Archives

Fallegur laugardagur, stækkandi magi og pönnukökuveisla.

Við Haddi erum fyrir austan í sælunni og erum búin að eiga ansi ljúfan laugardag. Veðrið er voðlega fínt, það er auðvitað svolítið kalt en nauðsynlegt að fara aðeins út og hressa upp á sig. Nauðsynlegt að príla svolítið og auðvitað þumalinn upp fyrir því.  Nú er ég gengin 21 viku með litlu dömuna okkar og ég nota hvaða tækifæri sem er og held utan um stækkandi maga sem ég er svo ánægð með og pósa fyrir myndavélina 😉  Haddi minn sætur og fínn við Seljalandsfoss.  Já, það var svolítið kalt en fallegt var það.  Kaffitími hjá ömmu hans Hadda, pönnukökur með rjóma og sultu. Það allra besta. Ég held svei mér þá að það sé fátt sem slær þessm pönnukökum við. Njótið helgarinnar –…

Jarðarberja daiquiri

Ég hlakka mikið til að fylgjast með úrslitakvöldinu í Eurovision í kvöld. Ég held svakalega mikið upp á Eurovision og mér finnst alltaf jafn gaman að horfa. Undanfarin ár þá hef ég haldið Eurovision teiti og boðið vinum mínum. Eurovision er ekki allra en það geta nú flestir verið sammála um að það er alltaf gaman að hittast, blanda góða drykki og horfa saman á keppnina.  Í kvöld kemur í ljós hvaða lag við sendum út í lokakeppnina. Það er því vel við hæfi að bjóða fólkinu ykkar heim í smá teiti. Nú þegar sólin er farin að skína er enn skemmtilegra að bjóða upp á góða drykki. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift að uppáhalds kokteilnum mínum, það kannast sennilega flestir við þennan…

Oreo bollakökur með hvítsúkkulaðikremi

Oreo bollakökur með hvítsúkkulaðikremi 20 – 24 bollakökur 250 g smjör, við stofuhita  4 dl sykur  4 egg  4 – 5 dl mjólk (eða rjómi)  6 dl hveiti  2 – 3 tsk lyftiduft  1 tsk matarsódi 2 tsk vanilla extract (eða vanillusykur) 16 Oreo smákökur (1 pakki) Aðferð:  1. Hitið ofninn í 180°C.(blástur)  2. Þeytið saman smjör og sykur í þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli. 3. Sigtið saman hveiti og lyftiduft a.m.k. þrisvar sinnum. Bætið hveitiblöndunni, matarsódanum vanillu og mjólkinni saman við og þeytið mjög vel í nokkrar mínútur þar til blandan verður orðin silkimjúk. 4. Hakkið Oreo smákökurnar í blandara eða þá bara með handaflinu í mjög smáa bita.  5.Skiptið deiginu niður í bollakökuform og bakið…

Guðdómleg skyrkaka með hvítu súkkulaði og ferskum berjum

Ég er yfir mig hrifin af osta- og skyrkökum. Þær eru eitthvað svo „creamy“ og góðar. Ég fæ til mín svo góða gesti í mat í kvöld að ég ákvað að hafa góða köku í eftirrétt. Ég er ekki að plata ykkur þegar ég segi að þessi kaka er af einföldustu gerð, það tekur hámark 30 mínútur að búa hana til. Svo þarf hún bara að vera í kæli í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt og þá er hún tilbúin. Ég elska góðar kökur og hvað þá ef þær eru einfaldar og fljótlegar. Ég mæli svo sannarlega með að þið prófið þessa köku. Hún er virkilega góð, ég lofa ykkur því. Tilvalið að hafa hana sem eftirrétt eða þá bara í kaffitímanum. Ég er líka…

Instagram myndir

 1. Hjá Danna á Senter í vetrarhressingu.  2. Klúbbsamlokan á Snaps er gúrm, mæli með að þið prófið.   3. Já fleiri matarmyndir, laugardagshuggulegheit á kaffihúsi í miðbænum.  4. Eldhúsið mitt í Vesturbænum  5. Yfirheyrsla í Fréttablaðinu. Léttar og skemmtilegar spurningar.  6. Ég fór á þorrablót Skagamanna um síðustu helgi og skemmti mér ótrúlega vel, með mér á myndinni er Aldís Birna ofurfagra svilkona mín.   Í dag eyddi ég deginum með blaðamönnum frá Jamie Oliver tímaritinu í Bretlandi. Við löbbuðum um Reykjavík og ég sýndi þeim marga dásamlega veitingastaði sem við erum svo heppin að eiga. Það var ekki leiðinlegt að monta sig af góða og fjölbreytta matnum okkar hér á Íslandi. Ykkur er meira en velkomið að fylgjast með mér á Instagram, mér finnst voða…

Heimakær

Birtan var svo fín í gær þegar sólin ákvað að skína örlítið.  AB mjólk, special K og bláber í morgunsárið. Nú eru liðnir tveir mánuðir frá því að við fluttum hingað í Vesturbæinn og okkur líður mjög vel. Mér finnst Vesturbærinn eiginlega vera eins og lítill bær, eins og Akranes. Stutt í allt og mjög þægilegt að vera hér. Íbúðin okkar verður líka heimilislegri með hverjum deginum og nú vantar mig bara nokkrar myndir á vegginn  og þá ætti allt saman að vera komið í bili.  Það er líka sérstaklega notalegt að geta unnið heima fyrir þennan morgunin því veðrið úti er lítið spennandi. En ég þarf nú samt að koma mér af stað í nokkur verkefni eftir hádegi. Ég hef þó klukkustund til þess…

Já nú sigrum við janúar og febrúar!

 Það eru tveir mánuðir á árinu sem að mínu mati líða svolítið hægt, þá er ég að tala um janúar og febrúar. Þeir geta verið gráir og pínu fúlir. En við getum auðvitað alltaf tekið málin í okkar hendur og verið dugleg við að hitta fólkið okkar, hreyfa okkur og borða góðan mat auðvitað. Að plana og hafa eitthvað til þess að hlakka til er svo skemmtilegt (finnst mér, ég er pínu plan-óð). Hér eru nokkur dæmi sem hægt er að gera til þess að hressa upp á þessa ágætu en gráu mánuði.  Að sáldra smá súkkulaði út í morgunkaffið eða fá sér einn bita af dökkum súkkulaðibita með, það er eitthvað við elsku súkkulaðið sem hressir og kætir.   Veðrið er búið að vera ágætt…

Ofnbakaður Camenbert

Ég ætla að deila með ykkur uppkrift að dásamlegum ofnbökuðum camenbert, þessi uppskrift er í bókinni minni Matargleði Evu. Ég er sérstaklega hrifin af ostum og gæti borðað þá í öll mál, ofnbakaðir ostar eru i´sérstöku uppáhaldi. Ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift um helgina. Fullkomið sem forréttur eða eftirréttur… svo gott að narta í góða osta á kvöldin. Sérstaklega í góðum félagsskap. Hér kemur uppskriftin, ég vona auðvitað að þið njótið vel.  Bakaður camenbert er auðvitað algjört lostæti,  hann einn og sér bræðir öll hjörtu. 1 camembert 1 msk smjör 2 tsk góð fíkjusulta handfylli heslihnetur fersk hindber og bláber Aðferð: Bræðið smjör, penslið ostinn með smjöri og leggið ostinn í eldfast mót. Snöggsteikið heslihneturnar í smjörinu sem er eftir. Það er algjört…

Ljúffeng vetrarsúpa með kóríander, avókadó og steiktum tortillakökum.

Ég elska góðar og matarmiklar súpur sem ylja á köldum kvöldum. Fríða vinkona mín bauð okkur í vinahópnum upp á gómsæta súpu um daginn. Ég kolféll fyrir súpunni og prófaði að gera hana strax daginn eftir handa fjölskyldunni minni. Svo góð er hún að ég fæ ekki nóg. Myndavélin var batteríslaus svo síminn bjargaði mér að þessu sinni, símamynd.  Ljúffeng vetrarsúpa með kóríander, avókadó og steiktum tortillakökum. Uppskrift fyrir 3 – 4  1 msk. olía 1 rauðlaukur, smátt skorinn 2 hvítlaukrif, pressuð 1 1/2 rauð paprika 5 – 6 gulrætur 1 1/2 krukka hakkaðir tómatar, ég notaði tómata í krukku frá Sollu 1 – 2 msk. tómatpúrra  1,2 – 1,5 l vatn + 2 grænmetis eða kjúklingateningar 1 tsk. paprikukrydd 1/2 tsk. þurrkuð basilíka 1/2…

1 15 16 17 18 19 80