Heimagerð dekurlína í Reykjavík Makeup Journal

Í nýjasta tölublaði
Reykjavík Makeup Journal er lögð áhersla á húðina. Í blaðinu má finna nokkrar
uppskriftir að andlitsmöskum og skrúbbum sem ég gerði úr hráefnum sem ég átti
til í eldhúsinu. Það var mjög skemmtilegt að útbúa eigin dekurlínu. Einnig er það
einfaldara en ég hélt og útkoman kom á óvart. Fyrir þá sem vilja forðast
snyrtivörur með óæskilegum eiturefnum er kjörið að búa þær til sjálfur. Ég hvet
ykkur til þess að prófa ykkur áfram en þið getið byrjað á því að prófa þessar
uppskriftir sem eru í blaðinu. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera
einfaldar, þægilegar og ljúffengar. Reykjavík Makeup Journal er afar glæsilegt
blað og fyrir mig, sem veit lítið um snyrtivörur þá er þetta algjör snilld. Hér getið þið lesið blaðið á netinu. Erna Hrund Hermannsdóttir á mikið lof skilið fyrir glæsilegt blað. 


Það er fullkomið þegar veðrið er grátt og leiðinlegt að skipuleggja dekurkvöld með vinkonum og vinum. Það bæði bætir og kætir.

xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *