Archives

Byrjun á nýju ári

Loksins fann ég myndavélasnúruna mína svo nú get ég deilt með ykkur myndum kæru vinir. Byrjum bara árið á myndum sem ég tók í morgun, dagurinn í dag hefur farið í að plana næstu vikur og mánuði. Já, ég er ein af þeim sem verð að skrifa allt niður og skipuleggja mig vel og vandlega, annars fer allt í kaós. Verkefni morgundagsins er meðal annars að kaupa dagbók, já það er ekki nóg að skrifa plönin niður í tölvuna mér finnst eiginlega betra að nota gömlu góðu dagbókina.  Árið byrjar vel, janúar er alltaf að mínu mati svolítið grár mánuður en hann hefur verið ansi ljúfur hingað til. Veðrið er líka búið að vera svo fínt og ég hef byrjað daginn á því að fara…

Ársuppgjör. Kveð árið 2013 með þakklæti efst í huga.

„Áramótaheitið mitt í ár er að einblína á litlu hlutina sem skipta máli og gera lífið skemmtilegra. Mér finnst alltaf í byrjun janúar að ég þurfi að vera með ákveðið plan og háleit markmið sem nauðsyn ber að fylgja, það veldur mér stundum smá áhyggjum því mér líður oft eins og allt þurfi að gerast strax og ég gleymi að einblína á litlu hlutina sem skipta oft öllu máli. Hér eru nokkur lítil atriði sem að mínu mati gera lífið skemmtilegra..  Ég ætla að fara oftar í bústað, eiga fleiri notalegar stundir með fjölskyldunni minni, elda oftar með vinkonum mínum, fara vikulega út að borða í hádeginu með vinum mínum, taka enn fleiri myndir af mat og deila uppskriftum, fara á matreiðslunámskeið, prufa að elda…

Gómsætar kræsingar frá Iceland.

Um jólin elska ég að fá mér eitthvað sætt með kaffinu á kvöldin eftir ljúffengan jólamat. Stundum gefst þó ekki mikill tími til þess að huga að eftirréttum. Þá er nú gott að eiga gómsætar kræsingar í frystinum þegar súkkulaðilöngunin kemur upp eða góðir gestir koma óvænt í heimsókn. Það er ansi þægilegt að eiga tilbúnar kræsingar. Ég bauð fjölskyldu minni upp á þessar kræsingar eitt kvöldið eftir jólamatinn, súkkulaðiostakaka og súkkulaðihjúpuð kirsuber. Einfalt, þægilegt og gómsætt.   Súkkulaðihjúpuð kirsuber eru ferlega góð, sérstaklega með kaffinu.  Súkkulaði- og karamelluostakaka sem sló í gegn.   Ég mæli með að þið prófið þessar einföldu kræsingar frá Iceland. Það má nú stundum hafa þetta svolítið þægilegt og kaupa tilbúið. xxx Eva Laufey Kjaran

Lokaþáttur af matreiðsluþáttunum mínum, Í eldhúsinu hennar Evu. Hátíðarmatur. Kalkúnabringa með dásamlegu meðlæti.

Ofnbakaðar kalkúnabringurUppskriftir miðast við fjóra 1 kg kalkúnabringa smjör kalkúnakrydd salt og pipar 3 dl vatn 1 kjúklingateningur Aðferð:Hitið smjör á pönnu, kryddið bringuna með kalkúnakryddi, salti og pipar. Brúnið bringuna á öllum hliðum á pönnunni í örfáar mínútur. Setjið bringuna í eldfast mót. Sjóðið vatn og leysið kjúklingatening upp í vatninu, hellið vökvanum í eldfasta mótið. Gott er að setja smá smjörklípu ofan á bringuna áður en hún fer inn í ofn. Bringan er sett inn í ofn við 90°C í 1,5 klst. Gott er að stinga kjötmæli í bringuna eftir 1,5 klst. Mælirinn ætti að sýna 73–74°C. Þá er bringan tilbúin, ef ekki þá þarf hún að vera svolítið lengur í ofninum. Bringan þarf að hvíla þegar hún er komin út úr ofninum…

Vinningshafinn í gjafaleiknum…

Alls tóku 411 lesendur þátt í gjafaleiknum hér á blogginu í samstarfi við Cup Company.  Það var hún Sandra Mjöll sem var númer 29 í þetta skiptið. Hún fær því þessi gullfallegu form frá Cup Company.  Þúsund þakkir fyrir góða þáttöku í gjafaleiknum kæru vinir, það verður gjafaleikur enn á ný í vikunni. Fylgist vel með.  Bestu kveðjur til ykkar allra  Eva Laufey Kjaran 

Nýja heimilið

Nú erum við flutt og íbúðin okkar verður heimilislegri með hverjum deginum, það er voða gaman að koma sér fyrir. Okkur líður vel hér í borginni, ekki það að okkur hafi ekki liðið vel á Akranesi. Það er bara svo ansi gott að sleppa akstrinum, mér finnst ég eiga miklu meiri tíma.  Um helgina er fyrsta helgin í aðventu sem þýðir að það styttist í elsku jólin, tíminn flýgur áfram og það er nóg að gera fram að jólum. Ég ætla að reyna að baka eitthvað um helgina, hálf tómlegt að eiga engar smákökur á nýja heimilinu. Það gengur auðvitað ekki.  Kökur gera heimilið enn heimilislegra og hlýlegra.  Svona er útsýnið mitt þennan föstudagseftirmiðdag, ég sit hér drekk ljómandi gott kaffi og borða dásamlega súkkulaðibitaköku….

Lífið Instagramað @evalaufeykjaran

 1. Bókin mín Matargleði Evu kom út þann áttunda nóvember. Það var dásamleg tilfinning að fá bókina í hendurnar eftir langa bið, ég er voða ánægð með bókina og ég er algjörlega í skýjunum yfir því hvað henni hefur verið vel tekið. Ég hélt útgáfuboðið sama daga og bókin kom út. Hátt í tvö hundruð manns komu og fögnuðu þessum áfanga með mér. Mikið sem ég er heppin að eiga allt þetta góða fólk. Ómetanlegt að eiga góða fjölskyldu, góða vini og auðvitað góða lesendur. Þúsund þakkir til ykkar allra. Án ykkar hefði ég ekki tækifæri til þess að gefa út matreiðslubók.   2. Rice Krispíes kakan dásamlega í tökum. 3. Kynning á Stöð 3 í Kringlunni, þættirnir mínir Í eldhúsinu hennar Evu eru einmitt sýndir…

Dásamlega vetrarsúpa sem yljar

Veturinn er kominn, það má með sanni segja. Það er snjór úti og svolítið kalt, þá er nú ekkert betra að mínu mati en ljúffeng súpa sem yljar. Ég er einstaklega mikil súpukona og mér finnst fátt betra en góð og matarmikil súpa. Ég bjó til afskaplega einfalda og gómsæta tómatsúpu um daginn og ég verð að deila uppskriftinni með ykkur. Ég prófaði að nota kirsuberjatómata í dós að þessu sinni og ég verð að segja að ég er yfir mig hrifin af þeim, einstaklega bragðgóðir. Ég mæli með að þið prófið þessa súpu, það er svo huggulegt þegar heimilið ilmar af matargerð og á köldum dögum gefa súpur hita í kroppinn.  Dásamlega vetrarsúpa uppskrift miðast við 3 – 4  1 msk. ólífuolía 1/2 meðalstór…

Tiramisú og bakaðir ávextir með vanilluís.

Tiramisú Tiramísú er guðdómlegur ítalskur eftirréttur. Nafnið þýðir í raun „taktu mig upp“ og er þá verið að vísa í að hann fer með okkur í hæstu hæðir, svo góður er hann. Þegar ég gæði mér á tiramisú fer hugurinn með mig á lítinn sætan veitingastað í Bretlandi þar sem ég smakkaði réttinn í fyrsta sinn. Það eru til margar útgáfur af tiramisú, þessi útgáfa er virkilega einföld. 4 egg 100 g sykur 400 g mascarpone ostur 2 msk Amarula líkjör (má sleppa) 2 tsk vanillu extrakt 4 dl þeyttur rjómi 250 g kökufingur (Lady Fingers) 6-7 dl sterkt uppáhellt kaffi kakó eftir þörfum Stífþeytið egg og sykur saman þar til þykk froða myndast. Blandið mascarpone ostinum saman við eggjablönduna og hrærið vel. Bætið líkjörnum,…

1 16 17 18 19 20 80