Út að hlaupa

 Íslenska hlaupabókin ‘Út að hlaupa’ kom út á dögunum. Höfundar bókarinnar eru þær Elísabet Margeirsdóttir og Karen Kjartansdóttir. Ég er stórhrifin af bókinni. Einstaklega fróðleg bók fyrir þá sem hafa áhuga á hlaupum.  Í bókinni er fjallað um æfingaáætlanir, hlaupabúnað, styrktaræfingar, mataræði og meira til. Mér finnst mjög gaman að hlaupa, en ég er ein af þeim sem dett úr hlaupagírnum af og til. Það er kannski vegna þess að stundum byrjar maður of hratt og springur of fljótt. Það eru mörg góð ráð í bókinni og ég er nú þegar búin að tileinka mér nokkur ráð sem hafa virkað vel fyrir mig. Með því að fylgja þessum ráðum þá vona ég auðvitað að hlaupagleðin haldi sér jafnt og þétt yfir árið.
 Bókin er tilvalin fyrir þá sem eru að byrja að hlaupa og þá sem eru lengra komnir. Ég mæli eindregið með að þið nælið ykkur í eintak og farið út að hlaupa… hér getið þið keypt bókina. 
 Ég ætla að deila nokkrum hlaupalögum með ykkur eins og ég hef nú gert áður, þetta eru þau lög sem ég hlusta mest á um þessar mundir þegar ég fer út að hlaupa. 

xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *