloggið í vikunni. Mér finnst það voðalega leiðinlegt að ná ekki að setja inn eins og eina uppskrift eða þá bara rétt til þess að segja hæ við ykkur. Það hefur verið mikið að gera í vikunni og ég vona að þið fyrirgefið mér bloggleysið, bráðlega verður nýja útlitið á blogginu tilbúið svo þá verður enn skemmtilegra að blogga fyrir ykkur.  Nú eru örfáir dagar í að fyrstu matreiðsluþættir mínir fari í loftið, ég get nú alveg sagt ykkur að ég er með mööörg fiðrildi í maganum. Ég er voða spennt og aðvitað pínu stressuð. Ég vona innilega að þið hafið gaman af. 🙂 Hér getið…

Bleikur föstudagur

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum að í dag er bleikur föstudagur, það er svo gaman að sjá hvað það eru margir sem taka þátt. Ég á ósköp fáar flíkur sem eru bleikar en ég  fór í bleikum íþróttafötum í þrektíma í morgun svo það telst vonandi með. Ég drekk í staðinn eingöngu bleika drykki í dag, ég byrjaði daginn á því að fá mér bleikan boozt og auðvitað læt ég uppskrift fylgja með. Ég vil einnig vekja athygli á því að í kvöld þá dreg ég út vinningshafa í gjafaleiknum hér á blogginu. Ég hvet ykkur til þess að taka þátt 🙂 10 þús króna gjafabréf í Kosti og sælkeramáltíð á Lemon.   Bleikur og gordjöss 2 dl frosin blönduð ber  1 dl fersk eða…

Heimatilbúin möndlumjólk og ljúffengur Chia grautur með mangóbitum.

Í síðustu viku hélt Ebba Guðný fyrirlestur hér á Akranesi. Hún fór yfir allskyns grunnatriði hvað varðar góða heilsu, bæði andlega og líkamlega. Hún fór yfir hvar við fáum lífsnauðsynlega fitu, góð prótein, hreinan mat og góð hráefni úr jurtaríkinu sem skipta okkur svo miklu máli. Þetta var mjög fróðlegur fyrirlestur, Ebba er líka svo dásamleg svo það var mikil ánægja að sitja fyrirlestur hjá henni. Ég var yfir mig spennt þegar ég var búin á námskeiðinu, ég dreif mig heim og undirbjó morgunmatinn fyrir næsta dag. Ég mæli með að þið farið á námskeið hjá henni Ebbu. Hér getið þið skoðað vefsíðuna hjá henni.  Heimatilbúin möndlumjólk og ljúffengur Chia grautur með mangóbitum. Ég sá einfalda uppskrift að möndlumjólk hjá vinkonu minni henni Edit og ákvað að…

Safar, boozt og skemmtilegur gjafaleikur! 10.000 króna inneign hjá Kosti og sælkeramáltíð hjá Lemon.

Mér finnst voða gott að byrja daginn á að búa mér til góðan safa eða gott boozt. Ég geri alltaf svolítið mikið svo ég á nóg til í ísskápnum. Það er gaman að prófa sig áfram í safa- og booztgerð. Ég á nokkra uppáhalds og ég ætla að deila með ykkur uppskrift að sex drykkjum sem ég mæli með að þið prófið. Avókadó drykkurinn góði Berja booztið dásamlega Sá græni og góði Rauðrófusafinn fallegi Græn orkubomba Appelsínu-og gulrótarsafi  Ég mæli með að þið prófið ykkur áfram í boozt-og safagerð. Það er einfaldara en margan grunar, það eina sem til þarf eru góðir ávextir og blandari. Í samstarfi við Kost og Lemon þá ætla ég að gefa heppnum lesanda 10.000 króna gjafabréf hjá Kosti, þar er…

Myndir af Instagram @evalaufeykjaran

1. Mexíkósk veisla sem verður í bókinni Matargleði Evu sem fer að koma út.  2. Mamma og amma, hvar væri ég án þeirra? Þær hjálpuðu mér svo mikið við gerð bókarinnar, ég kláraði að taka myndir og elda réttina í þarsíðustu viku og auðvitað skáluðum við fyrir því.  3. Sátt og sæl eftir fyrsta tökudaginn, þættirnir ‘ Í eldhúsinu hennar Evu’ hefjast fljótlega á Stöð3. 4. Okkur systrum þykir ekki leiðinlegt að borða, ljúft deit með Eddu á Austurlensku Hraðlestinni. 5. Bleikur og góður boozt 6. Gummi bróðir minn og kærastan hans voru að fá sér þennan fallega hund, hún Þoka mín er sætust.  7. Helgin er búin að vera virkilega ljúf, laugardagsbröns er nauðsyn.  8. Ég og Haddi fórum í hjólatúr í góða veðrinu í…

1 17 18 19 20 21 80