Archives

Heimagerð dekurlína í Reykjavík Makeup Journal

Í nýjasta tölublaði Reykjavík Makeup Journal er lögð áhersla á húðina. Í blaðinu má finna nokkrar uppskriftir að andlitsmöskum og skrúbbum sem ég gerði úr hráefnum sem ég átti til í eldhúsinu. Það var mjög skemmtilegt að útbúa eigin dekurlínu. Einnig er það einfaldara en ég hélt og útkoman kom á óvart. Fyrir þá sem vilja forðast snyrtivörur með óæskilegum eiturefnum er kjörið að búa þær til sjálfur. Ég hvet ykkur til þess að prófa ykkur áfram en þið getið byrjað á því að prófa þessar uppskriftir sem eru í blaðinu. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera einfaldar, þægilegar og ljúffengar. Reykjavík Makeup Journal er afar glæsilegt blað og fyrir mig, sem veit lítið um snyrtivörur þá er þetta algjör snilld. Hér getið þið…

Ítalskar kjötbollur í ljúffengri sósu

Ítalskar kjötbollur eru einfaldlega ómótstæðilegar, Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég birti uppskrift að þessum bollum.(og ekki í síðasta sinn) Ég nota yfirleitt aldrei sömu uppskrift þegar ég bý til bollurnar og þetta var í fyrsta skipti sem ég blanda nautahakki og svínahakki saman. Útkoman var dásamleg og bollurnar voru afar safaríkar og góðar. Það er mjög gott að bera þær fram með góðri sósu og  pasta, ég notaði linguine sem að mínu mati er betra með bollunum en spaghetti. Að sjálfsögðu er gott að sáldra vel af ferskum parmesan yfir bollurnar í lokin. Mér fannst óþarfi að vera með annað meðlæti með bollunum en það gæti verið gott að hafa ferskt salat og brauð með. Það er bara smekksatriði. Þetta er rétturinn…

Jólakortið okkar í ár. Langar þig í jólakort hjá Prentagram?

Mér þykir vænt um að fá jólakort frá fjölskyldu og vinum, jólakortin eru orðin svo flott og það er gaman að sjá fallegar myndir sem prýða kortin. Í ár sendum við Haddi jólakort í fyrsta sinn, að sjálfsögðu prýðir daman okkar hún Ingibjörg Rósa kortið.  Við ákváðum að láta prenta kortin okkar hjá Prentagram, en við notum Instagram mjög mikið og á okkar aðgangi eru margar mjög fallegar myndir sem við notuðum. Ég pantaði kortin seint á laugardagskvöldi og kortin voru komin til mín með frímerkjum nokkrum dögum síðar. Það kalla ég topp þjónustu og verð ég að hrósa Prentagram fyrir góða þjónustu.  Ég ætla að gefa tveimur lesendum 15 jólakort hjá Prentagram og dagatal, þau eru sérlega flott og ég hvet ykkur til þess…

Sölt karamellusósa uppskrift

Sölt karamellusósa Þetta er sósan sem þið verðið að prófa. Hún passar vel með kökum og eftirréttum, og í raun gæti ég borðað hana eina og sér. Það er meðal annars mjög sniðugt að gefa sælkeranum í fjölskyldunni þessa sósu í gjöf. Sósan geymist í ísskáp í tvær vikur. Það er ágætt að hita hana aðeins upp áður en þið berið hana fram. Ég þori að lofa ykkur því að þið kaupið ekki aftur tilbúna sósu þegar þið hafið útbúið ykkar eigin. Hráefni: 200 g sykur 2 msk smjör ½  – 1 dl rjómi ½ tsk salt (sjávarsalt er best að mínu mati) Aðferð: Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt…

Í Vikunni

Kökublað Vikunnar er komið út og það er ekki leiðinlegt fyrir köku konuna mig að fá að vera með í þessu glæsilega blaði. Ég er í léttu viðtali um baksturinn og fjölskylduna mína, ég deili uppskriftum að kökum sem eru í uppáhaldi hjá mér. Frönsk súkkulaðikaka, súkkulaðikaka sælkerans með bananafyllingu og klassísk eplakaka. Ég er búin að sjá margar uppskriftir í blaðinu sem ég get ekki beðið með að prófa, það er alltaf svo gaman að prófa nýjar uppskriftir.  Ingibjörg Rósa fékk að sjálfsögðu að vera með á mynd.  Súkkulaðikaka sælkerans í allri sinni dýrð. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Ljúffengur lax í sítrónusósu.

Lax er í algjöru eftirlæti hjá mér, það er gaman að matreiða lax og möguleikarnir eru endalausir. Ég bauð stórfjölskyldunni upp á dýrindis fiskrétt í gærkvöldi og þau voru öll afar sæl með matinn. Það er nú bara þannig að stundum hefur maður ekki mikinn tíma til þess að stússast í eldhúsinu og þá er gott að geta farið smá flýtileið, ég prófaði að elda laxinn upp úr ljúffengri sítrónusósu sem ég keypti tilbúna og mig langar að segja ykkur aðeins meira frá þessum sósum. Simply Add Fish sósurnar eru nýjung á Íslandi. Sósurnar koma með þremur bragðtegundum og eru án allra aukaefna, sem er lykilatriði að mínu mati. Bragðtegundirnar eru Creamy Herb, Touch of Tomato og Lovely Lemon. Ég get sagt ykkur það að…

Smurstöðin

Ég fór ásamt mömmu og ömmu á Smurstöðina í hádeginu. Smurstöðin er nýr veitingastaður á neðstu hæð í Hörpunni sem leggur áherslu á hágæðasmurbrauð þar sem íslenskt hráefni er í hávegum haft. Það er langt síðan ég tók myndavélina með í hádegismat en mér finnst mjög gaman að mynda góðan mat og vil gjarnan deila þeim með ykkur. Við erum allar þrjár mikið fyrir smurbrauð og vorum allar mjög ánægðar með matinn. Smurbrauðin voru eins góð og þau eru falleg, algjör veisla fyrir bragðlaukana. Smurstöðin er frábær veitingastaður sem ég mæli með að þið prófið. Laxa smurbrauðið er ómótstæðilega gott.  Fallega og góða amma mín, hún verður 75 ára í næstu viku og við erum byrjaðar að fagna. Hér skálar móðir mín við mömmu sína. …

Fjögurra mánaða

Ingibjörg Rósa er oðin fjögurra mánaða. Hún stækkar svo hratt og er orðin svo dugleg og flott stelpa. Þvílík forréttindi að fá að vera mamma hennar og njóta þess að vera með henni alla daga.  Þegar hún er sofandi þá er ég í tölvunni að skoða myndir af henni, þessi mynd er til dæmis í miklu uppáhaldi. Lífið hefur vissulega breyst á þessum fjórum mánuðum, til hins betra.  xxx Eva Laufey K. Hermannsdóttir

Instagram @evalaufeykjaran

 1. Jólabaksturinn er hafin hér í Vesturbænum.  2. Fallega stúlkan mín, hún er orðin fjögurra mánaða. Tíminn flýgur áfram.  3. Smákökukeppni Kornax og Gestgjafans. Brot af kökunum sem við smökkuðum.  4. Við mæðgur ætlum alltaf að vera í stíl, það held ég nú.  5. Uppáhöldin mín tvö, Ingibjörg Rósa alltaf í stuði. 6. Vinkonufögnuður.  7. Það eru fleiri en ég sem vilja kaffi og muffins.  8. Áfram með smjörið… smákökufjörið er rétt að byrja.  xxx Eva Laufey K. Hermannsdóttir

1 10 11 12 13 14 80