Safar, boozt og skemmtilegur gjafaleikur! 10.000 króna inneign hjá Kosti og sælkeramáltíð hjá Lemon.

Mér finnst voða gott að byrja daginn á að búa mér til góðan safa eða gott boozt. Ég geri alltaf svolítið mikið svo ég á nóg til í ísskápnum. Það er gaman að prófa sig áfram í safa- og booztgerð. Ég á nokkra uppáhalds og ég ætla að deila með ykkur uppskrift að sex drykkjum sem ég mæli með að þið prófið.
Avókadó drykkurinn góði
Berja booztið dásamlega
Sá græni og góði
Rauðrófusafinn fallegi
Græn orkubomba
Appelsínu-og gulrótarsafi 
Ég mæli með að þið prófið ykkur áfram í boozt-og safagerð. Það er einfaldara en margan grunar, það eina sem til þarf eru góðir ávextir og blandari. Í samstarfi við Kost og Lemon þá ætla ég að gefa heppnum lesanda 10.000 króna gjafabréf hjá Kosti, þar er frábært úrval af ávöxtum og grænmeti. Á fimmtudögum er 50% afsláttur af ávöxtum og grænmeti. Ég mæli þess vegna með að þið nýtið gjafabréfið á fimmtudögum. 
Sælkerasamloku- og djússtaðurinn Lemon ætlar einnig að gefa þessum heppna lesanda sælkeramáltíð á Lemon. Það er dásamlegt að fá sér góðan safa og góða samloku á Lemon. Mitt uppáhald er Djangó safinn og Parmella samlokan. 
Það eina sem þú þarft að gera lesandi góður til þess að eiga möguleika á því að næla þér í gjafabréfin er að skrifa nafn og netfang í athugasemdakerfið hér fyrir neðan og gefa blogginu like á Facebook, ef þú ert nú þegar búin/n að gefa blogginu like þarftu einungis að skrifa nafn og netfang í athugasemdakerfið. Ég dreg út heppinn vinningshafa föstudaginn 11.október! 
Bestu kveðjur til ykkar 
xxx
Eva Laufey Kjaran 

Endilega deildu með vinum :)